Táningur kom Haraldi í afar slæma stöðu - Berglind og Saga bítast um sæti í 8 manna úrslitum Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2020 18:52 Saga Traustadóttir og Rúnar Arnórsson hafa titil að verja og unnu sína leiki í dag. mynd/seth@golf.is Hinn 18 ára gamli Kristófer Karl Karlsson úr GM gerði sér lítið fyrir og vann sigur gegn Haraldi Franklín Magnús í riðlakeppni Íslandsmótsins í holukeppni á Akureyri í dag. Nú er tveimur af þremur umferðum riðlakeppninnar lokið, bæði í karla- og kvennaflokki, en lokaumferðin fer fram í fyrramálið og 8 manna úrslit hefjast eftir hádegi. Haraldur, sem vann mótið 2012, þarf að treysta á að Kristófer tapi gegn bróður sínum, Theodór Emil, til að eiga möguleika á að komast í 8 manna úrslit. Aðeins efsti maður hvers riðils kemst þangað en leikið er í átta fjögurra manna riðlum í karlaflokki. Kristófer vann báða leiki sína í dag, 1/0 gegn Haraldi en 2/0 gegn Sigurði Arnari Garðarssyni. Alls eru sex leikmenn með í karlaflokki sem unnið hafa Íslandsmótið í holukeppni. Rúnar Arnórsson hefur titil að verja og vann báða leiki sína í dag. Auk hans og Haraldar hafa þeir Kristján Þór Einarsson, Arnór Ingi Finnbjörnsson, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson orðið Íslandsmeistarar í holukeppni. Axel og Guðmundur eru í góðum málum en Kristján tapaði gegn Aroni Snæ Júlíussyni og Arnór Ingi hefur tapað báðum sínum leikjum. Í kvennaflokki eru einnig sex kylfingar sem orðið hafa Íslandsmeistarar í holukeppni, og er hver þeirra búin að vinna báða sína leiki. Saga Traustadóttir á titil að verja en þær Berglind Björnsdóttir, sem sigraði 2016, eru saman í riðli og leika á morgun um sæti í 8 manna úrslitum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur unnið mótið tvisvar og þær Valdís Þóra Jónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir einu sinni hver. Öll úrslit á mótinu má sjá hér. Golf Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Kristófer Karl Karlsson úr GM gerði sér lítið fyrir og vann sigur gegn Haraldi Franklín Magnús í riðlakeppni Íslandsmótsins í holukeppni á Akureyri í dag. Nú er tveimur af þremur umferðum riðlakeppninnar lokið, bæði í karla- og kvennaflokki, en lokaumferðin fer fram í fyrramálið og 8 manna úrslit hefjast eftir hádegi. Haraldur, sem vann mótið 2012, þarf að treysta á að Kristófer tapi gegn bróður sínum, Theodór Emil, til að eiga möguleika á að komast í 8 manna úrslit. Aðeins efsti maður hvers riðils kemst þangað en leikið er í átta fjögurra manna riðlum í karlaflokki. Kristófer vann báða leiki sína í dag, 1/0 gegn Haraldi en 2/0 gegn Sigurði Arnari Garðarssyni. Alls eru sex leikmenn með í karlaflokki sem unnið hafa Íslandsmótið í holukeppni. Rúnar Arnórsson hefur titil að verja og vann báða leiki sína í dag. Auk hans og Haraldar hafa þeir Kristján Þór Einarsson, Arnór Ingi Finnbjörnsson, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson orðið Íslandsmeistarar í holukeppni. Axel og Guðmundur eru í góðum málum en Kristján tapaði gegn Aroni Snæ Júlíussyni og Arnór Ingi hefur tapað báðum sínum leikjum. Í kvennaflokki eru einnig sex kylfingar sem orðið hafa Íslandsmeistarar í holukeppni, og er hver þeirra búin að vinna báða sína leiki. Saga Traustadóttir á titil að verja en þær Berglind Björnsdóttir, sem sigraði 2016, eru saman í riðli og leika á morgun um sæti í 8 manna úrslitum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur unnið mótið tvisvar og þær Valdís Þóra Jónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir einu sinni hver. Öll úrslit á mótinu má sjá hér.
Golf Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira