Enski boltinn

Segir Gylfa og félaga vera að berjast fyrir framtíð sinni hjá Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum gegn Liverpool um helgina.
Gylfi í leiknum gegn Liverpool um helgina. vísir/getty

Seamus Coleman, fyrirliði Everton, segir að leikmannahópur liðsins sé að berjast fyrir framtíð sinni hjá félaginu eftir að Carlo Ancelotti tók við liðinu.

Everton gerði markalaust jafntefli við Liverpool um helgina en Everton komst nálægt því að stela sigrinum er Tom Davies skaut í stöng í síðari hálfleik eftir laglega sókn.

Ancelotti, sem hefur í þrígang unnið Meistaradeildina, tók við Everton í desember og er búist við því að hann taki til hjá Everton í sumar. Coleman segir að því séu leikmennirnir að berjast fyrir framtíð sinni.

„Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að hjá þessu félagi þá erum við með heimsklassa þjálfara og sem leikmenn erum við að berjast fyrir framtíð okkar. Hann er nýr í starfinu og ég er viss um að hann vilji setja sinn stimpil á hlutina,“ sagði Coleman.

„Ég vil að þetta félag verði sigursælt og við þurfum að ýta því í rétta átt og gefa allt sem við eigum til að ýta því áfram. Það að berjast við bestu liðin í deildinni getur ekki bara gerst stundum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×