Hefja framkvæmdir við nýja byggð á Vatnsleysuströnd Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2020 08:10 Nýja hverfið í Vogum rís austan við núverandi byggð. Sjá má vinnuvélar skammt utan við knattspyrnuvöllinn. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íbúðahverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir allt að 2.500 manna byggð. Bæjarstjórinn segir hverfið vel í sveit sett miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkursvæðisins. Fjallað var um uppbygginguna í fréttum Stöðvar 2. Í Sveitarfélaginu Vogum búa núna um 1.300 manns en nýja hverfið rís austan við núverandi þéttbýli. Ef áformin ganga eftir gæti íbúafjöldinn nærri þrefaldast á næsta áratug. Félagið Grænabyggð ehf. fer fyrir verkefninu sem hófst á gatnagerð. Gert er ráð fyrir að hverfið byggist upp í áföngum en áformað er að þarna rísi áttahundruð íbúðir á næstu tíu árum. Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hverfið verður blanda af sérbýlis- og fjölbýlishúsum og ætlað að höfða jafnt til yngri sem eldri kaupenda. Skipuleggjendur leggja þó áherslu á minni íbúðir. Hverfið er tengt núverandi byggð og því sagt stutt í helstu þjónustu. Allir innviðir séu þegar til staðar og ráði þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar. Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni en samhliða stækkun hverfisins er áformað að reisa bæði nýjan leik- og grunnskóla í hverfinu á næstu árum. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ef að þessi áform ganga öll eftir þá erum við að tala um 2.000-2.500 manns sem bætast við. Það er allavega ríflega tvöföldun. Það er heilmikil áskorun fólgin í því fyrir sveitarfélagið að takast á við það að geta veitt þessum aukna fjölda viðunandi þjónustu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóra Voga. -Hvenær fara svo fyrstu fjölskyldurnar að flytja inn? „Ég á mér þann draum að hér geti svona með næsta vori, - verði þá fluttar inn fyrstu fjölskyldurnar,“ svarar Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf. Nánar er rætt við þá Sverri og Ásgeir um nýju byggðina í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Vogar Skipulag Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íbúðahverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir allt að 2.500 manna byggð. Bæjarstjórinn segir hverfið vel í sveit sett miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkursvæðisins. Fjallað var um uppbygginguna í fréttum Stöðvar 2. Í Sveitarfélaginu Vogum búa núna um 1.300 manns en nýja hverfið rís austan við núverandi þéttbýli. Ef áformin ganga eftir gæti íbúafjöldinn nærri þrefaldast á næsta áratug. Félagið Grænabyggð ehf. fer fyrir verkefninu sem hófst á gatnagerð. Gert er ráð fyrir að hverfið byggist upp í áföngum en áformað er að þarna rísi áttahundruð íbúðir á næstu tíu árum. Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hverfið verður blanda af sérbýlis- og fjölbýlishúsum og ætlað að höfða jafnt til yngri sem eldri kaupenda. Skipuleggjendur leggja þó áherslu á minni íbúðir. Hverfið er tengt núverandi byggð og því sagt stutt í helstu þjónustu. Allir innviðir séu þegar til staðar og ráði þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar. Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni en samhliða stækkun hverfisins er áformað að reisa bæði nýjan leik- og grunnskóla í hverfinu á næstu árum. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ef að þessi áform ganga öll eftir þá erum við að tala um 2.000-2.500 manns sem bætast við. Það er allavega ríflega tvöföldun. Það er heilmikil áskorun fólgin í því fyrir sveitarfélagið að takast á við það að geta veitt þessum aukna fjölda viðunandi þjónustu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóra Voga. -Hvenær fara svo fyrstu fjölskyldurnar að flytja inn? „Ég á mér þann draum að hér geti svona með næsta vori, - verði þá fluttar inn fyrstu fjölskyldurnar,“ svarar Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf. Nánar er rætt við þá Sverri og Ásgeir um nýju byggðina í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Vogar Skipulag Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira