Enski boltinn

Segir Özil versta leik­mann í heimi þegar liðið er ekki með boltann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Özil í æfingaleik á tímum kórónuveirunnar.
Özil í æfingaleik á tímum kórónuveirunnar. vísir/getty

Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og nú sérfræðingur hjá Sky Sports, segir að Mesut Özil geti ekki spilað lengur fyrir Arsenal því hann hefur engan áhuga á leiknum þegar liðið hans er ekki með boltann.

Özil hefur ekki spilað eina mínútu eftir að boltinn fór aftur af stað vegna kórónuveirunnar og Merson segir að það séu góðar skýringar á því. Hann hafi ekki áhuga á leiknum þegar Arsenal er ekki með boltann og því geti hann ekki spilað.

„Ég held að Özil sé gott dæmi um leikmann sem verður að spila í í góðu liði sem stýra leikjum og liði sem gengur vel,“ sagði Merson í samtali við Sky Sports.

„Hann getur ekki spilað í Arsenal og þetta er ástæðan: Hann er ekki að fara breyta leik sínum á fertugsaldrinum og Arsenal er ekki að fara breyta leiknum sínum útaf honum.“

„Hann hleypur ekki til baka og eltir uppi menn. Þú þarft að hafa hann í liði sem er 70% með boltann í hverri viku og þá getur hann spilað. Láttu hann hafa boltann og hann finnur þig. Ef þú ert ekki með boltann, þá mun hann ekki vinna hann aftur. Hvorki fyrir ást né peninga.“

„Hann er ekki áhugasamur þegar þeir eru ekki með boltann. Hvernig geturðu borgað einhverjum 350 þúsund pund á viku þegar við öll vissum að þetta væri hans stíll? Ef hann er ekki með boltann þá er hann einn versti leikmaður í heimi í mínum huga.“

„Nefndu mér leikmann sem er verri þegar þeir eru ekki með boltann? Ég hef aldrei séð neinn svo óáhugasaman þegar þeir eru ekki með boltann og það bítur þig í lokin. Getur Arsenal búið til lið í kringum hann? Á þessum tímapunkti nei. Þeir breyta ekki liðinu fyrir hann. Hann tekur við 350 þúsund pundum á viku og allt er gott hjá honum,“ sagði Merson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×