Mickelson efstur eftir tvo daga á Travelers | Rory meðal efstu manna Ísak Hallmundarson skrifar 26. júní 2020 23:00 Phil Mickelson lætur aldurinn ekki stoppa sig og heldur áfram að spila golf í hæsta gæðaflokki. getty/Elsa Phil Mickelson, einn besti golfari heims og fimmfaldur sigurvegari á risamótum, er efstur eftir tvo hringi á Travelers-mótinu. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Mickelson er nýorðinn fimmtugur en hann er á samtals 13 höggum undir pari. Hann lék fyrsta hringinn á 6 höggum undir pari í gær og fylgdi því eftir í dag með því að leika á 7 höggum undir pari eða 63 höggum. Hann byrjaði á því að fá skolla á 2. braut og var tveimur höggum undir pari eftir fyrstu níu holurnar í dag. Hann náði síðan góðum spretti og var fjórum undir á síðustu sex holunum, fékk þrjá fugla í röð á 13.-15. braut og endaði 18. holu á fugli. Jafnir í 2. sæti eru Will Gordon og Mackenzie Hughes, sem eru á 12 höggum undir pari. Hughes var efstur eftir gærdaginn en hann átti stórkostlegan fyrsta hring sem hann lék á tíu höggum undir pari. Fimm leikmenn eru síðan jafnir í 4. sætinu á níu höggum undir pari. Einn af þeim er Rory McIlroy, sá sem er efstur á heimslistanum, en hann lék fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari og í dag lék hann á tveimur undir. Síðustu tveir dagar mótsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf um helgina og hefst útsending kl. 17 bæði laugardag og sunnudag. Golf Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Phil Mickelson, einn besti golfari heims og fimmfaldur sigurvegari á risamótum, er efstur eftir tvo hringi á Travelers-mótinu. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Mickelson er nýorðinn fimmtugur en hann er á samtals 13 höggum undir pari. Hann lék fyrsta hringinn á 6 höggum undir pari í gær og fylgdi því eftir í dag með því að leika á 7 höggum undir pari eða 63 höggum. Hann byrjaði á því að fá skolla á 2. braut og var tveimur höggum undir pari eftir fyrstu níu holurnar í dag. Hann náði síðan góðum spretti og var fjórum undir á síðustu sex holunum, fékk þrjá fugla í röð á 13.-15. braut og endaði 18. holu á fugli. Jafnir í 2. sæti eru Will Gordon og Mackenzie Hughes, sem eru á 12 höggum undir pari. Hughes var efstur eftir gærdaginn en hann átti stórkostlegan fyrsta hring sem hann lék á tíu höggum undir pari. Fimm leikmenn eru síðan jafnir í 4. sætinu á níu höggum undir pari. Einn af þeim er Rory McIlroy, sá sem er efstur á heimslistanum, en hann lék fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari og í dag lék hann á tveimur undir. Síðustu tveir dagar mótsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf um helgina og hefst útsending kl. 17 bæði laugardag og sunnudag.
Golf Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira