Funheitur Foden í stórsigri City Anton Ingi Leifsson skrifar 22. júní 2020 20:50 Foden og Aguero fagna marki í kvöld en Aguero fór meiddur af velli í hálfleik. vísir/getty Hinn ungi og efnilegi Phil Foden átti frábæran leik fyrir Manchester City er liðið vann öruggan 5-0 sigur á Burnley í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem kláraðist í kvöld. Fyrsta markið kom á 22. mínútu en Phil Foden þakkaði byrjunarliðssæti með marki. Eftir stutta hornspyrnu fékk Foden boltann fyrir utan teiginn og Nick Pope réð ekki við þrumuskot hans. Næst var röðin komin að Riyad Mahrez. Eftir laglegan sprett tvöfaldaði hann forystuna á 42. mínútu og hann skoraði þriðja markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu eftir að brotið hafi verið á Sergio Aguero. Phil Foden's game by numbers vs. Burnley:100% take-ons completed (2/2)45 touches3 shots2 goals1 chance created1 pre-assistMagic. pic.twitter.com/0V7KNLN7yZ— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Fjórða mark leiksins skoraði David Silva á 51. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi en Foden og Bernardo Silva áttu stóran þátt í markinu eftir laglegt spil. Foden fullkomnaði frábæran leik sinn með öðru marki sínu og fimmta marki City á 64. mínútu eftir fyrirgjöf Gabriel Jesus. Lokatölur 5-0 og er City áfram í öðru sætinu tuttugu stigum á eftir toppliði Liverpool. Burnley er í 11. sæti deildarinnar með 39 stig og siglir lygnan sjó en Jóhann Berg Guðmundsson er á meiðslalistanum. Leroy Sané makes his first Premier League appearance since May 2019, 413 days ago.Welcome back. pic.twitter.com/YgXR7u9EpP— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Enski boltinn
Hinn ungi og efnilegi Phil Foden átti frábæran leik fyrir Manchester City er liðið vann öruggan 5-0 sigur á Burnley í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem kláraðist í kvöld. Fyrsta markið kom á 22. mínútu en Phil Foden þakkaði byrjunarliðssæti með marki. Eftir stutta hornspyrnu fékk Foden boltann fyrir utan teiginn og Nick Pope réð ekki við þrumuskot hans. Næst var röðin komin að Riyad Mahrez. Eftir laglegan sprett tvöfaldaði hann forystuna á 42. mínútu og hann skoraði þriðja markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu eftir að brotið hafi verið á Sergio Aguero. Phil Foden's game by numbers vs. Burnley:100% take-ons completed (2/2)45 touches3 shots2 goals1 chance created1 pre-assistMagic. pic.twitter.com/0V7KNLN7yZ— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Fjórða mark leiksins skoraði David Silva á 51. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi en Foden og Bernardo Silva áttu stóran þátt í markinu eftir laglegt spil. Foden fullkomnaði frábæran leik sinn með öðru marki sínu og fimmta marki City á 64. mínútu eftir fyrirgjöf Gabriel Jesus. Lokatölur 5-0 og er City áfram í öðru sætinu tuttugu stigum á eftir toppliði Liverpool. Burnley er í 11. sæti deildarinnar með 39 stig og siglir lygnan sjó en Jóhann Berg Guðmundsson er á meiðslalistanum. Leroy Sané makes his first Premier League appearance since May 2019, 413 days ago.Welcome back. pic.twitter.com/YgXR7u9EpP— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020