Lífið

Secret Solstice verður tónleikaröð í stað tónlistarhátíðar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frá Secret Solstice hátíðinni á síðasta ári.
Frá Secret Solstice hátíðinni á síðasta ári. Vísir/Friðrik Þór Haldórsson

Secret Solstice mun halda átta helga tónleikaröð í stað tónlistarhátíðar í ár. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að tónleikarnir fara allir fram í garðinum fyrir aftan skemmtistaðinn Dillon. Í byrjun apríl var gefið út að hátíðin, sem átti að fara fram 26. til 28. júní síðastliðinn, hefði verið frestað fram til 25. til 27. júní 2021 vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

„Við sem stöndum að Secret Solstice hátíðinni ákváðum eftir að ljóst var að reglum um samkomur var létt af skemmtistöðum, að skipuleggja tónleikaröð í garðinum fyrir aftan Dillon á Laugavegi 30. Með því langar okkur bæði til þess að bæta einhverjum af þeim íslensku tónlistarmönnum sem áttu að spila á hátíðinni upp það tekjutap sem frestun hátíðarinnar veldur í sumar ásamt því að búa til vinnu fyrir það tæknifólk sem hefði annars unnið hjá okkur í sumar.“

Margir af helstu listamönnum landsins munu koma fram og þó að það kosti ekkert inn á tónleikana, býðst fólki að styrkja UNICEF. Tónleikarnir verða einnig í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum samstarfsaðila Secret Solstice. Fyrstu tónleikarnir fara fram núna um helgina og meðal þeirra sem koma fram er söngkonan Þórunn Antonía.

„Eftir það munu fara fram tónleikar alla laugardaga og sunnudaga ásamt einhverjum föstudögum fram yfir Menningarnótt. Lokatónleikarnir verða 23. ágúst, sem er lokadagur menninngardagshátíðarinnar sem kynnt var nýlega. Hvern dag munu koma fram að minnsta kosti 4 íslenskar hljómsveitir eða stakir tónlistarmenn.“

Skipuleggjendur vilja halda tónleikaröð til að bæta listamönnum og öðru starfsfólki tekjutapið vegna frestunar hátíðarinnar.Vísir/Friðrik Þór Haldórsson

Um er að ræða átta helgar, 17 tónleika og koma fram að minnsta kosti 64 listamenn og hljómsveitir.

„Með frábærum stuðningi okkar samstarfsaðila getum við boðið upp á alla þessa tónleika frítt á meðan pláss er í garðinum og öruggt sé að við séum að hlýða Víði. Þó að frítt verði inn á tónleikana mun bæði gestum á Laugavegi og þeim sem horfa í gegnum net eða sjónvarp bjóðast að styrkja Unicef samtökin,“ segir í tilkynningunni.

Næstu daga verður tilkynnt hvaða listamenn koma fram, en eftirtaldir listamenn hafa nú þegar staðfest þátttöku sína í tónleikaröðinni:

Afro/Cuban Kvartett Einars Scheving (Ari Bragi, Eyþór Gunnar og Róbert Þórhallsson) , Ása, Ateria, Benni & Máni b2b, Bensol, Bjartmar Guðlaugsson, Beggi Smári, Blaffi x Örvar,Blaz Roca, Blóðmör, Captain Syrup, Carla, KrBear,Celebs, Cell 7, Daníel Hjálmtýsson ásamt hljómsveit, Diamond Thunder, Dimma, DJ Margeir,Dread Lightly,Elín Ey, Elli Grill,Fox Train Safari, Frid, Grúska Babúska, GG Blús, Högni Egils, Iris Arnis, Jói Pé og Króli, Krassasig, Kría, Krish, Krummi, Mæðraveldið, Magnús Sigmundsson, Mighty Bear, Omotrack, Orang Valante, Rívars x Karakter x Ægir, Rokky, Ruddagaddur, Rúnar Þór, Séra Bjössi, Sindri Eldon and the Ways, Sprite Zero Klan, SunCity, Svavar Knútur, TTT & SamWise, Une Misere, Valby bræður, Vicky, Vintage Caravan, Volcanova, Warmland, We Made God, Zöe, Þórunn Antonía.


Tengdar fréttir

Secret Solstice frestað um eitt ár

Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021.

Fleiri listamenn bætast við á Secret Solstice

Bandaríski tónlistarmaðurinn Blackbear, finnska söngkonan Alma og breski rapp dúettinn Pete & Bas eru meðal þeirra listamanna sem hafa bæst í hóp þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.