Enski boltinn

Trent rifjar upp samtalið við Klopp sem fékk mömmu hans til að gráta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnold í leiknum 2017.
Arnold í leiknum 2017. vísir/getty

Trent Alexander-Arnold, varnarmaður Liverpool, segir að hann hafi verið í áfalli er Jurgen Klopp sagði við hann þremur klukkutímum fyrir leik gegn Manchester United í janúarmánuði 2017 að hann væri í byrjunarliðinu.

Leikurinn var fyrsti alvöru leikurinn sem bakvörðurinn byrjaði inn á í. Nathaniel Clyne var á meiðslalistanum og Arnold segist ekki hafa fengið að vita það nema tæpum þremum tímum fyrir leik að hann væri að fara byrja inn á.

„Við æfðum á laugardegi og ferðuðumst svo til Manchester og gistum þar eins og við gerum venjulega,“ sagði bakvörðurinn knái í samtali við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull.

„Og síðan förum við í göngutúr tæpum þremur tímum fyrir leik og stjórinn kemur til mín og tekur utan um mig og spyr: Ertu tilbúinn?“

United hafði að skipa ansi mörgum stjörnum á þessum tíma eins og Paul Pogba, Zlatan Ibrahimovic og Wayne Roonye en Arnold stóð sig vel og hefur varla misst sæti sitt síðan.

„Ég varð smá ruglingslegur og hann sagði: Ertu með? Ég sagði já, já. Þá sagði hann: Flott, ég þarf að fá þig til að byrja leikinn í dag.“

„Hann sagði að ég hefði misst andlitið. Þannig leið mér. Ég var í áfalli. Ég fór aftur inn í herbergið mitt og hringdi í mömmu mína og hún byrjaði bara að gráta.“

Leikurinn endaði 1-1. James Milner kom Liverpool yfir af vítapunktinum en Zlatan Ibrahimovic jafnaði metin.

„Ég var með stjörnur í augunum, ég var stressaður og feiminn. Allir reyndu að hjálpa mér og þeir vissu hversu kvíðinn ég var.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×