Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 24. júní 2020 09:58 Camilla Rut er nú komin 39 vikur og bíður spennt eftir barni. Aðsend mynd „Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra, ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmál. Camilla, sem er best þekkt sem svokallaður áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, á von á sínu öðru barni á næstu dögum. Hún er þekkt fyrir einstaklega líflega og skemmtilega framkomu og fyrir að vera einlæg og opin með líf sitt og skoðanir. „Ég hef rifið til mín pláss á samfélagsmiðlum á síðustu árum og starfa við það í dag“. Þegar Camilla er spurð að því hvernig það sé búið að vera að upplifa meðgöngu á COVID-19 tímum, segir hún að þrátt fyrir hversu súr og erfiður faraldurinn sé búinn að vera, sé hún mjög þakklát fyrir það að hafa sloppið bæði við það að smitast og að vera skikkuð í sóttkví. Vissulega hefur verið virkilega skrítið og erfitt að maðurinn minn hafi ekki fengið að koma með í skoðanir eða sónar á þessum tíma. En það jákvæða er að við nutum þeirra forréttinda að hvorki smitast af Covid né vera skikkuð í sóttkví. Camilla segir að fjölskyldan hafi áður haft alltof marga bolta á lofti í einu og þetta ástand sem COVID-19 hafi haft í för með sér hefur neytt þau til að hægja á sér. „Þetta þétti okkur meira saman. Við vorum mjög þétt og samrýnd fyrir en það er eitthvað við það að vera tilneydd til að vera meira heima og njóta hvors annars. Ég fann að strákurinn okkar fór að blómstra og hjónabandið náði nýjum hæðum. Fyrir það verð ég ætíð þakklát“. Við fjölskyldan tókum þá ákvörðun saman að leyfa lífinu aldrei að fara aftur á þennan ógnarhraða svo að við missum ekki sjónar á því sem skiptir raunverulega máli. Camilla og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist Björgvinsson.Aðsend mynd Nafn? Camilla Rut. Aldur? 25 ára. Meðganga númer? Meðganga númer tvö, sem er alveg að klárast. Er á 39.viku. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Við vorum búin að vera að reyna og okkur til mikillar gleði kom barnið undir mikið fyrr en við þorðum að vona. Svo þegar ég tók óléttupróf og fékk jákvætt svar, þá ríkti mikil gleði hjá okkur hjónum. Yfirþyrmandi gleði! Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Fyrstu vikurnar voru virkilega krefjandi líkamlega þar sem ég var mjög lasin. Mér varð óglatt strax svo að það mætti segja að ég hafi verið með hausinn ofan í klósettinu meira og minna allan sólarhringinn. Alveg frá viku fjögur til viku tólf. Í sömu viku og ógleðin kikkaði inn þá var ég að syngja í Halloween Horror Show sýningunni í Háskólabíói. Það var smá krefjandi að standa á miðju sviðinu, í korseletti og netasokkabuxum að syngja, á milli þess sem ég skaust á klósettið baksviðs. Svo þetta tímabil tók vel á en ég á ótrúlega gott fólk á bak við mig og eiginmann sem er þvílíkur stuðningur svo að ég get ekki kvartað. Gabríel bíður spenntur eftir því að verða stóri bróðir. En von er á dreng á næstu dögum. Aðsend mynd Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Ekki eitthvað sem hefur komið mér á óvart en mér hefur fundist það frekar merkilegt hversu ótrúlega ólíkar meðgöngurnar hafa verið á milli barna. Ég var bara tvítug þegar ég varð ólétt af eldri stráknum og ég finn mikinn mun á sjálfri mér á meðgöngunum. Á pappír ætti þessi meðganga kannski að vera meira krefjandi þannig séð, þar sem ég greindist með meðgöngusykursýki um miðja meðgöngu. Einnig er ég er að kljást við mikið meiri grindargliðnun en á fyrri meðgöngu. En það er áþreifanlegur munur á andlegri líðan, svo að mér finnst meðgangan ekki jafn erfið. Það segir manni hvað hausinn getur borið mann langt og hvað hugarfarið skiptir öllu máli. Hvernig er þér búið að ganga að takast á við líkamlegar breytingar? Ég tek það fram að ég svara þessari spurningu gengin 39 vikur og líkamleg þyngsl að ná hámarki. Svo að ég viðurkenni að líkamlega er ég orðin mjög þreytt, en það er svo sem partur af prógramminu. En hvað varðar útlitslegar breytingar þá læt ég það ekki hafa mikil áhrif á mig. Ég tók því mjög illa á fyrri meðgöngu en í dag þá einfaldlega virði ég líkamann minn og ferlið það mikið að ég læt það ekki á mig fá. Útlit er hverfult. Ef ég ætla að láta allt standa og falla með því hvernig ég lít út hverju sinni þá verður lífið fyrst svolítið krefjandi. „Mér finnst meðgangan ekki jafn erfið og sú fyrri. Það segir manni hvað hausinn getur borið mann langt og hvað hugarfarið skiptir öllu máli“.Aðsend mynd Hvernig finnst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Mér finnst aðhaldið utan um móður og barn mjög gott almennt. Vissulega fer það eftir ljósmæðrum og hversu „on point” þær eru en ég er virkilega þakklát fyrir það aðhald og þann stuðning sem ég fæ. Hvernig tilkynntuð þið meðgönguna? Við tilkynntum ekki strax við tólf vikurnar eins og flestir gera. Við héldum þessu fyrir okkur bara örlítið lengur og fengum þar af leiðandi að vera lengur í búbblunni okkar. En við tilkynntum þetta þegar við fengum að vita kynið og tókum litla fjölskyldumynd með stráknum okkar sem við birtum svo opinberlega með dagsetningunni á settum degi. Camilla og Rafn ákváðu að tilkynna ekki um meðgönguna fyrr en á 20. viku þegar þau fengu að vita kynið. Aðsend mynd Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Ég greindist náttúrulega með meðgöngusykursýki um miðja meðgöngu svo að ég hef þurft að taka mataræðið algjörlega í gegn, sem ég geri með glöðu geði fyrir bæði mig og barnið. Svo mataræðið mitt hefur kannski verið heldur „leiðinlegt“ á þessari meðgöngu ef svo mætti segja. En ég finn að ég verð greinilega aftur tíu ára í matarvenjum þegar ég er ólétt. Ég elska ristabrauð, svo stelst ég stundum í mjólkurkex og dýfi því ofan í mjólk. Eruð þið búin að velja nafn á barnið? Já, ég fékk nafnið til mín mjög snemma á meðgöngunni og við hjónin erum sammála um að strákurinn eigi að heita því nafni. Hvað er þér búið að finnast erfiðast við meðgönguna? Grindargliðnunin hefur sett mikið strik í reikninginn. En með því að vera vel tengd við líkamann minn, hlusta á hann og fá aðstoð frá Gumma, kírópraktornum mínum, þá klárum við þetta verkefni með stæl. Óþarflega mikil pressa á undirbúning fyrir fæðingu Hvað er þér búið að finnast skemmtilegast við meðgönguna? Að sjá og finna hvað eldri strákurinn er spenntur fyrir litla bróður er eitthvað sem stendur upp úr. Hann hefur fengið að vera mjög mikið með í undirbúningnum og við fjölskyldan mikið í þessu saman. Það er eitthvað sem ég mun aldrei taka sem sjálfsögðum hlut. Eruð þið búin að undirbúa ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Við fórum á fæðingarnámskeið fyrir síðustu fæðingu og ákváðum að gera það ekki aftur núna. Það er gott að fara vel upplýstur og undirbúin fyrir fæðingu og þá sérstaklega í fyrsta skiptið en mér finnst áherslan á „fæðingarundirbúning“ vera óþarflega mikil að mínu mati. Þar sem fæðing er alltaf ferli sem maður getur ekki haft mikil áhrif á. Maður verður svolítið að taka bara því sem kemur. „Ég á frekar krefjandi fæðingu, sængurlegu og brjóstargjafareynslu að baki svo að ég er alveg smá smeyk. En reyni að gera það besta úr því sem ég hef engu að síður“.Aðsend mynd Mér finnst að það mætti vera meiri áhersla og umræða um brjóstagjöf. Hvetja konur til þess að undirbúa sig betur fyrir hana, sækja námskeið og fræða sig um hvað felst í henni. Hvernig tók stóri bróðir fréttunum? Hann hélt fyrst að við værum að grínast. Eðlilega, hann á foreldra sem elska að stríða en þetta er þó aldrei inní myndinni að nota sem brandara. Svo þegar hann áttaði sig á því að það væri í raun og veru lítill bróðir í bumbunni þá varð hann svo glaður og hamingjusamur, hann getur ekki beðið eftir að við verðum fjögur. Er eitthvað sem þér kvíður fyrir varðandi fæðinguna eða sængurleguna? Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að mér kviði ekki neitt fyrir. Ég á frekar krefjandi fæðingu, sængurlegu og brjóstargjafareynslu að baki svo að ég er alveg smá smeyk. En reyni að gera það besta úr því sem ég hef engu að síður. Ég hef verið að rýna í fyrri reynslu og að einhverju leiti er margt í henni sem ég ætla að læra af og gera öðruvísi núna. Svo, eins og ég segi, þá verður maður bara að taka því sem kemur og fylgja öldunni. Camilla hvetur mæður til að hlusta á innsæið. „Ekki láta samfélagið eða samfélagslegar kröfur hafa of mikil áhrif, hvort sem það er á meðgöngunni eða í móðurhlutverkinu“.Aðsend mynd Hikar ekki við að gefa fólki puttann þegar það gerir athugasemdir á holdafar Hver er algengasta spurningin sem þú ert búin að fá á meðgöngunni? Það er alltaf þessi klassíska, „Hvenær áttu að eiga?” Svo finnst einstaka fólki alveg ofboðslega mikilvægt að koma sínum skoðunum á stærð kúlunnar á framfæri. Verandi 160cm á hæð og með ekki mikið búkpláss þá skiljanlega er kúlan alveg í stærri kantinum, sem truflar mig sjálfa ekki neitt fyrir utan tilheyrandi líkamleg óþægindi. En ég hef alveg fengið spurningar á borð við „Ertu viss um að þú sért ekki með tvíbura?” „Hvenær áttu að eiga? Ég vona þín vegna að það sé bara bráðum!” Ég hika ekki við að gefa fólki puttann, því það að gefa athugasemdir um holdarfar annarra er aldrei við hæfi. Og þá sérstaklega óléttum konum. Fullt af sjálfskipuðum sérfræðingum þarna úti Nú áttu eitt barn fyrir, finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Ég og maðurinn minn erum búin að vera saman í ellefu ár og eigum einn strák fyrir sem er fimm ára. Það, að verða foreldrar, breytti öllu og svo sannarlega til hins betra. Að eignast barn gaf okkur ákveðinn tilgang og þétti okkur saman sem par og síðar meir hjón. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Hlustaðu á innsæið. Ekki láta samfélagið eða samfélagslegar kröfur hafa of mikil áhrif, hvort sem það er á meðgöngunni eða í móðurhlutverkinu. Það eru allskonar sjálfskipaðir sérfræðingar þarna úti sem þurfa alltaf að koma sínu áleiðis en mamma veit alltaf best, munum það! Makamál þakka Camillu innilega fyrir að taka sér tíma á lokasprettinum í að spjalla við okkur og óska fjölskyldunni góðs gengis að taka á móti nýjum fjölskyldumeðlim á næstu dögum. Stórglæsileg Camilla.Aðsend mynd Móðurmál Tengdar fréttir Vala Eiríks: „Ást er fallegasta aflið í heiminum” Vala Eiríks svarar spurningum Makamála í nýjum viðtalslið þar sem hún segir frá uppáhalds ástarsorgarlaginu, fyrstu gjöfinni sem kærastinn gaf henni og fleiri atriðum tengdum ástinni. 23. júní 2020 08:00 Föðurland: „Ég upplifði svolítið tilgangsleysi á meðgöngunni“ „Ég finn að ég er allavega miklu þroskaðri núna en fyrir sextán árum þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt“. Þetta segir George, eða Goggi eins og flestir kalla hann, í viðtalsliðnum Föðurland. 22. júní 2020 20:22 Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ „Oftast er ég bara ofvirk, lítil, einhleyp kona“, segir Kristín Ýr Gunnarsdóttir og hlær með sínum smitandi hlátri þegar ég spyr hana hvernig ég á að titla hana í viðtalinu. 21. júní 2020 21:01 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál Fyrsti kossinn til á filmu, skjalfest augnablik og ódauðlegt Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra, ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmál. Camilla, sem er best þekkt sem svokallaður áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, á von á sínu öðru barni á næstu dögum. Hún er þekkt fyrir einstaklega líflega og skemmtilega framkomu og fyrir að vera einlæg og opin með líf sitt og skoðanir. „Ég hef rifið til mín pláss á samfélagsmiðlum á síðustu árum og starfa við það í dag“. Þegar Camilla er spurð að því hvernig það sé búið að vera að upplifa meðgöngu á COVID-19 tímum, segir hún að þrátt fyrir hversu súr og erfiður faraldurinn sé búinn að vera, sé hún mjög þakklát fyrir það að hafa sloppið bæði við það að smitast og að vera skikkuð í sóttkví. Vissulega hefur verið virkilega skrítið og erfitt að maðurinn minn hafi ekki fengið að koma með í skoðanir eða sónar á þessum tíma. En það jákvæða er að við nutum þeirra forréttinda að hvorki smitast af Covid né vera skikkuð í sóttkví. Camilla segir að fjölskyldan hafi áður haft alltof marga bolta á lofti í einu og þetta ástand sem COVID-19 hafi haft í för með sér hefur neytt þau til að hægja á sér. „Þetta þétti okkur meira saman. Við vorum mjög þétt og samrýnd fyrir en það er eitthvað við það að vera tilneydd til að vera meira heima og njóta hvors annars. Ég fann að strákurinn okkar fór að blómstra og hjónabandið náði nýjum hæðum. Fyrir það verð ég ætíð þakklát“. Við fjölskyldan tókum þá ákvörðun saman að leyfa lífinu aldrei að fara aftur á þennan ógnarhraða svo að við missum ekki sjónar á því sem skiptir raunverulega máli. Camilla og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist Björgvinsson.Aðsend mynd Nafn? Camilla Rut. Aldur? 25 ára. Meðganga númer? Meðganga númer tvö, sem er alveg að klárast. Er á 39.viku. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Við vorum búin að vera að reyna og okkur til mikillar gleði kom barnið undir mikið fyrr en við þorðum að vona. Svo þegar ég tók óléttupróf og fékk jákvætt svar, þá ríkti mikil gleði hjá okkur hjónum. Yfirþyrmandi gleði! Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Fyrstu vikurnar voru virkilega krefjandi líkamlega þar sem ég var mjög lasin. Mér varð óglatt strax svo að það mætti segja að ég hafi verið með hausinn ofan í klósettinu meira og minna allan sólarhringinn. Alveg frá viku fjögur til viku tólf. Í sömu viku og ógleðin kikkaði inn þá var ég að syngja í Halloween Horror Show sýningunni í Háskólabíói. Það var smá krefjandi að standa á miðju sviðinu, í korseletti og netasokkabuxum að syngja, á milli þess sem ég skaust á klósettið baksviðs. Svo þetta tímabil tók vel á en ég á ótrúlega gott fólk á bak við mig og eiginmann sem er þvílíkur stuðningur svo að ég get ekki kvartað. Gabríel bíður spenntur eftir því að verða stóri bróðir. En von er á dreng á næstu dögum. Aðsend mynd Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Ekki eitthvað sem hefur komið mér á óvart en mér hefur fundist það frekar merkilegt hversu ótrúlega ólíkar meðgöngurnar hafa verið á milli barna. Ég var bara tvítug þegar ég varð ólétt af eldri stráknum og ég finn mikinn mun á sjálfri mér á meðgöngunum. Á pappír ætti þessi meðganga kannski að vera meira krefjandi þannig séð, þar sem ég greindist með meðgöngusykursýki um miðja meðgöngu. Einnig er ég er að kljást við mikið meiri grindargliðnun en á fyrri meðgöngu. En það er áþreifanlegur munur á andlegri líðan, svo að mér finnst meðgangan ekki jafn erfið. Það segir manni hvað hausinn getur borið mann langt og hvað hugarfarið skiptir öllu máli. Hvernig er þér búið að ganga að takast á við líkamlegar breytingar? Ég tek það fram að ég svara þessari spurningu gengin 39 vikur og líkamleg þyngsl að ná hámarki. Svo að ég viðurkenni að líkamlega er ég orðin mjög þreytt, en það er svo sem partur af prógramminu. En hvað varðar útlitslegar breytingar þá læt ég það ekki hafa mikil áhrif á mig. Ég tók því mjög illa á fyrri meðgöngu en í dag þá einfaldlega virði ég líkamann minn og ferlið það mikið að ég læt það ekki á mig fá. Útlit er hverfult. Ef ég ætla að láta allt standa og falla með því hvernig ég lít út hverju sinni þá verður lífið fyrst svolítið krefjandi. „Mér finnst meðgangan ekki jafn erfið og sú fyrri. Það segir manni hvað hausinn getur borið mann langt og hvað hugarfarið skiptir öllu máli“.Aðsend mynd Hvernig finnst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Mér finnst aðhaldið utan um móður og barn mjög gott almennt. Vissulega fer það eftir ljósmæðrum og hversu „on point” þær eru en ég er virkilega þakklát fyrir það aðhald og þann stuðning sem ég fæ. Hvernig tilkynntuð þið meðgönguna? Við tilkynntum ekki strax við tólf vikurnar eins og flestir gera. Við héldum þessu fyrir okkur bara örlítið lengur og fengum þar af leiðandi að vera lengur í búbblunni okkar. En við tilkynntum þetta þegar við fengum að vita kynið og tókum litla fjölskyldumynd með stráknum okkar sem við birtum svo opinberlega með dagsetningunni á settum degi. Camilla og Rafn ákváðu að tilkynna ekki um meðgönguna fyrr en á 20. viku þegar þau fengu að vita kynið. Aðsend mynd Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Ég greindist náttúrulega með meðgöngusykursýki um miðja meðgöngu svo að ég hef þurft að taka mataræðið algjörlega í gegn, sem ég geri með glöðu geði fyrir bæði mig og barnið. Svo mataræðið mitt hefur kannski verið heldur „leiðinlegt“ á þessari meðgöngu ef svo mætti segja. En ég finn að ég verð greinilega aftur tíu ára í matarvenjum þegar ég er ólétt. Ég elska ristabrauð, svo stelst ég stundum í mjólkurkex og dýfi því ofan í mjólk. Eruð þið búin að velja nafn á barnið? Já, ég fékk nafnið til mín mjög snemma á meðgöngunni og við hjónin erum sammála um að strákurinn eigi að heita því nafni. Hvað er þér búið að finnast erfiðast við meðgönguna? Grindargliðnunin hefur sett mikið strik í reikninginn. En með því að vera vel tengd við líkamann minn, hlusta á hann og fá aðstoð frá Gumma, kírópraktornum mínum, þá klárum við þetta verkefni með stæl. Óþarflega mikil pressa á undirbúning fyrir fæðingu Hvað er þér búið að finnast skemmtilegast við meðgönguna? Að sjá og finna hvað eldri strákurinn er spenntur fyrir litla bróður er eitthvað sem stendur upp úr. Hann hefur fengið að vera mjög mikið með í undirbúningnum og við fjölskyldan mikið í þessu saman. Það er eitthvað sem ég mun aldrei taka sem sjálfsögðum hlut. Eruð þið búin að undirbúa ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Við fórum á fæðingarnámskeið fyrir síðustu fæðingu og ákváðum að gera það ekki aftur núna. Það er gott að fara vel upplýstur og undirbúin fyrir fæðingu og þá sérstaklega í fyrsta skiptið en mér finnst áherslan á „fæðingarundirbúning“ vera óþarflega mikil að mínu mati. Þar sem fæðing er alltaf ferli sem maður getur ekki haft mikil áhrif á. Maður verður svolítið að taka bara því sem kemur. „Ég á frekar krefjandi fæðingu, sængurlegu og brjóstargjafareynslu að baki svo að ég er alveg smá smeyk. En reyni að gera það besta úr því sem ég hef engu að síður“.Aðsend mynd Mér finnst að það mætti vera meiri áhersla og umræða um brjóstagjöf. Hvetja konur til þess að undirbúa sig betur fyrir hana, sækja námskeið og fræða sig um hvað felst í henni. Hvernig tók stóri bróðir fréttunum? Hann hélt fyrst að við værum að grínast. Eðlilega, hann á foreldra sem elska að stríða en þetta er þó aldrei inní myndinni að nota sem brandara. Svo þegar hann áttaði sig á því að það væri í raun og veru lítill bróðir í bumbunni þá varð hann svo glaður og hamingjusamur, hann getur ekki beðið eftir að við verðum fjögur. Er eitthvað sem þér kvíður fyrir varðandi fæðinguna eða sængurleguna? Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að mér kviði ekki neitt fyrir. Ég á frekar krefjandi fæðingu, sængurlegu og brjóstargjafareynslu að baki svo að ég er alveg smá smeyk. En reyni að gera það besta úr því sem ég hef engu að síður. Ég hef verið að rýna í fyrri reynslu og að einhverju leiti er margt í henni sem ég ætla að læra af og gera öðruvísi núna. Svo, eins og ég segi, þá verður maður bara að taka því sem kemur og fylgja öldunni. Camilla hvetur mæður til að hlusta á innsæið. „Ekki láta samfélagið eða samfélagslegar kröfur hafa of mikil áhrif, hvort sem það er á meðgöngunni eða í móðurhlutverkinu“.Aðsend mynd Hikar ekki við að gefa fólki puttann þegar það gerir athugasemdir á holdafar Hver er algengasta spurningin sem þú ert búin að fá á meðgöngunni? Það er alltaf þessi klassíska, „Hvenær áttu að eiga?” Svo finnst einstaka fólki alveg ofboðslega mikilvægt að koma sínum skoðunum á stærð kúlunnar á framfæri. Verandi 160cm á hæð og með ekki mikið búkpláss þá skiljanlega er kúlan alveg í stærri kantinum, sem truflar mig sjálfa ekki neitt fyrir utan tilheyrandi líkamleg óþægindi. En ég hef alveg fengið spurningar á borð við „Ertu viss um að þú sért ekki með tvíbura?” „Hvenær áttu að eiga? Ég vona þín vegna að það sé bara bráðum!” Ég hika ekki við að gefa fólki puttann, því það að gefa athugasemdir um holdarfar annarra er aldrei við hæfi. Og þá sérstaklega óléttum konum. Fullt af sjálfskipuðum sérfræðingum þarna úti Nú áttu eitt barn fyrir, finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Ég og maðurinn minn erum búin að vera saman í ellefu ár og eigum einn strák fyrir sem er fimm ára. Það, að verða foreldrar, breytti öllu og svo sannarlega til hins betra. Að eignast barn gaf okkur ákveðinn tilgang og þétti okkur saman sem par og síðar meir hjón. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Hlustaðu á innsæið. Ekki láta samfélagið eða samfélagslegar kröfur hafa of mikil áhrif, hvort sem það er á meðgöngunni eða í móðurhlutverkinu. Það eru allskonar sjálfskipaðir sérfræðingar þarna úti sem þurfa alltaf að koma sínu áleiðis en mamma veit alltaf best, munum það! Makamál þakka Camillu innilega fyrir að taka sér tíma á lokasprettinum í að spjalla við okkur og óska fjölskyldunni góðs gengis að taka á móti nýjum fjölskyldumeðlim á næstu dögum. Stórglæsileg Camilla.Aðsend mynd
Móðurmál Tengdar fréttir Vala Eiríks: „Ást er fallegasta aflið í heiminum” Vala Eiríks svarar spurningum Makamála í nýjum viðtalslið þar sem hún segir frá uppáhalds ástarsorgarlaginu, fyrstu gjöfinni sem kærastinn gaf henni og fleiri atriðum tengdum ástinni. 23. júní 2020 08:00 Föðurland: „Ég upplifði svolítið tilgangsleysi á meðgöngunni“ „Ég finn að ég er allavega miklu þroskaðri núna en fyrir sextán árum þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt“. Þetta segir George, eða Goggi eins og flestir kalla hann, í viðtalsliðnum Föðurland. 22. júní 2020 20:22 Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ „Oftast er ég bara ofvirk, lítil, einhleyp kona“, segir Kristín Ýr Gunnarsdóttir og hlær með sínum smitandi hlátri þegar ég spyr hana hvernig ég á að titla hana í viðtalinu. 21. júní 2020 21:01 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál Fyrsti kossinn til á filmu, skjalfest augnablik og ódauðlegt Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Vala Eiríks: „Ást er fallegasta aflið í heiminum” Vala Eiríks svarar spurningum Makamála í nýjum viðtalslið þar sem hún segir frá uppáhalds ástarsorgarlaginu, fyrstu gjöfinni sem kærastinn gaf henni og fleiri atriðum tengdum ástinni. 23. júní 2020 08:00
Föðurland: „Ég upplifði svolítið tilgangsleysi á meðgöngunni“ „Ég finn að ég er allavega miklu þroskaðri núna en fyrir sextán árum þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt“. Þetta segir George, eða Goggi eins og flestir kalla hann, í viðtalsliðnum Föðurland. 22. júní 2020 20:22
Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ „Oftast er ég bara ofvirk, lítil, einhleyp kona“, segir Kristín Ýr Gunnarsdóttir og hlær með sínum smitandi hlátri þegar ég spyr hana hvernig ég á að titla hana í viðtalinu. 21. júní 2020 21:01