Umferð jókst á höfuðborgarsvæðinu í júní Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. júlí 2020 07:00 Umferð jókst á höfuðborgarsvæðinu í júní. Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,2 prósent í júní. Þetta er fyrsti mánuður þessa árs þar sem aukning verður miðað við sama mánuð í fyrra. Mesta athygli vekur að aukning á mánudögum stuðlar að því að um aukningu er að ræða. Mest jókst umferðin um mælisnið Vegagerðarinnar á Reykjanesbraut eða um 3.2% en 1,6% samdráttur var á Hafnarfjarðarvegi. Aðeins í júní 2018 hefur mælst meiri umferð um lykilmælisniðin þrjú segir á vef Vegagerðarinnar. Meðalumferð á dag á höfuðborgarsvæðinu í júní. Umferð á mánudögum í júní jókst um 12% ef miðað er við mánudaga í júní í fyrra. Það kann þó að einhverju leyti að skírast af því að í júní í ár voru fimm mánudagar en fjórir í fyrra. Áhrif kórónaveirufaraldursins fara hratt dvínandi þessi misserin. Horfur út árið Reiknilíkan umferðardeildar hjá Vegagerðinni reiknar með um 9% samdrætti á höfuðborgarsvæðinu í ár. Líklegt þykir að samdráttur í umferðinni verði á svipuðu reiki og samdráttur í hagvexti ársins, sem áætlaður er 8% samkvæmt heimasíðu Seðlabankans. Umferð Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent
Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,2 prósent í júní. Þetta er fyrsti mánuður þessa árs þar sem aukning verður miðað við sama mánuð í fyrra. Mesta athygli vekur að aukning á mánudögum stuðlar að því að um aukningu er að ræða. Mest jókst umferðin um mælisnið Vegagerðarinnar á Reykjanesbraut eða um 3.2% en 1,6% samdráttur var á Hafnarfjarðarvegi. Aðeins í júní 2018 hefur mælst meiri umferð um lykilmælisniðin þrjú segir á vef Vegagerðarinnar. Meðalumferð á dag á höfuðborgarsvæðinu í júní. Umferð á mánudögum í júní jókst um 12% ef miðað er við mánudaga í júní í fyrra. Það kann þó að einhverju leyti að skírast af því að í júní í ár voru fimm mánudagar en fjórir í fyrra. Áhrif kórónaveirufaraldursins fara hratt dvínandi þessi misserin. Horfur út árið Reiknilíkan umferðardeildar hjá Vegagerðinni reiknar með um 9% samdrætti á höfuðborgarsvæðinu í ár. Líklegt þykir að samdráttur í umferðinni verði á svipuðu reiki og samdráttur í hagvexti ársins, sem áætlaður er 8% samkvæmt heimasíðu Seðlabankans.
Umferð Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent