Dáist að staðfestu Bandaríkjaforseta Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2020 22:56 Guðmundur Franklín segist ekki fara í manngreiningarálit. Vísir/Vilhelm „Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. „Ég dáist að staðfestu Trump, ég dáist að honum fyrir það hvernig hann hefur tekið á efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Mér er alveg saman hvernig greiðslu hann er með, alveg sama hvernig hann er á litinn,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann horfði ekki í manninn heldur það sem hann geri. Guðmundur sagði þá að siðferðismál, hvernig forsetinn tali komi fram og hvernig hann tali við fólk trufli sig ekkert. „Ég horfi bara eingöngu á það sem hann gerir.“ Þá var Guðmundur spurður út í samstarfsaðila hans af Einari Þorsteinssyni spyrli. Spurði Einar þá út í samstarfsmenn og eftirmenn Guðmundar sem hafa kennt sig við Frelsisflokkinn og Íslensku þjóðfylkinguna og hafna fjölmenningarsamfélaginu. „Þetta eru eflaust ágætismenn og ég þekki þá bara að einu góðu. Þeir sem þekkja mig vita að þetta á ekki við um mig eða neinn minna vina. Ég er búinn að starfa erlendis í mörg ár og hef ráðið hundruð starfsmanna hvaðan sem er úr heiminum. Ég fer aldrei í manngreinarálit og menn í mínum huga eru litlausir,“ sagði Guðmundur áður en Einar spurði frekar út í tengslin og hvort mennirnir sem um ræðir myndu verða Guðmundi til ráðgjafar fari svo að hann nái kjöri. „Það er fullt af fólki í kringum mig og ég get ekki valið úr, ég fer ekki í manngreiningarálit,“ sagði Guðmundur áður en Einar skaut inn í að hann hafi valið að starfa með þessum mönnum. „Ég valdi þá ekki sérstaklega, þeir komu til mín. Ég tek öllum opnum örmum, sama hvað hann heitir og hvaðan hann er, svo framarlega hann er heiðarlegur,“ sagði Guðmundur sem sagðist telja að kosningarnar færu 53%-47% honum í hag áður enn hann sagðist myndu eyða næstu dögum í undirbúning fyrir flutninginn á Bessastaði. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. „Ég dáist að staðfestu Trump, ég dáist að honum fyrir það hvernig hann hefur tekið á efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Mér er alveg saman hvernig greiðslu hann er með, alveg sama hvernig hann er á litinn,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann horfði ekki í manninn heldur það sem hann geri. Guðmundur sagði þá að siðferðismál, hvernig forsetinn tali komi fram og hvernig hann tali við fólk trufli sig ekkert. „Ég horfi bara eingöngu á það sem hann gerir.“ Þá var Guðmundur spurður út í samstarfsaðila hans af Einari Þorsteinssyni spyrli. Spurði Einar þá út í samstarfsmenn og eftirmenn Guðmundar sem hafa kennt sig við Frelsisflokkinn og Íslensku þjóðfylkinguna og hafna fjölmenningarsamfélaginu. „Þetta eru eflaust ágætismenn og ég þekki þá bara að einu góðu. Þeir sem þekkja mig vita að þetta á ekki við um mig eða neinn minna vina. Ég er búinn að starfa erlendis í mörg ár og hef ráðið hundruð starfsmanna hvaðan sem er úr heiminum. Ég fer aldrei í manngreinarálit og menn í mínum huga eru litlausir,“ sagði Guðmundur áður en Einar spurði frekar út í tengslin og hvort mennirnir sem um ræðir myndu verða Guðmundi til ráðgjafar fari svo að hann nái kjöri. „Það er fullt af fólki í kringum mig og ég get ekki valið úr, ég fer ekki í manngreiningarálit,“ sagði Guðmundur áður en Einar skaut inn í að hann hafi valið að starfa með þessum mönnum. „Ég valdi þá ekki sérstaklega, þeir komu til mín. Ég tek öllum opnum örmum, sama hvað hann heitir og hvaðan hann er, svo framarlega hann er heiðarlegur,“ sagði Guðmundur sem sagðist telja að kosningarnar færu 53%-47% honum í hag áður enn hann sagðist myndu eyða næstu dögum í undirbúning fyrir flutninginn á Bessastaði.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira