Rúmlega 20.000 hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2020 12:30 Á höfuðborgarsvæðinu er nú hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar á þremur stöðum – á 1. og 2. hæð í Smáralind í Kópavogi og undir stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Vísir/Jóhann k. Forsetakosningar fara fram eftir viku. Tveir eru í framboði til forseta Íslands. Þeir eru Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson. Alls hafa rúmlega tuttugu þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar þegar þessi frétt er skrifuð. Fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu kjöri enn sem komið er, er umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið árið 2016. Þá greiddu í heildina 27 þúsund manns atkvæði utan kjörfundar og þar af um 15 þúsund síðustu þrjá daga fyrir kjördag. Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson eru í framboði.Vísir/Sigurjón Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi og í stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir ýmsa þætti valda því að margir kjósi nú utan kjörfundar. „Faraldur kórónuveirunnar hefur sjálfsagt eitthvað um þetta að segja. Einnig virðist vera að landinn ætli að vera úti á landi um kosningahelgina,“ sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning utan kjörfunar atkvæðagreiðslu hafi eflaust áhrif, en hún fer meðal annars fram í Smáralind líkt og áður hefur komið fram. „Það er staður sem margir koma á og það virðist vera að fólki líti svo á að auðvelt sé að koma við og ljúka þessu af,“ sagði Bergþóra. Fram að föstudeginum 26. júní er hægt að kjósa utan kjörfundar frá klukkan tíu til 22. „Á laugardeginum þann 27. júní geta þeir sem búa utan Höfuðborgarsvæðisins komið og kosið í Smáralind á fyrstu hæð frá klukkan 10-17,“ sagði Bergþóra. Sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu. Hún brýnir þó fyrir þeim sem búa í Norðaustur kjördæmi og ætla að kjósa utan kjörfundar að koma fyrir klukkan hálf þrjú á kjördag þar sem síðasta flug norður er um klukkan 17. Samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið styðja alls um 92 prósent Guðna Th. Jóhannesson en um átta prósent Guðmund Franklín Jónsson. Í könnuninni var einnig spurt hversu ólíklegt eða líklegt fólk væri til að kjósa. 92 prósent svarenda telja líklegt að öruggt að þeir kjósi. Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 18. júní. Í úrtakinu voru 2.500 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 50,5 prósent samkvæmt Fréttablaðinu. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Forsetakosningar fara fram eftir viku. Tveir eru í framboði til forseta Íslands. Þeir eru Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson. Alls hafa rúmlega tuttugu þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar þegar þessi frétt er skrifuð. Fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu kjöri enn sem komið er, er umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið árið 2016. Þá greiddu í heildina 27 þúsund manns atkvæði utan kjörfundar og þar af um 15 þúsund síðustu þrjá daga fyrir kjördag. Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson eru í framboði.Vísir/Sigurjón Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi og í stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir ýmsa þætti valda því að margir kjósi nú utan kjörfundar. „Faraldur kórónuveirunnar hefur sjálfsagt eitthvað um þetta að segja. Einnig virðist vera að landinn ætli að vera úti á landi um kosningahelgina,“ sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning utan kjörfunar atkvæðagreiðslu hafi eflaust áhrif, en hún fer meðal annars fram í Smáralind líkt og áður hefur komið fram. „Það er staður sem margir koma á og það virðist vera að fólki líti svo á að auðvelt sé að koma við og ljúka þessu af,“ sagði Bergþóra. Fram að föstudeginum 26. júní er hægt að kjósa utan kjörfundar frá klukkan tíu til 22. „Á laugardeginum þann 27. júní geta þeir sem búa utan Höfuðborgarsvæðisins komið og kosið í Smáralind á fyrstu hæð frá klukkan 10-17,“ sagði Bergþóra. Sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu. Hún brýnir þó fyrir þeim sem búa í Norðaustur kjördæmi og ætla að kjósa utan kjörfundar að koma fyrir klukkan hálf þrjú á kjördag þar sem síðasta flug norður er um klukkan 17. Samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið styðja alls um 92 prósent Guðna Th. Jóhannesson en um átta prósent Guðmund Franklín Jónsson. Í könnuninni var einnig spurt hversu ólíklegt eða líklegt fólk væri til að kjósa. 92 prósent svarenda telja líklegt að öruggt að þeir kjósi. Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 18. júní. Í úrtakinu voru 2.500 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 50,5 prósent samkvæmt Fréttablaðinu.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54