Föstudagsplaylisti Markúsar Bjarnasonar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 19. júní 2020 15:10 Markús á tónleikum á nýja Café Rósenberg í gærkvöldi. Alda Rose Cartwright Markús Bjarnason sem eitt sinn spilaði með hljómsveitina The Diversion Sessions á bak við sig hefur undanfarið komið fram undir eiginnafni sínu einu og sér. Í lok síðasta árs kom út stuttskífan Counting Sad Songs sem var tekin upp á segulband í Stúdíó Sílói á Stöðvarfirði. Hann hefur einnig verið í hljómsveitunum Skátum, Sofandi og Stroff, svo einhver dæmi séu nefnd. Indíbragur hefur iðulega verið á tónlistinni sem Markús kemur að og föstudagslagalistinn sem hann setti saman ber þess merki. Listann kallar Markús „Leika sér á sumrin“ og lýsir hann hverju skrefi hans á eftirfarandi máta: Óútskýranlegt töfrandi stuðgroove bjöguð ást og lífsins sálarkreppa geðheilsubjargandi melankolíu seiður íslenskt endofðeworldsamtbaraumsætastelpulag repeat! Markús segir listann einkennast af nostalgíu. „Alveg frá barnæsku, þegar ég hlustaði á Killing an Arab með The Cure á vitlausum hraða í vinylgræjum foreldra minna. Mér finnst það lag ennþá betra spilað of hratt!“ Hann minnist sérstaklega á lögin á listanum sem eru ný, Not með Big Thief og Sætar stelpur með Skoffíni. Big Thief segir Markús vera uppáhalds hljómsveitina sína. „Ég hef aldrei ferðast til útlanda bara til að fara á tónleika, en núna átti ég miða til að sjá þau spila í Kaupmannahöfn en þurfti að hætta við útaf faraldrinum.“ Skoffín segir hann vera nýja uppáhalds íslenska bandið sitt. „Tryllt live, geggjaðir textar, geggjuð orka og einhver undarlegur bræðingur af íslensku indírokkpönki með amerískum seventís rokkabillýáhrifum sem hittir mig í hausinn og hjartað frekar auðveldlega.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Markús Bjarnason sem eitt sinn spilaði með hljómsveitina The Diversion Sessions á bak við sig hefur undanfarið komið fram undir eiginnafni sínu einu og sér. Í lok síðasta árs kom út stuttskífan Counting Sad Songs sem var tekin upp á segulband í Stúdíó Sílói á Stöðvarfirði. Hann hefur einnig verið í hljómsveitunum Skátum, Sofandi og Stroff, svo einhver dæmi séu nefnd. Indíbragur hefur iðulega verið á tónlistinni sem Markús kemur að og föstudagslagalistinn sem hann setti saman ber þess merki. Listann kallar Markús „Leika sér á sumrin“ og lýsir hann hverju skrefi hans á eftirfarandi máta: Óútskýranlegt töfrandi stuðgroove bjöguð ást og lífsins sálarkreppa geðheilsubjargandi melankolíu seiður íslenskt endofðeworldsamtbaraumsætastelpulag repeat! Markús segir listann einkennast af nostalgíu. „Alveg frá barnæsku, þegar ég hlustaði á Killing an Arab með The Cure á vitlausum hraða í vinylgræjum foreldra minna. Mér finnst það lag ennþá betra spilað of hratt!“ Hann minnist sérstaklega á lögin á listanum sem eru ný, Not með Big Thief og Sætar stelpur með Skoffíni. Big Thief segir Markús vera uppáhalds hljómsveitina sína. „Ég hef aldrei ferðast til útlanda bara til að fara á tónleika, en núna átti ég miða til að sjá þau spila í Kaupmannahöfn en þurfti að hætta við útaf faraldrinum.“ Skoffín segir hann vera nýja uppáhalds íslenska bandið sitt. „Tryllt live, geggjaðir textar, geggjuð orka og einhver undarlegur bræðingur af íslensku indírokkpönki með amerískum seventís rokkabillýáhrifum sem hittir mig í hausinn og hjartað frekar auðveldlega.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira