Enski boltinn

Grínuðust með að hætta á Twitter eftir sigur Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Neville er fyrrum leikmaður Man. United og spekingur Sky Sports.
Gary Neville er fyrrum leikmaður Man. United og spekingur Sky Sports. vísir/getty

Manchester United-goðsagnirnar, Gary Neville og Rio Ferdinand, settu báðir inn færslur á samfélagsmiðla sína í gær eftir að Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár.

Liverpool tryggði sér titilinn með 4-0 sigri á Crystal Palace á miðvikudagskvöldið en þetta varð endanlega staðfest er Man. City tapaði 2-1 fyrir Chelsea í gær.

Bæði Gary Neville og Rio Ferdinand gáfu það í skyn að þeir myndu taka sér smá frí frá samfélagsmiðlinum á meðan helsti fögnuður Liverpool-manna stendur yfir.

Neville birti bara mynd af vink „emoji“ en Rio gekk öllu lengra.

„Brb,“ sem er styttingin yfir be right back. „Sjáumst eftir nokkrar vikur,“ sagði Rio einnig í færslunni.

Hann hrósaði þó Liverpool-liðinu og sagði að þeir ættu ekkert annað en hrós skilið eftir 28 sigra í 38 leikjum. Þetta væri verðskuldað og sér í lagi eftir að hafa tapað deildinni á síðasta ári eftir að hafa spilað svo vel. Hann sagði þá sterka andlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×