Air France fækkar störfum um 7.500 Andri Eysteinsson skrifar 3. júlí 2020 21:34 Air France-KLM er annað stærsta flugfélag Evrópu. Getty/Chesnot Talsverður samdráttur verður hjá franska flugfélaginu Air France en Air France-KLM hefur ákveðið að fækka starfsfólki í franska hluta félagsins um 7.500. Félagið er næst stærsta flugfélag Evrópu og verður 6.560 starfsmönnum Air France sagt upp eða ekki ráðið í störf þeirra að nýju, sömu sögu má segja um 1.020 starfsmenn hjá innanlandsflugfélaginu Hop! BBC greinir frá því að í yfirlýsingu félagsins segi að batinn vegna kórónuveirufaraldursins verði hægur og óvissan sé mikil. Tekjur félagsins minnkuðu um 95% á meðan faraldurinn stóð sem hæst og er greint frá því að félagið hafi tapað allt að 15 milljónum evra á degi hverjum. Félagið gerir ekki ráð fyrir því að flug og starfsemi komist í sama horf fyrr en árið 2024 en störfunum verður fækkað í skrefum á næstu þremur árum. Alls eru starfsmenn Air France um 41.000 talsins en starfsmenn Hop! eru um 2.000. Stefnt er að því að um helmingur þeirra starfa sem fækkað verður verði vegna starfsmanna sem hætta eða setjast í helgan stein og ekki verði endurráðið í störfin. Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talsverður samdráttur verður hjá franska flugfélaginu Air France en Air France-KLM hefur ákveðið að fækka starfsfólki í franska hluta félagsins um 7.500. Félagið er næst stærsta flugfélag Evrópu og verður 6.560 starfsmönnum Air France sagt upp eða ekki ráðið í störf þeirra að nýju, sömu sögu má segja um 1.020 starfsmenn hjá innanlandsflugfélaginu Hop! BBC greinir frá því að í yfirlýsingu félagsins segi að batinn vegna kórónuveirufaraldursins verði hægur og óvissan sé mikil. Tekjur félagsins minnkuðu um 95% á meðan faraldurinn stóð sem hæst og er greint frá því að félagið hafi tapað allt að 15 milljónum evra á degi hverjum. Félagið gerir ekki ráð fyrir því að flug og starfsemi komist í sama horf fyrr en árið 2024 en störfunum verður fækkað í skrefum á næstu þremur árum. Alls eru starfsmenn Air France um 41.000 talsins en starfsmenn Hop! eru um 2.000. Stefnt er að því að um helmingur þeirra starfa sem fækkað verður verði vegna starfsmanna sem hætta eða setjast í helgan stein og ekki verði endurráðið í störfin.
Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira