Ný flensuveira í svínum talin geta valdið faraldri Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2020 13:01 Höfundar kínversku rannsóknarinnar leggja til að tafarlaust verði tekin upp eftirlit með útbreiðslu flensuveirunnar í svínum og starfsmönnum svínabúa. Vísir/EPA Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ætla að grandskoða kínverska rannsókn á nýju afbrigði flensuveiru sem fannst í svínum og vísindamenn vara við að hafi burði til að valda heimsfaraldri. Veiran er talin geta borist úr svínum í menn. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences í gær. Hún greinir frá nýju inflúensuafbrigði í svínum sem fannst í Kína og hefur fengið heitið G4 EA H1N1. Höfundarnir segja að þó að ekki stafi bráð hætta af veirunni strax hafi hún alla burði til að stökkbreytast þannig að hún smitist auðveldlega á milli manna. Vegna þess að afbrigðið er nýtt eru fólk lítið eða ekki ónæmt fyrir því. Leggja höfundarnir til að grannt verði fylgst með starfsmönnum svínabúa og útbreiðslu veirunnar í svínum nú þegar. Veirunni svipar til svínaflensunnar sem blossaði upp í heimsfaraldri árið 2009. Hún reyndist síður mannskæð en óttast var í fyrstu, meðal annars þar sem eldra fólk var ónæmt fyrir henni að hluta til. Var það rakið til líkinda svínflensunnar við önnur afbrigði flensu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Christian Lindmeier frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sagði að starfsmenn hennar ættu eftir að leggjast yfir greinina um rannsóknina til að átta sig á hvað væri nýtt við flensuveiruna. Lagði hann áherslu á mikilvægi samstarfs og að fylgst yrði með bústofnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta undirstrikar einnig að við getum ekki sofið á verðinum gagnvart inflúensu og að við verðum að gæta að okkur og halda áfram eftirlit þrátt fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn,“ sagði Lindmeier. Kína Vísindi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ætla að grandskoða kínverska rannsókn á nýju afbrigði flensuveiru sem fannst í svínum og vísindamenn vara við að hafi burði til að valda heimsfaraldri. Veiran er talin geta borist úr svínum í menn. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences í gær. Hún greinir frá nýju inflúensuafbrigði í svínum sem fannst í Kína og hefur fengið heitið G4 EA H1N1. Höfundarnir segja að þó að ekki stafi bráð hætta af veirunni strax hafi hún alla burði til að stökkbreytast þannig að hún smitist auðveldlega á milli manna. Vegna þess að afbrigðið er nýtt eru fólk lítið eða ekki ónæmt fyrir því. Leggja höfundarnir til að grannt verði fylgst með starfsmönnum svínabúa og útbreiðslu veirunnar í svínum nú þegar. Veirunni svipar til svínaflensunnar sem blossaði upp í heimsfaraldri árið 2009. Hún reyndist síður mannskæð en óttast var í fyrstu, meðal annars þar sem eldra fólk var ónæmt fyrir henni að hluta til. Var það rakið til líkinda svínflensunnar við önnur afbrigði flensu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Christian Lindmeier frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sagði að starfsmenn hennar ættu eftir að leggjast yfir greinina um rannsóknina til að átta sig á hvað væri nýtt við flensuveiruna. Lagði hann áherslu á mikilvægi samstarfs og að fylgst yrði með bústofnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta undirstrikar einnig að við getum ekki sofið á verðinum gagnvart inflúensu og að við verðum að gæta að okkur og halda áfram eftirlit þrátt fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn,“ sagði Lindmeier.
Kína Vísindi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira