Enski boltinn

Klopp brotnaði niður fyrir framan Dal­glish og hrósaði honum og Ste­ven Gerrard

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp fyrir leikinn gegn Crystal Palace í vikunni.
Klopp fyrir leikinn gegn Crystal Palace í vikunni. vísir/getty

Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár. Eftir að Manchester City missteig sig gegn Chelsea á útivelli varð ljóst að ekkert lið getur náð Liverpool í ár og liðið því orðið meistari.

Eftir sigurinn í gær ræddi Jurgen Klopp við fjölmiðlamenn, eðlilega í gegnum fjarskiptabúnað, og á línunni í einu viðtalinu var einnig Kenny Dalglish, Liverpool-goðsögn. Sá þýski brotnaði niður og grét.

„Því miður, hef ég enginn orð. Þetta er ótrúlegt. Þetta er mikið meira en ég hélt að væri mögulegt. Að verða meistari með þessu félagi er algjrölega stórkostlegt,“ sagði Klopp.

„Að vita hversu mikið Kenny styður okkur, þetta er fyrir þig líka Kenny. Þú þurftir að bíða í 30 ár eftir að félagið myndi vinna þetta og þetta er líka fyrir Stevie sem hafði beðið í langan tíma.“

„Þetta er allt byggt á sál þinni Kenny, arfleifð Stevie og strákarnir dýrka þig. Það er auðvelt fyrir mig að hvetja liðið með þessa frábæru sögu svo þetta er ótrúlegt,“ sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×