Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júlí 2020 19:00 Lögregla fjarlægir vegatálma sem mótmælendur höfðu reist í Hong Kong. AP/Vincent Yu Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Löggjöfin snýst um að tryggja yfirráð Kínverja á þessu sjálfsstjórnarsvæði. Gagnrýnendum þykir löggjöfin brot á samkomulagi sem gert var þegar Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 um að íbúar svæðisins ættu að hafa sjálfsstjórn næstu fimmtíu árin. Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti í nótt að refsa bönkum sem eiga í viðskiptum við kínverska embættismenn vegna málsins en öldungadeildin á eftir að taka málið fyrir. Bretar ætla að bjóða milljónum dvalarleyfi og loks ríkisborgararétt. Áströlsk stjórnvöld íhuga að taka einnig á móti íbúum Hong Kong. „Við erum að íhuga málið alvarlega, en ég lagði þetta til fyrir nokkrum vikum. Það er verið að leggja lokahönd á málið og það verður senn lagt í dóm ríkisstjórnarinnar,“ sagði Scott Morrison, ástralski forsætisráðherrann. Kínverjar eru ósáttir við þessi afskipti og segja um innanríkismál að ræða. Zhao Lijian, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, sagði stjórnvöld til að mynda afar ósátt við samþykkt bandaríska þingsins. Chris Patten var ríkisstjóri Hong Kong áður en Kínverjar tóku yfir og líkir nýju lögunum við hina frægu bók Orwells, 1984. „Þessi lög heimila Kínverjum að skilgreina hugtök á borð við uppreisn, uppreisnaráróður og samráð við erlenda óvini eftir geðþótta og gera þeim kleyft að rétta yfir fólki á meginlandinu,“ sagði Patten. Kína Hong Kong Tengdar fréttir Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Löggjöfin snýst um að tryggja yfirráð Kínverja á þessu sjálfsstjórnarsvæði. Gagnrýnendum þykir löggjöfin brot á samkomulagi sem gert var þegar Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 um að íbúar svæðisins ættu að hafa sjálfsstjórn næstu fimmtíu árin. Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti í nótt að refsa bönkum sem eiga í viðskiptum við kínverska embættismenn vegna málsins en öldungadeildin á eftir að taka málið fyrir. Bretar ætla að bjóða milljónum dvalarleyfi og loks ríkisborgararétt. Áströlsk stjórnvöld íhuga að taka einnig á móti íbúum Hong Kong. „Við erum að íhuga málið alvarlega, en ég lagði þetta til fyrir nokkrum vikum. Það er verið að leggja lokahönd á málið og það verður senn lagt í dóm ríkisstjórnarinnar,“ sagði Scott Morrison, ástralski forsætisráðherrann. Kínverjar eru ósáttir við þessi afskipti og segja um innanríkismál að ræða. Zhao Lijian, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, sagði stjórnvöld til að mynda afar ósátt við samþykkt bandaríska þingsins. Chris Patten var ríkisstjóri Hong Kong áður en Kínverjar tóku yfir og líkir nýju lögunum við hina frægu bók Orwells, 1984. „Þessi lög heimila Kínverjum að skilgreina hugtök á borð við uppreisn, uppreisnaráróður og samráð við erlenda óvini eftir geðþótta og gera þeim kleyft að rétta yfir fólki á meginlandinu,“ sagði Patten.
Kína Hong Kong Tengdar fréttir Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39
Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05