„Mörg lið sem ég væri mjög til í að spila fyrir sem hafa haft samband“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2020 09:00 Martin á lestarstöðinni í Berlín í fyrradag. vísir/getty Ekki liggur enn fyrir hvar Martin Hermannsson leikur á næsta tímabili. Samningur hans við nýkrýnda Þýskalandsmeistara Alba Berlin er að renna út og félagið vill halda honum. Martin standa þó ýmsir kostir til boða. Martin ræðir við forráðamenn Alba Berlin í dag. „Þeir vilja bjóða mér nýjan samning og auðvitað skoða ég það. En það er margt annað spennandi í pípunum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í gær. Á sunnudaginn varð Alba Berlin Þýskalandsmeistari eftir sigur á Riesen Ludwigsburg, 74-75, í seinni úrslitaleik liðanna. Martin og félagar unnu þann fyrri, 65-88, og einvígið, 163-139 samanlagt. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Alba Berlin varð einnig þýskur bikarmeistari og auk þess að spila í EuroLeague, sterkustu deild Evrópu. Martin átti marga góða leiki í EuroLeague og frammistaða hans þar vakti mikla athygli. Mörg félög vilja fá Martin í sínar raðir. „Félög hafa sett pappíra á borðið og önnur félög ætla að gera það sama. En það er enn smá tími í að ég taki endanlega ákvörðun. Það er margt mjög spennandi í boði og mörg lið sem ég væri mjög til í að spila fyrir sem hafa haft samband,“ sagði Martin. En eru meiri eða minni líkur að hann verði áfram hjá Alba Berlin? „Það er allt opið. Okkur fjölskyldunni líður rosalega vel hérna og Berlín er geggjuð borg. Þetta er frábært lið og menn eru ekkert saddir þótt við höfum unnið tvöfalt. Maður finnur það alveg. Þeir vilja gera betur í EuroLeague,“ svaraði Martin. „Ég þarf að hugsa um að vera á stað þar sem ég fæ að spila og er í stóru hlutverki. Ég verð bara 26 ára á þessu ári og er enn þokkalegur ungur. Ég þarf bara að setjast niður með umboðsmanninum og fjölskyldunni og sjá hvað hentar best. En auðvitað vill maður alltaf taka næsta skref.“ Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjörug lestarferð til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Leikmenn Alba Berlin fögnuðu þýska meistaratitlinum vel og innilega á leiðinni aftur til höfuðborgarinnar frá München. 29. júní 2020 14:00 Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Ekki liggur enn fyrir hvar Martin Hermannsson leikur á næsta tímabili. Samningur hans við nýkrýnda Þýskalandsmeistara Alba Berlin er að renna út og félagið vill halda honum. Martin standa þó ýmsir kostir til boða. Martin ræðir við forráðamenn Alba Berlin í dag. „Þeir vilja bjóða mér nýjan samning og auðvitað skoða ég það. En það er margt annað spennandi í pípunum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í gær. Á sunnudaginn varð Alba Berlin Þýskalandsmeistari eftir sigur á Riesen Ludwigsburg, 74-75, í seinni úrslitaleik liðanna. Martin og félagar unnu þann fyrri, 65-88, og einvígið, 163-139 samanlagt. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Alba Berlin varð einnig þýskur bikarmeistari og auk þess að spila í EuroLeague, sterkustu deild Evrópu. Martin átti marga góða leiki í EuroLeague og frammistaða hans þar vakti mikla athygli. Mörg félög vilja fá Martin í sínar raðir. „Félög hafa sett pappíra á borðið og önnur félög ætla að gera það sama. En það er enn smá tími í að ég taki endanlega ákvörðun. Það er margt mjög spennandi í boði og mörg lið sem ég væri mjög til í að spila fyrir sem hafa haft samband,“ sagði Martin. En eru meiri eða minni líkur að hann verði áfram hjá Alba Berlin? „Það er allt opið. Okkur fjölskyldunni líður rosalega vel hérna og Berlín er geggjuð borg. Þetta er frábært lið og menn eru ekkert saddir þótt við höfum unnið tvöfalt. Maður finnur það alveg. Þeir vilja gera betur í EuroLeague,“ svaraði Martin. „Ég þarf að hugsa um að vera á stað þar sem ég fæ að spila og er í stóru hlutverki. Ég verð bara 26 ára á þessu ári og er enn þokkalegur ungur. Ég þarf bara að setjast niður með umboðsmanninum og fjölskyldunni og sjá hvað hentar best. En auðvitað vill maður alltaf taka næsta skref.“
Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjörug lestarferð til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Leikmenn Alba Berlin fögnuðu þýska meistaratitlinum vel og innilega á leiðinni aftur til höfuðborgarinnar frá München. 29. júní 2020 14:00 Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Fjörug lestarferð til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Leikmenn Alba Berlin fögnuðu þýska meistaratitlinum vel og innilega á leiðinni aftur til höfuðborgarinnar frá München. 29. júní 2020 14:00
Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37
Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30