Stórlega vanmetið nám - listdans Sigrún Ósk Stefánsdóttir skrifar 2. júlí 2020 08:00 Af hverju listdansnám? Listdansnám er fjölbreytt og krefjandi nám þar sem nemendur þjálfa bæði líkama sína og huga. Nemendur þurfa að hafa mikla líkamlega getu, þol, styrk og liðleika en líka listfengi, skapandi hugsun og gáfur. Það er vegna þess að dansinn liggur í gráu svæði á milli íþrótta og lista. Dansarar þurfa að þjálfa líkamann eins og íþróttafólk og hugann eins og listamenn. Því má færa rök fyrir að erfitt sé að finna námsgrein sem undirbýr nemendur jafn vel fyrir jafn fjölbreytt verkefni í framtíðinni. Aðspurðir segjast nemendur t.d. hafa lært sjálfsaga, þrautseigju, samstarf, rétta líkamsstöðu, þolinmæði, metnað og skipulag. Þeir segja námið einnig hafa kennt þeim að hugsa hratt og hjálpað þeim að stíga út fyrir sitt þægindasvið. Allt eru þetta eiginleikar sem munu nýtast þeim í hverju sem þau taka sér fyrri hendur í lífinu. Námið hefur því gildi til viðbótar við að mennta næstu kynslóð dansara, því dansnemar læra svo miklu fleira en alls konar spor. Hvernig er listdansnámi háttað? Til að eiga sem besta möguleika á að ná langt í listdansi þarf að byrja snemma. Listdansskóli Íslands tekur nemendur inn 9 ára og ýmsir aðrir skólar byrja enn fyrr. Það er mikilvægt að byrja snemma til að nemendur tileinki sér grunntækni og hreyfimynstur sem fyrst. Þannig þjálfast vöðvaminni - hreyfingar sem eru flestum framandi verða eins og annað eðli dansnemans - sem getur þá haldið þjálfuninni áfram, orðið sterkari og lært flóknari spor. Grunnstig í listdansi eru 7 og að þeim loknum geta nemendur sótt um listdansnám á framhaldsstigi. Það fer fram í samstarfi við MH og eins og er sjá þrír listdansskólar um verklega hluta þeirrar kennslu; Danslistarskóli JSB, Klassíski Listdansskólinn og Listdansskóli Íslands en þeir kenna einnig grunnstigin. Að námi á framhaldsstigi loknu eiga nemendur að vera reiðubúnir að takast á við háskólanám í dansi eða atvinnumennsku í greininni. Við Listaháskóla Íslands er alþjóðleg samtímadansdeild sem býður uppá BA nám. Til marks um gæði listdansnáms á framhaldsskólastigi eru útskrifaðir nemendur frá öllum þremur skólunum í námi á samtímadansbraut LHÍ. Auk þess eru nokkrir sem stunda nám á öðrum sviðslistabrautum. Einnig eru nokkrir í háskólanámi við erlenda dansháskóla. Íslenskir dansarar starfa víða um heim og Íslenski dansflokkurinn sýnir mikið erlendis við góðar undirtektir. Þetta sýnir að námið skilar sér og að íslensk danslist er í útrás. Þeir sem ekki gera dansinn að sinni atvinnu ná oft langt á öðrum sviðum og starfa margir sem læknar, verkfræðingar, sjúkraþjálfar eða listamenn á öðrum sviðum og svo mætti lengi telja. Kostnaður og réttlæti Faglegt og metnaðarfullt listdansnám er dýrt. Kostnaðurinn felst að miklu í stóru húsnæði með sérútbúin dansgólf, spegla og stangir. Þá þarf að greiða vel menntuðum og reynslumiklum kennurum laun, útbúa sali með hljómflutningsgræjum og helst píanóum, og auðvitað standa skil öðrum á venjulegum rekstrarkostnaði fyrirtækja. Íslenskt listdansnám hefur verið alvarlega fjársvelt í fjölda ára, bæði grunn- og framhaldsstig. Framlög frá hinu opinbera eru t.a.m. tífalt hærri með hverjum tónlistarnema á grunnstigi samanborið við listdansnema á grunnstigi. Hvernig stendur á því? Listdansnám er dýrmætur hluti af menntakerfinu okkar og listdans af menningarflóru landsins. Listdans er líkamleg, vitsmunaleg og listræn tjáning. Hann þjálfar líkamann og ræktar hug og sál. Listdansskólarnir berjast nú fyrir lífi sínu og ég vona að á þá verði hlustað og framlög til þeirra leiðrétt. Annars er tvísýnt um tilvist þessa dýrmæta náms og þar með listdans í landinu. Höfundur er dansari og danskennari við Listdansskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dans Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Af hverju listdansnám? Listdansnám er fjölbreytt og krefjandi nám þar sem nemendur þjálfa bæði líkama sína og huga. Nemendur þurfa að hafa mikla líkamlega getu, þol, styrk og liðleika en líka listfengi, skapandi hugsun og gáfur. Það er vegna þess að dansinn liggur í gráu svæði á milli íþrótta og lista. Dansarar þurfa að þjálfa líkamann eins og íþróttafólk og hugann eins og listamenn. Því má færa rök fyrir að erfitt sé að finna námsgrein sem undirbýr nemendur jafn vel fyrir jafn fjölbreytt verkefni í framtíðinni. Aðspurðir segjast nemendur t.d. hafa lært sjálfsaga, þrautseigju, samstarf, rétta líkamsstöðu, þolinmæði, metnað og skipulag. Þeir segja námið einnig hafa kennt þeim að hugsa hratt og hjálpað þeim að stíga út fyrir sitt þægindasvið. Allt eru þetta eiginleikar sem munu nýtast þeim í hverju sem þau taka sér fyrri hendur í lífinu. Námið hefur því gildi til viðbótar við að mennta næstu kynslóð dansara, því dansnemar læra svo miklu fleira en alls konar spor. Hvernig er listdansnámi háttað? Til að eiga sem besta möguleika á að ná langt í listdansi þarf að byrja snemma. Listdansskóli Íslands tekur nemendur inn 9 ára og ýmsir aðrir skólar byrja enn fyrr. Það er mikilvægt að byrja snemma til að nemendur tileinki sér grunntækni og hreyfimynstur sem fyrst. Þannig þjálfast vöðvaminni - hreyfingar sem eru flestum framandi verða eins og annað eðli dansnemans - sem getur þá haldið þjálfuninni áfram, orðið sterkari og lært flóknari spor. Grunnstig í listdansi eru 7 og að þeim loknum geta nemendur sótt um listdansnám á framhaldsstigi. Það fer fram í samstarfi við MH og eins og er sjá þrír listdansskólar um verklega hluta þeirrar kennslu; Danslistarskóli JSB, Klassíski Listdansskólinn og Listdansskóli Íslands en þeir kenna einnig grunnstigin. Að námi á framhaldsstigi loknu eiga nemendur að vera reiðubúnir að takast á við háskólanám í dansi eða atvinnumennsku í greininni. Við Listaháskóla Íslands er alþjóðleg samtímadansdeild sem býður uppá BA nám. Til marks um gæði listdansnáms á framhaldsskólastigi eru útskrifaðir nemendur frá öllum þremur skólunum í námi á samtímadansbraut LHÍ. Auk þess eru nokkrir sem stunda nám á öðrum sviðslistabrautum. Einnig eru nokkrir í háskólanámi við erlenda dansháskóla. Íslenskir dansarar starfa víða um heim og Íslenski dansflokkurinn sýnir mikið erlendis við góðar undirtektir. Þetta sýnir að námið skilar sér og að íslensk danslist er í útrás. Þeir sem ekki gera dansinn að sinni atvinnu ná oft langt á öðrum sviðum og starfa margir sem læknar, verkfræðingar, sjúkraþjálfar eða listamenn á öðrum sviðum og svo mætti lengi telja. Kostnaður og réttlæti Faglegt og metnaðarfullt listdansnám er dýrt. Kostnaðurinn felst að miklu í stóru húsnæði með sérútbúin dansgólf, spegla og stangir. Þá þarf að greiða vel menntuðum og reynslumiklum kennurum laun, útbúa sali með hljómflutningsgræjum og helst píanóum, og auðvitað standa skil öðrum á venjulegum rekstrarkostnaði fyrirtækja. Íslenskt listdansnám hefur verið alvarlega fjársvelt í fjölda ára, bæði grunn- og framhaldsstig. Framlög frá hinu opinbera eru t.a.m. tífalt hærri með hverjum tónlistarnema á grunnstigi samanborið við listdansnema á grunnstigi. Hvernig stendur á því? Listdansnám er dýrmætur hluti af menntakerfinu okkar og listdans af menningarflóru landsins. Listdans er líkamleg, vitsmunaleg og listræn tjáning. Hann þjálfar líkamann og ræktar hug og sál. Listdansskólarnir berjast nú fyrir lífi sínu og ég vona að á þá verði hlustað og framlög til þeirra leiðrétt. Annars er tvísýnt um tilvist þessa dýrmæta náms og þar með listdans í landinu. Höfundur er dansari og danskennari við Listdansskóla Íslands.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun