Sekta Google um meira en allan pening heimsins Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 16:15 Upprunaleg sekt Google tvöfaldast á degi hverjum sem hún er ekki greidd. Getty/Jakub Porzycki Yfirvöld í Rússlandi hafa sektað bandaríska fyrirtækið Google um tvær sextilljónir rúbla, fyrir að meina ríkisreknum fjölmiðlum landsins aðgang að myndbandaveitunni Youtube, sem Google á. Það er mun meira af peningum en magn allra peninga sem til eru í heiminum. Um er ræða töluna 2 og á eftir henni koma 36 núll, sem gerir tvær sextilljónir rúbla. Gengi rúblunnar er ekki skráð á vef Seðlabanka Íslands en í dölum talið er um að ræða tuttugu kvintilljarða en lauslega reiknað samsvarar það um tæplega þremur sextilljörðum króna. (2,8x1039) (2.800.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 krónur) Í nýlegri grein rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, segir að sektin sé orðin svona há sökum þess að þegar Google var upprunalega beitt sektum hafi verið ákvæði í úrskurðinum um að ef sektin yrði ekki greidd innan níu mánaða myndi upphæðin tvöfaldast á degi hverjum. Upphæðin sem nefnd er í þessari frétt Tass er því tveggja daga gömul. Í dag ætti hún því að vera tólf sextilljarðar króna. Í grein Tass segir einnig að Google megi ekki hefja starfsemi aftur í Rússlandi fyrr en sektin hefur verið greidd. Fyrirtækið Alphabet, móðurfélag Google, er metið á um tvær billjónir dala, eða um 270 billjónir króna. Í frétt breska ríkisútvarpsins (BBC) segir að starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áætli að verg heimsframleiðsla sé um hundrað og tíu billjónir dala, sem samsvarar um fimmtán billjörðum króna (15x1015) Þá segir í frétt CNN að í nýlegu ársfjórðungsuppgjöri Google hafi komið fram að forsvarsmenn fyrirtækisins telji ekki að sektin muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins. Rússland Google Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Um er ræða töluna 2 og á eftir henni koma 36 núll, sem gerir tvær sextilljónir rúbla. Gengi rúblunnar er ekki skráð á vef Seðlabanka Íslands en í dölum talið er um að ræða tuttugu kvintilljarða en lauslega reiknað samsvarar það um tæplega þremur sextilljörðum króna. (2,8x1039) (2.800.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 krónur) Í nýlegri grein rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, segir að sektin sé orðin svona há sökum þess að þegar Google var upprunalega beitt sektum hafi verið ákvæði í úrskurðinum um að ef sektin yrði ekki greidd innan níu mánaða myndi upphæðin tvöfaldast á degi hverjum. Upphæðin sem nefnd er í þessari frétt Tass er því tveggja daga gömul. Í dag ætti hún því að vera tólf sextilljarðar króna. Í grein Tass segir einnig að Google megi ekki hefja starfsemi aftur í Rússlandi fyrr en sektin hefur verið greidd. Fyrirtækið Alphabet, móðurfélag Google, er metið á um tvær billjónir dala, eða um 270 billjónir króna. Í frétt breska ríkisútvarpsins (BBC) segir að starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áætli að verg heimsframleiðsla sé um hundrað og tíu billjónir dala, sem samsvarar um fimmtán billjörðum króna (15x1015) Þá segir í frétt CNN að í nýlegu ársfjórðungsuppgjöri Google hafi komið fram að forsvarsmenn fyrirtækisins telji ekki að sektin muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins.
Rússland Google Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira