Arsenal upp í níunda sæti með sigri - Burnley vann án Jóhanns Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júní 2020 19:00 Eddie Nketiah fagnar marki sínu en Alex McCarthy er augljóslega óánægður með sjálfan sig. VÍSIR/GETTY Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins komst Arsenal á beinu brautina í dag með 2-0 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Burnley vann Watford 1-0. Eddie Nketiah kom Arsenal yfir á 20. mínútu eftir skelfileg mistök Alex McCarthy í marki Southampton, en hann gaf boltann á Nketiah sem þakkaði fyrir sig og skoraði auðveldlega. Undir lok leiks, eða á 85. mínútu, fékk Jack Stephens í liði Southampton rautt spjald fyrir að brjóta á Pierre-Emerick Aubameyang sem aftasti maður, og skömmu síðar skoraði varamaðurinn Joe Willock seinna mark Arsenal. Arsenal komst þar með upp í 9. sæti og er með 43 stig, sex stigum á eftir Manchester United og Wolves í baráttunni um Evrópusæti, þegar sjö umferðir eru eftir. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með Burnley vegna meiðsla þegar liðið vann Watford 1-0. Markið skoraði Jay Rodriguez tuttugu mínútum fyrir leikslok. Burnley er í 11. sæti með 42 stig en Watford er stigi frá fallsæti. Enski boltinn
Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins komst Arsenal á beinu brautina í dag með 2-0 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Burnley vann Watford 1-0. Eddie Nketiah kom Arsenal yfir á 20. mínútu eftir skelfileg mistök Alex McCarthy í marki Southampton, en hann gaf boltann á Nketiah sem þakkaði fyrir sig og skoraði auðveldlega. Undir lok leiks, eða á 85. mínútu, fékk Jack Stephens í liði Southampton rautt spjald fyrir að brjóta á Pierre-Emerick Aubameyang sem aftasti maður, og skömmu síðar skoraði varamaðurinn Joe Willock seinna mark Arsenal. Arsenal komst þar með upp í 9. sæti og er með 43 stig, sex stigum á eftir Manchester United og Wolves í baráttunni um Evrópusæti, þegar sjö umferðir eru eftir. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með Burnley vegna meiðsla þegar liðið vann Watford 1-0. Markið skoraði Jay Rodriguez tuttugu mínútum fyrir leikslok. Burnley er í 11. sæti með 42 stig en Watford er stigi frá fallsæti.