Leeds mistókst að landa sigri gegn botnliðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júní 2020 20:45 Dallas jafnar metin fyrir Leeds í kvöld. George Wood/Getty Images Leeds United mistókst að landa sigri gegn botnliði ensku B-deildarinnar, Luton Town, í kvöld. Lokatölur 1-1 á Elland Road. Leeds þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda í kvöld en með sigri hefði liðið náð átta stiga forystu á Brentford sem situr í þriðja sæti deildarinnar. Luton Town var í heimsókn á Elland Road og gestirnir eru í hatrammri fallbaráttu. Luton hefur gengið ágætlega að undanförnu og hafði ekki tapað í fjórum síðustu leikjum sínum þegar komið var að leik kvöldsins. Það kom þó töluvert á óvart þegar Harry Cornick kom Luton óvænt yfir í upphafi síðari hálfleiks. Eflaust hefur verið um stuðningsfólk Leeds á þeim tímapunkti en á síðustu leiktíð stefndi lengi vel í að Leeds færi upp um deild og í ensku úrvalsdeildina. Stuart Dallas sá til þess að Leeds nældi allavega í stig í kvöld þegar hann jafnaði metin þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum. Lokatölur á Elland Road 1-1 og liðin þurfa því að sætta sig við sitthvort stigið. Leeds eru sem fyrr á toppi deildarinnar með 75 stig, fjórum stigum meira en WBA sem á leik til góða og sex stigum meira en Brentford. Luton Town er með 40 stig í 24. sæti ensku B-deildarinnar, hins vegar eru Middlesborough í 19. sæti með 44 stig og Luton því hvergi nærri fallnir þegar sex umferðir eru eftir. Enski boltinn
Leeds United mistókst að landa sigri gegn botnliði ensku B-deildarinnar, Luton Town, í kvöld. Lokatölur 1-1 á Elland Road. Leeds þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda í kvöld en með sigri hefði liðið náð átta stiga forystu á Brentford sem situr í þriðja sæti deildarinnar. Luton Town var í heimsókn á Elland Road og gestirnir eru í hatrammri fallbaráttu. Luton hefur gengið ágætlega að undanförnu og hafði ekki tapað í fjórum síðustu leikjum sínum þegar komið var að leik kvöldsins. Það kom þó töluvert á óvart þegar Harry Cornick kom Luton óvænt yfir í upphafi síðari hálfleiks. Eflaust hefur verið um stuðningsfólk Leeds á þeim tímapunkti en á síðustu leiktíð stefndi lengi vel í að Leeds færi upp um deild og í ensku úrvalsdeildina. Stuart Dallas sá til þess að Leeds nældi allavega í stig í kvöld þegar hann jafnaði metin þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum. Lokatölur á Elland Road 1-1 og liðin þurfa því að sætta sig við sitthvort stigið. Leeds eru sem fyrr á toppi deildarinnar með 75 stig, fjórum stigum meira en WBA sem á leik til góða og sex stigum meira en Brentford. Luton Town er með 40 stig í 24. sæti ensku B-deildarinnar, hins vegar eru Middlesborough í 19. sæti með 44 stig og Luton því hvergi nærri fallnir þegar sex umferðir eru eftir.