Husavik rýkur upp vinsældalistana Sylvía Hall skrifar 27. júní 2020 12:43 Will Ferrell og Rachel McAdams. Youtube Lagið Husavik með Will Ferrell og Molly Sandén, aðallagið úr Eurovision-myndinni sem frumsýnd var á Netflix í gær, er komið í 20. sæti á iTunes listanum í Bretlandi, 56. sæti í Bandaríkjunum og 29. sæti í Ástralíu, aðeins degi eftir að það var gefið út. Lagið er ástaróður til Húsavíkur og syngja Ferrell og Sandén meðal annars á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. Gera má ráð fyrir því að laginu eigi einnig eftir að vegna vel á vinsældarlistum Spotify. Platan kom út samhliða myndinni í gær og þar má einnig finna lagið Eurovision Suite eftir Atla Örvarsson. Ferrell er ekki einn um að spreyta sig á íslensku í myndinni því Pierce Brosnan og Rachel McAdams fara einnig með línur á íslensku. Þá leikur Demi Lovato söngkonu sem heitir Katiana Lindsdóttir og er frá Keflavík. Hún þátt í Söngvakeppninni á Íslandi með lagið In the Mirror sem einnig má búast við að verði vel tekið af aðdáendum hennar. Ísland spilar stórt hlutverk í myndinni og er fjöldinn allur af íslenskum leikurum í leikarahópnum. Fimmtán íslenskir leikarar eru skráðir með hlutverk á IMDB-síðu myndarinnar og eru þar nöfn á borð við Jóhannes Hauk, Ólaf Darra, Nínu Dögg, Björn Hlyn og Björn Stefánsson en sá síðastnefndi birti einmitt mynd af sér á Instagram í gær ásamt Pierce Brosnan. Myndin hefur hlotið misjafna dóma en er ofarlega á vinsældalista Netflix þessa stundina. Myndin er hugarfóstur leikarans Will Ferrell, sem varð ástfanginn af Eurovision þegar hann var í heimsókn hjá skyldmennum eiginkonu sinnar í Svíþjóð. „Þetta gerðist fyrri tuttugu árum þegar við heimsóttum fjölskyldu eiginkonu minnar í Svíþjóð. Eitt kvöldið sagði frænka hennar „Eigum við að setjast niður og horfa á Eurovision?“ og ég sagði jájá. Við sátum þarna í þrjá heila klukkutíma og horfðum á úrslitakvöld Eurovision á meðan ég missti hökuna í gólfið. Ég trúði ekki eigin augum, þetta var það ruglaðasta sem ég hef séð,“ sagði Ferrell um sína upplifun af keppninni. Hér að neðan má sjá myndband við lagið. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Eurovision-mynd Will Ferrell fær falleinkunn Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga þar sem Will Ferrell og Rachel McAdams fara með hlutverk Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir fær ekki góða dóma hjá gagnrýnanda The Guardian. 25. júní 2020 08:50 Pierce Brosnan birtir mynd frá Íslandi af sér, Birni Stefáns og Will Ferrell Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 24. júní 2020 11:30 Fer með hlutverk „viðurstyggilegs“ íslensks seðlabankastjóra í Eurovision-myndinni Sænski stórleikarinn Mikael Persbrandt mun fara með hlutverk íslenska seðlabankastjórans í Netflix-myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem frumsýnd verður eftir rúmar tvær vikur. 11. júní 2020 07:03 Syngur fyrir persónu Rachel McAdams í Volcano Man Huldukonan „My Marianne“ á engin önnur lög á steymisveitum, en sænskir fjölmiðlar greindu í síðustu viku frá því hvaða söngkona ætti kvenröddina í laginu Volcano Man. 25. maí 2020 12:19 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Lagið Husavik með Will Ferrell og Molly Sandén, aðallagið úr Eurovision-myndinni sem frumsýnd var á Netflix í gær, er komið í 20. sæti á iTunes listanum í Bretlandi, 56. sæti í Bandaríkjunum og 29. sæti í Ástralíu, aðeins degi eftir að það var gefið út. Lagið er ástaróður til Húsavíkur og syngja Ferrell og Sandén meðal annars á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. Gera má ráð fyrir því að laginu eigi einnig eftir að vegna vel á vinsældarlistum Spotify. Platan kom út samhliða myndinni í gær og þar má einnig finna lagið Eurovision Suite eftir Atla Örvarsson. Ferrell er ekki einn um að spreyta sig á íslensku í myndinni því Pierce Brosnan og Rachel McAdams fara einnig með línur á íslensku. Þá leikur Demi Lovato söngkonu sem heitir Katiana Lindsdóttir og er frá Keflavík. Hún þátt í Söngvakeppninni á Íslandi með lagið In the Mirror sem einnig má búast við að verði vel tekið af aðdáendum hennar. Ísland spilar stórt hlutverk í myndinni og er fjöldinn allur af íslenskum leikurum í leikarahópnum. Fimmtán íslenskir leikarar eru skráðir með hlutverk á IMDB-síðu myndarinnar og eru þar nöfn á borð við Jóhannes Hauk, Ólaf Darra, Nínu Dögg, Björn Hlyn og Björn Stefánsson en sá síðastnefndi birti einmitt mynd af sér á Instagram í gær ásamt Pierce Brosnan. Myndin hefur hlotið misjafna dóma en er ofarlega á vinsældalista Netflix þessa stundina. Myndin er hugarfóstur leikarans Will Ferrell, sem varð ástfanginn af Eurovision þegar hann var í heimsókn hjá skyldmennum eiginkonu sinnar í Svíþjóð. „Þetta gerðist fyrri tuttugu árum þegar við heimsóttum fjölskyldu eiginkonu minnar í Svíþjóð. Eitt kvöldið sagði frænka hennar „Eigum við að setjast niður og horfa á Eurovision?“ og ég sagði jájá. Við sátum þarna í þrjá heila klukkutíma og horfðum á úrslitakvöld Eurovision á meðan ég missti hökuna í gólfið. Ég trúði ekki eigin augum, þetta var það ruglaðasta sem ég hef séð,“ sagði Ferrell um sína upplifun af keppninni. Hér að neðan má sjá myndband við lagið.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Eurovision-mynd Will Ferrell fær falleinkunn Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga þar sem Will Ferrell og Rachel McAdams fara með hlutverk Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir fær ekki góða dóma hjá gagnrýnanda The Guardian. 25. júní 2020 08:50 Pierce Brosnan birtir mynd frá Íslandi af sér, Birni Stefáns og Will Ferrell Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 24. júní 2020 11:30 Fer með hlutverk „viðurstyggilegs“ íslensks seðlabankastjóra í Eurovision-myndinni Sænski stórleikarinn Mikael Persbrandt mun fara með hlutverk íslenska seðlabankastjórans í Netflix-myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem frumsýnd verður eftir rúmar tvær vikur. 11. júní 2020 07:03 Syngur fyrir persónu Rachel McAdams í Volcano Man Huldukonan „My Marianne“ á engin önnur lög á steymisveitum, en sænskir fjölmiðlar greindu í síðustu viku frá því hvaða söngkona ætti kvenröddina í laginu Volcano Man. 25. maí 2020 12:19 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Eurovision-mynd Will Ferrell fær falleinkunn Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga þar sem Will Ferrell og Rachel McAdams fara með hlutverk Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir fær ekki góða dóma hjá gagnrýnanda The Guardian. 25. júní 2020 08:50
Pierce Brosnan birtir mynd frá Íslandi af sér, Birni Stefáns og Will Ferrell Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 24. júní 2020 11:30
Fer með hlutverk „viðurstyggilegs“ íslensks seðlabankastjóra í Eurovision-myndinni Sænski stórleikarinn Mikael Persbrandt mun fara með hlutverk íslenska seðlabankastjórans í Netflix-myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem frumsýnd verður eftir rúmar tvær vikur. 11. júní 2020 07:03
Syngur fyrir persónu Rachel McAdams í Volcano Man Huldukonan „My Marianne“ á engin önnur lög á steymisveitum, en sænskir fjölmiðlar greindu í síðustu viku frá því hvaða söngkona ætti kvenröddina í laginu Volcano Man. 25. maí 2020 12:19