Stóri bróðir stöðvaði Kristófer og sendi Harald áfram - Ragnhildur og Jóhanna í átta manna úrslit eftir bráðabana Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 14:11 Hinn átján ára gamli Kristófer Karl Karlsson vann óvæntan sigur á Haraldi Franklín Magnús í gær en tapaði fyrir stóra bróður sínum í dag. mynd/seth@golf.is Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. Mosfellingurinn Kristófer Karl Karlsson vann atvinnukylfinginn Harald Franklín Magnús í gær en náði ekki að fylgja því eftir í dag. Kristófer tapaði fyrir eldri bróður sínum, Theodór Emil, í æsipennandi bráðabana og þar með höfðu þeir, og Haraldur, unnið tvo leiki hver. Haraldur komst í átta manna úrslitin á fleiri unnum holum þegar allt er talið í leikjunum. Ragnhildur Kristinsdóttir á röltinu um Jaðarsvöll.mynd/seth@golf.is Mikil spenna var einnig hjá Reykvíkingunum Ragnhildi Kristinsdóttur og Nínu Margréti Valtýsdóttur en Ragnhildur vann á fyrstu holu í bráðabana og kom sér í átta manna úrslitin. Aðrar af sigurstranglegustu kylfingunum í kvennaflokki; Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, komust áfram af nokkru öryggi. Nína Margrét fékk annan séns þegar þrír kylfingar með bestan árangur í 2. sæti börðust um síðasta sætið í átta manna úrslitum kvenna, í bráðabana. Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir léku einnig í umspilinu og var það Jóhanna sem vann sigur. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR Valdís Þóra Jónsdóttir, GL – Eva Karen Björnsdóttir, GR Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – Saga Traustadóttir, GR Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR – Andri Már Óskarsson, GOS Hákon Örn Magnúsons, GR – Aron Snær Júlíusson, GKG Haraldur Franklín Magnús, GR – Ólafur Björn Loftsson, GKG Axel Bóasson, GK – Andri Þór Björnsson, GR Átta manna úrslitin fara fram í dag. Undanúrslit og úrslit eru svo á morgun. Öll úrslit á mótinu má sjá með því að smella hér. Golf Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. Mosfellingurinn Kristófer Karl Karlsson vann atvinnukylfinginn Harald Franklín Magnús í gær en náði ekki að fylgja því eftir í dag. Kristófer tapaði fyrir eldri bróður sínum, Theodór Emil, í æsipennandi bráðabana og þar með höfðu þeir, og Haraldur, unnið tvo leiki hver. Haraldur komst í átta manna úrslitin á fleiri unnum holum þegar allt er talið í leikjunum. Ragnhildur Kristinsdóttir á röltinu um Jaðarsvöll.mynd/seth@golf.is Mikil spenna var einnig hjá Reykvíkingunum Ragnhildi Kristinsdóttur og Nínu Margréti Valtýsdóttur en Ragnhildur vann á fyrstu holu í bráðabana og kom sér í átta manna úrslitin. Aðrar af sigurstranglegustu kylfingunum í kvennaflokki; Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, komust áfram af nokkru öryggi. Nína Margrét fékk annan séns þegar þrír kylfingar með bestan árangur í 2. sæti börðust um síðasta sætið í átta manna úrslitum kvenna, í bráðabana. Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir léku einnig í umspilinu og var það Jóhanna sem vann sigur. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR Valdís Þóra Jónsdóttir, GL – Eva Karen Björnsdóttir, GR Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – Saga Traustadóttir, GR Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR – Andri Már Óskarsson, GOS Hákon Örn Magnúsons, GR – Aron Snær Júlíusson, GKG Haraldur Franklín Magnús, GR – Ólafur Björn Loftsson, GKG Axel Bóasson, GK – Andri Þór Björnsson, GR Átta manna úrslitin fara fram í dag. Undanúrslit og úrslit eru svo á morgun. Öll úrslit á mótinu má sjá með því að smella hér.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR Valdís Þóra Jónsdóttir, GL – Eva Karen Björnsdóttir, GR Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – Saga Traustadóttir, GR
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR – Andri Már Óskarsson, GOS Hákon Örn Magnúsons, GR – Aron Snær Júlíusson, GKG Haraldur Franklín Magnús, GR – Ólafur Björn Loftsson, GKG Axel Bóasson, GK – Andri Þór Björnsson, GR
Golf Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira