Umfjöllun: Þór/KA - ÍBV 4-0 | Þór/KA á toppinn

Ísak Hallmundarson skrifar
Arna Sif Ásgrímsdóttir og stöllur í Þór/KA urðu í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra.
Arna Sif Ásgrímsdóttir og stöllur í Þór/KA urðu í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra. VÍSIR/BÁRA

Þór/KA og ÍBV mættust í Pepsi Max deild kvenna í dag. Þór/KA kom sér á toppinn í deildinni með þægilegum 4-0 sigri.

Leikurinn var heldur rólegur og lítið um færi þar til Margrét Árnadóttir kom heimastúlkum yfir. Karen María Sigurgeirsdóttir átti þá góðan sprett upp kantinn, senti boltann fyrir en Auður í marki ÍBV náði að kýla hann í teiginn þar sem Margrét var þá mætt og skoraði með föstu skoti. 

Næsta mark kom þremur mínútum síðar þegar Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði með skalla eftir aukaspyrnu. 

Margrét skoraði síðan sitt annað mark á 33. mínútu en það var María Ólafsdóttir sem skapaði það, náði boltanum af Júlíönu í vörn ÍBV, senti á Margréti sem smellhitti boltann í nærhornið. 3-0.

Það var svo í blálok fyrri hálfleiks að Karen María hamraði boltann í netið úr teignum eftir hornspyrnu sem ÍBV náði ekki að hreinsa frá. 

Staðan í hálfleik var því 4-0 en fleiri mörk bættust ekki við í frekar rólegum seinni hálfleik.

Akureyringar unnu því góðan sigur og sitja á toppi deildarinnar á markatölu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira