Þrír eru sagðir hafa verið stungnir til bana á tröppum hótels í miðborg Glasgow í dag.
BBC segir frá því að árásarmaðurinn hafi verið skotinn til bana af lögreglu.
Talsmaður skosku lögreglunnar staðfestir við BBC að lögreglumaður hafi verið stunginn, en árásin átti sér stað á Park Inn á West George Street.
Ennfremur segir að búið sé að ná tökum á ástandinu og að almenningi stafi ekki frekari hætta af.
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segist fylgjast með þróun mála og hvetur almenning til að halda sig fjarri vettvangi árásarinnar.
The reports from Glasgow City Centre are truly dreadful. My thoughts are with everyone involved. I am being updated as the situation becomes clearer. Please help the emergency services do their jobs by staying away from the area - and please don t share unconfirmed information.
— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) June 26, 2020