Föstudagsplaylisti Markúsar Bjarnasonar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 19. júní 2020 15:10 Markús á tónleikum á nýja Café Rósenberg í gærkvöldi. Alda Rose Cartwright Markús Bjarnason sem eitt sinn spilaði með hljómsveitina The Diversion Sessions á bak við sig hefur undanfarið komið fram undir eiginnafni sínu einu og sér. Í lok síðasta árs kom út stuttskífan Counting Sad Songs sem var tekin upp á segulband í Stúdíó Sílói á Stöðvarfirði. Hann hefur einnig verið í hljómsveitunum Skátum, Sofandi og Stroff, svo einhver dæmi séu nefnd. Indíbragur hefur iðulega verið á tónlistinni sem Markús kemur að og föstudagslagalistinn sem hann setti saman ber þess merki. Listann kallar Markús „Leika sér á sumrin“ og lýsir hann hverju skrefi hans á eftirfarandi máta: Óútskýranlegt töfrandi stuðgroove bjöguð ást og lífsins sálarkreppa geðheilsubjargandi melankolíu seiður íslenskt endofðeworldsamtbaraumsætastelpulag repeat! Markús segir listann einkennast af nostalgíu. „Alveg frá barnæsku, þegar ég hlustaði á Killing an Arab með The Cure á vitlausum hraða í vinylgræjum foreldra minna. Mér finnst það lag ennþá betra spilað of hratt!“ Hann minnist sérstaklega á lögin á listanum sem eru ný, Not með Big Thief og Sætar stelpur með Skoffíni. Big Thief segir Markús vera uppáhalds hljómsveitina sína. „Ég hef aldrei ferðast til útlanda bara til að fara á tónleika, en núna átti ég miða til að sjá þau spila í Kaupmannahöfn en þurfti að hætta við útaf faraldrinum.“ Skoffín segir hann vera nýja uppáhalds íslenska bandið sitt. „Tryllt live, geggjaðir textar, geggjuð orka og einhver undarlegur bræðingur af íslensku indírokkpönki með amerískum seventís rokkabillýáhrifum sem hittir mig í hausinn og hjartað frekar auðveldlega.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Markús Bjarnason sem eitt sinn spilaði með hljómsveitina The Diversion Sessions á bak við sig hefur undanfarið komið fram undir eiginnafni sínu einu og sér. Í lok síðasta árs kom út stuttskífan Counting Sad Songs sem var tekin upp á segulband í Stúdíó Sílói á Stöðvarfirði. Hann hefur einnig verið í hljómsveitunum Skátum, Sofandi og Stroff, svo einhver dæmi séu nefnd. Indíbragur hefur iðulega verið á tónlistinni sem Markús kemur að og föstudagslagalistinn sem hann setti saman ber þess merki. Listann kallar Markús „Leika sér á sumrin“ og lýsir hann hverju skrefi hans á eftirfarandi máta: Óútskýranlegt töfrandi stuðgroove bjöguð ást og lífsins sálarkreppa geðheilsubjargandi melankolíu seiður íslenskt endofðeworldsamtbaraumsætastelpulag repeat! Markús segir listann einkennast af nostalgíu. „Alveg frá barnæsku, þegar ég hlustaði á Killing an Arab með The Cure á vitlausum hraða í vinylgræjum foreldra minna. Mér finnst það lag ennþá betra spilað of hratt!“ Hann minnist sérstaklega á lögin á listanum sem eru ný, Not með Big Thief og Sætar stelpur með Skoffíni. Big Thief segir Markús vera uppáhalds hljómsveitina sína. „Ég hef aldrei ferðast til útlanda bara til að fara á tónleika, en núna átti ég miða til að sjá þau spila í Kaupmannahöfn en þurfti að hætta við útaf faraldrinum.“ Skoffín segir hann vera nýja uppáhalds íslenska bandið sitt. „Tryllt live, geggjaðir textar, geggjuð orka og einhver undarlegur bræðingur af íslensku indírokkpönki með amerískum seventís rokkabillýáhrifum sem hittir mig í hausinn og hjartað frekar auðveldlega.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira