Framlag upp á 40 milljónir til keppnismatreiðslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júní 2020 15:38 Frá vinstri: Friðgeir Ingi Eiríksson, hjá Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaformaður Klúbbs matreiðslumeistara, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Frú Eliza Reid, forsetafrú og verndari kokkalandsliðsins og Andreas Jacobsen hjá Klúbbi matreiðslumanna. Golli Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían, undirrituðu í dag samning um 40 milljóna króna framlag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til keppnismatreiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Með samningnum er Klúbbi matreiðslumeistara og Íslensku Bocuse d‘Or Akademíunni falið að vinna að því að kynna íslenskt hráefni á erlendri grund og styrkja ímynd Íslands sem mataráfangastaðar. Styrkhafar munu einnig vinna að því að efla vöruþróun, nýsköpun og fagþekkingu í matvælagreinum. Klúbbur matreiðslumeistara og Bocuse d´Or Akademían taka þátt í alþjóðlegum matreiðslukeppnum fyrir hönd Íslands og mun styrkurinn standa straum af þeim kostnaði og er keppendum falið að vekja athygli á íslensku hráefni. Í tilkynningunni er haft eftir Kristjáni Þór að íslenskir matreiðslumeistarar hafi verið óþreytandi í því að kynna gæði íslensk hráefnis á erlendri grundu, og þeir hafi verið í fremstu röð í keppnismatreiðslu. „Það er tímabært að styðja vel við bakið á þeim og með þessum samningi verður hægt að lyfta íslenskri keppnismatreiðslu og renna enn betri stoðum undir íslenska matarmenningu. Það er einnig mikilvægt að skapa fyrirmyndir og gera fagið eftirsóknarvert fyrir ungt fólk, stuðla að framþróun og nýsköpun.“ Þá er haft eftir Friðgeiri Inga Eiríkssyni, formanni Bocuse d´Or Akademíunnar, að um sé að ræða stóran áfanga fyrir íslenska keppnismatreiðslu sem komi til með að skapa betra starfsumhverfi í greininni. „Með samningnum er keppnismatreiðslu gefið aukið vægi sem mun skila sér í enn betri kynningu á íslenskum hráefnum og efla matarmenningu hérlendis,“ er haft eftir Friðgeiri. Matur Kokkalandsliðið Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían, undirrituðu í dag samning um 40 milljóna króna framlag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til keppnismatreiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Með samningnum er Klúbbi matreiðslumeistara og Íslensku Bocuse d‘Or Akademíunni falið að vinna að því að kynna íslenskt hráefni á erlendri grund og styrkja ímynd Íslands sem mataráfangastaðar. Styrkhafar munu einnig vinna að því að efla vöruþróun, nýsköpun og fagþekkingu í matvælagreinum. Klúbbur matreiðslumeistara og Bocuse d´Or Akademían taka þátt í alþjóðlegum matreiðslukeppnum fyrir hönd Íslands og mun styrkurinn standa straum af þeim kostnaði og er keppendum falið að vekja athygli á íslensku hráefni. Í tilkynningunni er haft eftir Kristjáni Þór að íslenskir matreiðslumeistarar hafi verið óþreytandi í því að kynna gæði íslensk hráefnis á erlendri grundu, og þeir hafi verið í fremstu röð í keppnismatreiðslu. „Það er tímabært að styðja vel við bakið á þeim og með þessum samningi verður hægt að lyfta íslenskri keppnismatreiðslu og renna enn betri stoðum undir íslenska matarmenningu. Það er einnig mikilvægt að skapa fyrirmyndir og gera fagið eftirsóknarvert fyrir ungt fólk, stuðla að framþróun og nýsköpun.“ Þá er haft eftir Friðgeiri Inga Eiríkssyni, formanni Bocuse d´Or Akademíunnar, að um sé að ræða stóran áfanga fyrir íslenska keppnismatreiðslu sem komi til með að skapa betra starfsumhverfi í greininni. „Með samningnum er keppnismatreiðslu gefið aukið vægi sem mun skila sér í enn betri kynningu á íslenskum hráefnum og efla matarmenningu hérlendis,“ er haft eftir Friðgeiri.
Matur Kokkalandsliðið Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira