Tæp 47 þúsund nýtt atkvæðisréttinn Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2020 11:05 Frá kjörstað í Smáralind. Vísir/Jóhann K. Kjörsókn utan kjörfundar fyrir forsetakosningarnar sem fara fram á morgun, laugardaginn 27. júní, hefur verið meiri en í undanförnum kosningum. Alls hafa nú 46.648 greitt atkvæði utan kjörfundar samkvæmt Bergþóru Sigmundsdóttur, kjörstjóra hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Við lok kjörstaða í gær höfðu 45.929 greitt atkvæði utan kjörfundar og í dag hafa 719 bæst í hópinn. Hægt er að bera saman kjörsókn við fyrri ár sé miðað við lok kjörstaða í gær. Fyrir átta árum síðan, þegar Ólafur Ragnar Grímsson náði endurkjöri þegar hann bar sigurorð af Þóru Arnórsdóttur höfðu 30.300 greitt atkvæði á sama tíma. Þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, náði kjöri fyrir fjórum árum höfðu 36.137 nýtt kosningaréttinn. Kjósendur úr Norðausturkjördæmi komi fyrir 14:30 Bergþóra segir kjörstaðina þrjá sem opnir eru á höfuðborgarsvæðinu vera opna til klukkan 22:00 í kvöld. Opið er á tveimur stöðum í verslunarmiðstöðinni Smáralind og einnig undir stúkunni á Laugardalsvelli. Á morgun, kjördag, verður kjörstaðurinn í Smáralind opinn fyrir þá sem eiga lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins frá 10 til 17. Bergþóra vill vekja athygli á því að vegna flugsamganga verða kjósendur í Norðausturkjördæmi, sem greiða atkvæði eftir 14:30, að koma atkvæðum sínum sjálfir til skila. Komi kjósendur fyrir þann tíma gerist slíkt ekki þörf. Forsetakosningar 2020 Smáralind Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita fyrir forsetakosningarnar Forsetakosningar fara fram á landinu á morgun þar sem tveir menn eru í framboði – Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson. 26. júní 2020 08:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Kjörsókn utan kjörfundar fyrir forsetakosningarnar sem fara fram á morgun, laugardaginn 27. júní, hefur verið meiri en í undanförnum kosningum. Alls hafa nú 46.648 greitt atkvæði utan kjörfundar samkvæmt Bergþóru Sigmundsdóttur, kjörstjóra hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Við lok kjörstaða í gær höfðu 45.929 greitt atkvæði utan kjörfundar og í dag hafa 719 bæst í hópinn. Hægt er að bera saman kjörsókn við fyrri ár sé miðað við lok kjörstaða í gær. Fyrir átta árum síðan, þegar Ólafur Ragnar Grímsson náði endurkjöri þegar hann bar sigurorð af Þóru Arnórsdóttur höfðu 30.300 greitt atkvæði á sama tíma. Þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, náði kjöri fyrir fjórum árum höfðu 36.137 nýtt kosningaréttinn. Kjósendur úr Norðausturkjördæmi komi fyrir 14:30 Bergþóra segir kjörstaðina þrjá sem opnir eru á höfuðborgarsvæðinu vera opna til klukkan 22:00 í kvöld. Opið er á tveimur stöðum í verslunarmiðstöðinni Smáralind og einnig undir stúkunni á Laugardalsvelli. Á morgun, kjördag, verður kjörstaðurinn í Smáralind opinn fyrir þá sem eiga lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins frá 10 til 17. Bergþóra vill vekja athygli á því að vegna flugsamganga verða kjósendur í Norðausturkjördæmi, sem greiða atkvæði eftir 14:30, að koma atkvæðum sínum sjálfir til skila. Komi kjósendur fyrir þann tíma gerist slíkt ekki þörf.
Forsetakosningar 2020 Smáralind Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita fyrir forsetakosningarnar Forsetakosningar fara fram á landinu á morgun þar sem tveir menn eru í framboði – Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson. 26. júní 2020 08:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita fyrir forsetakosningarnar Forsetakosningar fara fram á landinu á morgun þar sem tveir menn eru í framboði – Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson. 26. júní 2020 08:00