Metfjöldi nýsmita vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2020 08:14 Viðskiptavinir verslunarmiðstöðvar í Paramus í New Jersey með grímur fyrir andlitinu. ap/Seth Wenig Nýsmitum í Bandaríkjunum fjölgaði um 47 þúsund frá mánudegi til þriðjudags, ef marka má talningu Reuters. Aldrei hafa jafn mörg kórónuveirusmit greinst vestanhafs á einum sólarhring, en það kæmi sóttvarnalækni Bandaríkjanna ekki á óvart þó ný tilfelli yrðu tvöfalt fleiri áður en langt um líður. „Augljóslega höfum við ekki stjórn á hlutunum,“ sagði Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem verið ver að ræða opnun skóla og verslana á nýjan leik í Bandaríkjunum. Faraldurinn er í nú hvað hröðustum vexti í Kaliforníu, Texas, Arizona og öðrum ríkjum í suður- og vesturhluta landsins. Fjöldi kórónuveirutilfella tvöfaldaðist í tíu ríkjum Bandaríkjanna í nýliðnum júnímánuði, til að mynda í Flórída. Sökum útbreiðslunnar hafa sextán ríki þurft að hægja á eða hætt við að aflétta samfélagslegum takmörkunum sem settar voru á fyrr á árinu til þess að takmarka kórónuveirusmit. Til að mynda hafa stjórnvöld í Kaliforníu, Texas og Flórída ákveðið að loka aftur nýopnuðum skemmtistöðum ríkjanna, en faraldsfræðingar telja að þangað megi rekja fjölda smita. Stjórnvöld í New York-ríki, New Jersey og Connecticut tilkynntu í gær að íbúar átta ríkja, Kaliforníu þeirra á meðal, þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna þriggja. Áður höfðu þau þær kvaðir verið lagðar á íbúa Texas og Flórída. Alls hafa yfir 2,5 milljón smit greinst í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist af völdum Covid-19 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Nýsmitum í Bandaríkjunum fjölgaði um 47 þúsund frá mánudegi til þriðjudags, ef marka má talningu Reuters. Aldrei hafa jafn mörg kórónuveirusmit greinst vestanhafs á einum sólarhring, en það kæmi sóttvarnalækni Bandaríkjanna ekki á óvart þó ný tilfelli yrðu tvöfalt fleiri áður en langt um líður. „Augljóslega höfum við ekki stjórn á hlutunum,“ sagði Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem verið ver að ræða opnun skóla og verslana á nýjan leik í Bandaríkjunum. Faraldurinn er í nú hvað hröðustum vexti í Kaliforníu, Texas, Arizona og öðrum ríkjum í suður- og vesturhluta landsins. Fjöldi kórónuveirutilfella tvöfaldaðist í tíu ríkjum Bandaríkjanna í nýliðnum júnímánuði, til að mynda í Flórída. Sökum útbreiðslunnar hafa sextán ríki þurft að hægja á eða hætt við að aflétta samfélagslegum takmörkunum sem settar voru á fyrr á árinu til þess að takmarka kórónuveirusmit. Til að mynda hafa stjórnvöld í Kaliforníu, Texas og Flórída ákveðið að loka aftur nýopnuðum skemmtistöðum ríkjanna, en faraldsfræðingar telja að þangað megi rekja fjölda smita. Stjórnvöld í New York-ríki, New Jersey og Connecticut tilkynntu í gær að íbúar átta ríkja, Kaliforníu þeirra á meðal, þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna þriggja. Áður höfðu þau þær kvaðir verið lagðar á íbúa Texas og Flórída. Alls hafa yfir 2,5 milljón smit greinst í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist af völdum Covid-19
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira