Fyrsta risamót ársins verður haldið í ágúst Ísak Hallmundarson skrifar 24. júní 2020 11:01 Rory McIlroy hefur unnið PGA-mótið tvisvar, 2012 og 2014. getty/Streeter Lecka Fyrsta risamót ársins í golfi verður haldið í ágúst, þegar PGA-mótið verður haldið án áhorfenda á Harding Park í San Francisco. Ákvörðunin var tekinn nú á mánudag. Ákveðið var að halda mótið frá 6.-9. ágúst en mótið átti upprunalega að fara fram 14.-17. maí en var auðvitað frestað vegna Kórónuveirufaraldursins. Mótið átti upprunalega að vera leikið að viðstöddum 40.000 áhorfendum á Harding Park, sem hefur aldrei hýst stórmót áður, en þetta er völlurinn þar sem Rory McIlroy vann WGC-Match Play mótið 2015 og Tiger Woods vann WGC-American Express mótið árið 2005 eftir bráðabana við John Daly. Reiknað er með að þeir taki báðir þátt á PGA-mótinu en Tiger er eins og stendur að jafna sig á meiðslum. Risamót eru þau mót sem allir bestu kylfingar heims leggja áherslu á að taka þátt í og vinna. Á eftir PGA-mótinu verður Opna bandaríska mótið haldið 17.-20. september og Masters mótið fer að öllum líkindum fram 12.-15. nóvember. Opna breska mótinu í ár var hinsvegar aflýst. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fyrsta risamót ársins í golfi verður haldið í ágúst, þegar PGA-mótið verður haldið án áhorfenda á Harding Park í San Francisco. Ákvörðunin var tekinn nú á mánudag. Ákveðið var að halda mótið frá 6.-9. ágúst en mótið átti upprunalega að fara fram 14.-17. maí en var auðvitað frestað vegna Kórónuveirufaraldursins. Mótið átti upprunalega að vera leikið að viðstöddum 40.000 áhorfendum á Harding Park, sem hefur aldrei hýst stórmót áður, en þetta er völlurinn þar sem Rory McIlroy vann WGC-Match Play mótið 2015 og Tiger Woods vann WGC-American Express mótið árið 2005 eftir bráðabana við John Daly. Reiknað er með að þeir taki báðir þátt á PGA-mótinu en Tiger er eins og stendur að jafna sig á meiðslum. Risamót eru þau mót sem allir bestu kylfingar heims leggja áherslu á að taka þátt í og vinna. Á eftir PGA-mótinu verður Opna bandaríska mótið haldið 17.-20. september og Masters mótið fer að öllum líkindum fram 12.-15. nóvember. Opna breska mótinu í ár var hinsvegar aflýst.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira