Solskjær mun skipta framherjunum út ef þeir vinna enga bikara fyrir hann Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júní 2020 11:00 Ole Gunnar Solskjær hefur komið Manchester United á rétta braut á ný vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það þurfi alltaf að vera samkeppni um stöður hjá félagi eins og Manchester United og er tilbúinn að skoða aðra framherja ef þeir sem hann hefur hjá félaginu bæta sig ekki. United er komið í undanúrslit enska bikarsins eftir sigur á Norwich í framlengingu um helgina og í deildinni er liðið í 6. sæti deildarinnar, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti. „Þú þarft samkeppni um stöður hjá Manchester United. Ég var hérna í svo mörg ár sem framherji og Teddy Sheringham, Dwight Yorke, Ruud van Nistelrooy og Wayne Rooney komu hingað,“ sagði Norðmaðurinn við fjölmiðla. „Ef þú telur þig svo heppinn að vera spila hvern leik og gera svo vel að við séum ekki að leita eftir öðrum leikmanni til að koma í þinn stað, þá ertu á röngum stað.“ Ole Gunnar Solskjaer warns his Man United attackers they will be REPLACED if they can't help United win the title https://t.co/Ua7InvsCUk— MailOnline Sport (@MailSport) June 29, 2020 Solskjær segir að ef framherjarnir bæta sig ekki - og skila inn úrslitum fyrir hann - þá þurfi hann að skoða aðra kosti í stöðunni. „Við erum alltaf að reyna bæta okkur og ef við erum ekki að bæta okkur þá þurfum við að kíkja eitthvað annað því við viljum verða betri. Við erum of langt frá því þar sem við þurfum að vera og viljum vera,“ sagði Solskjær og átti þar með við að berjast um titilinn. „Ég hef alltaf haft trú á framherjunum í þessu félagi. Mason, Marcus og Anthony. Þeir hafa axlað ábyrgð og ég er mjög ánægður með þá alla. Mér finnst þeir hafa bætt sig á þessari leiktíð en þeir geta svo mikið betur.“ „Ég er enn að bíða eftir að þeir springi út því það er hluti af þeirra leik sem þarf að bæta. Þeir vita að ég vil þeim allt það besta en þeir vita það einnig að ég þarf að taka ákvarðanir fyrir liðið og félagið,“ sagði sá norski. Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það þurfi alltaf að vera samkeppni um stöður hjá félagi eins og Manchester United og er tilbúinn að skoða aðra framherja ef þeir sem hann hefur hjá félaginu bæta sig ekki. United er komið í undanúrslit enska bikarsins eftir sigur á Norwich í framlengingu um helgina og í deildinni er liðið í 6. sæti deildarinnar, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti. „Þú þarft samkeppni um stöður hjá Manchester United. Ég var hérna í svo mörg ár sem framherji og Teddy Sheringham, Dwight Yorke, Ruud van Nistelrooy og Wayne Rooney komu hingað,“ sagði Norðmaðurinn við fjölmiðla. „Ef þú telur þig svo heppinn að vera spila hvern leik og gera svo vel að við séum ekki að leita eftir öðrum leikmanni til að koma í þinn stað, þá ertu á röngum stað.“ Ole Gunnar Solskjaer warns his Man United attackers they will be REPLACED if they can't help United win the title https://t.co/Ua7InvsCUk— MailOnline Sport (@MailSport) June 29, 2020 Solskjær segir að ef framherjarnir bæta sig ekki - og skila inn úrslitum fyrir hann - þá þurfi hann að skoða aðra kosti í stöðunni. „Við erum alltaf að reyna bæta okkur og ef við erum ekki að bæta okkur þá þurfum við að kíkja eitthvað annað því við viljum verða betri. Við erum of langt frá því þar sem við þurfum að vera og viljum vera,“ sagði Solskjær og átti þar með við að berjast um titilinn. „Ég hef alltaf haft trú á framherjunum í þessu félagi. Mason, Marcus og Anthony. Þeir hafa axlað ábyrgð og ég er mjög ánægður með þá alla. Mér finnst þeir hafa bætt sig á þessari leiktíð en þeir geta svo mikið betur.“ „Ég er enn að bíða eftir að þeir springi út því það er hluti af þeirra leik sem þarf að bæta. Þeir vita að ég vil þeim allt það besta en þeir vita það einnig að ég þarf að taka ákvarðanir fyrir liðið og félagið,“ sagði sá norski.
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira