Umferð Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Reiknað er með að framkvæmdum á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls ljúki í vikunni. Ljósastýring á að verða sveigjanlegri og betra jafnvægi að nást á milli akstursstefna. Árbæingar hafa kvartað sáran yfir töfum á umferð undanfarnar vikur. Borgin vonast til að breytingarnar skili sér í betra flæði fyrir alla vegfarendur. Innlent 24.9.2025 11:00 Fólk hvatt til að taka strætó Bíllausi dagurinn er í dag og eru landsmenn hvattir til að skilja bílinn eftir heima. Til að auðvelda fólki þá er frítt í strætó um allt land. Innlent 22.9.2025 12:46 Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Á morgun, mánudaginn 22. september, verður frítt í Strætó bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tilefnið er bíllausi dagurinn sem er hluti af Evrópsku samgönguvikunni, sem hófst 16. september. Innlent 21.9.2025 13:19 Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Ótrúlegur árekstur átti sér stað á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ í upphafi september þar sem fólksbíll tókst á loft og skoppaði nánast yfir jeppa. Mildi þykir að enginn hafi slasast í árekstrinum. Innlent 16.9.2025 12:36 Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Mikil umferðarteppa myndaðist á Kringlumýrarbraut vegna áreksturs tveggja bíla á fimmta tímanum. Slysið var minniháttar og enginn slasaðist illa. Búið er að færa bílana yfir á N1 bensínstöðina rétt hjá og greiða fyrir umferð um svæðið. Innlent 9.9.2025 16:50 Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Hringvegurinn, í austurátt við Ingólfsfjall, hefur verið opnaður á ný eftir umferðarslys. Innlent 7.9.2025 18:55 Umferðaröryggi barna í Kópavogi Í síðustu viku hófst grunnskólinn aftur eftir gott sumarfrí. Götur bæjarins fylltust af ungum og óreyndum vegfarendum – börnum sem ganga eða hjóla í skólann, sum í fyrsta sinn án fylgdar. Þetta ætti að vera gleðistund. Í staðinn upplifa margir foreldrar kvíða: eru leiðirnar nógu öruggar? Skoðun 4.9.2025 22:05 Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Vesturbæingar sem áttu ferð um Hofsvallagötuna síðdegis í gær ráku eflaust upp stór augu þegar við blasti friðsæll fundur kattar og rottu. Kötturinn virtist saddur og rottan óhrædd. En hvað entist friðurinn lengi? Lífið 4.9.2025 13:04 Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Íbúar í Árbænum óttast að umdeildar vegaframkvæmdir við Höfðabakka leiði til mikilla tafa í umferð og öngþveitis á háannatíma. Framkvæmdirnar eru á fimm stöðum við Höfðabakka. Innlent 2.9.2025 23:56 Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Byggingarfulltrúa Múlaþings var heimilt að synja fyrirtækinu Vök Baths ehf., sem rekur samnefnt baðlón, að koma upp baklýstu skilti á horni þjóðvegarins og vegarins sem leiðir að baðlóninu. Innlent 2.9.2025 16:31 Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Umhverfis- og skipulagssvið og skrifstofa samgangna og borgarhönnunar leggur til að þar til ljósastýringu verður komið upp á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis verði settar upp þrengingar og gatnamótunum breytt þannig að fléttun akreina gerist fyrr. Banaslys varð á gatnamótunum fyrir tveimur árum þegar ökumaður sendibíls lést í kjölfar áreksturs við lyftara. Innlent 30.8.2025 08:32 Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Til stendur að afnema ljósastýringu á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík. Til skoðunar er svokölluð „hægri inn og hægri út lausn“, sem myndi gera það að verkum að hvorki væri hægt að komast inn á né út af Bústaðavegi ef ekið er Reykjanesbrautina í norður. Fyrsti valkostur Vegagerðarinnar er þó brú yfir Reykjanesbraut til vinstri inn á Bústaðaveg. Enginn valkostur býður upp á vinstribeygju inn á Reykjanesbrautina af Bústaðavegi. Innlent 28.8.2025 13:02 Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. Innlent 23.8.2025 09:32 Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ný göngubrú er risin yfir Sæbraut og hafa margir skoðun á útliti hennar. Einn þeirra sem klórar sér í kollinum yfir brúnni er rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem telur hönnunina merki um of afgerandi áhrif íslenskrar verkfræði í borgarlandslaginu. Fjölmargir leggja orð í belg. Menning 19.8.2025 15:09 Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Göngubrú yfir Sæbraut verður opnuð fyrir gangandi og hjólandi síðdegis í dag. Búið er að gera öryggisúttekt á brúnni og verða girðingar umhverfis framkvæmdasvæði fjarlægðar síðdegis í dag. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. Innlent 18.8.2025 14:17 Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Grjót hrundi úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun og stór hnullungur fór yfir þjóðveginn. Þetta var á svipuðum stað og banaslys varð vegna grjóthruns í mars á þessu ári. Innlent 17.8.2025 17:36 Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn. Innlent 5.8.2025 18:46 Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Þyrluáhöfn Landhelgsisgæslunnar hefur sinnt umferðareftirliti í dag í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi. Þrettán voru í dag sektaðir fyrir ölvunarakstur á Suðurlandi og um tvö hundruð stöðvaðir vegna hraðaksturs á Austurlandi. Umferðin um helgina hefur gengið stórslysalaust fyrir sig. Innlent 4.8.2025 19:39 „Þetta er hættuleg helgi“ Stærsta ferðahelgi ársins, Verslunarmannahelgin, er að hefjast og umferðin á þjóðvegum landsins þegar farin að þyngjast. Forvarnasérfræðingur hvetur fólk til að vera varkárt og hafa hugann við aksturinn. Innlent 31.7.2025 19:51 Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Verslunarmannahelgin er fjölmennasta ferðahátíð ársins á Íslandi. Þá leggja þúsundir landsmanna í hann, margir á leið á útihátíðir, í sumarhús eða til vina og vandamanna. Skoðun 31.7.2025 14:00 Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Lokað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls. Ástæðan eru miklir vatnavextir og breytingar á árfarvegi. Um er að ræða vegakaflann frá Hólmsá að Mælifelli. Allur akstur er bannaður. Innlent 30.7.2025 10:09 Hvalfjarðargöng opin á ný Hvalfjarðargöngunum var lokað síðdegis eftir að ekið var á hæðarslár við báða enda ganganna. Innlent 26.7.2025 16:54 Umferð beint um Þrengslin í dag Til stendur að malbika veginn frá hringtorgi við Hveragerði að Kömbum frá klukkan níu til fjögur síðdegis í dag. Hellisheiði verður lokað til vesturs á meðan framkvæmdum stendur og umferð verður beint um Þrengslaveg. Innlent 23.7.2025 07:26 Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Bifvélavirkjameistari í Þorlákshöfn þakkar sínum sæla fyrir að hann sjálfur, eiginkona og níu mánaða barn séu ekki stórslösuð og hreinlega enn á lífi. Mæðgurnar voru nærri heimaslóðum þar sem ferðamaður ók skyndilega í veg fyrir þær. Nokkrum vikum fyrr var eiginmaðurinn á fleygiferð á Hringveginum þegar sendiferðabíll blasti allt í einu við á röngum vegarhelmingi. Bæði atvikin eru til á upptöku. Innlent 22.7.2025 15:55 Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Ekki miklu mátti muna þegar ökumaður tók fram úr öðrum á þjóðveginum fyrir norðan. Bíllinn komst aftur á sinn vegarhelming augnablikum áður en að bíll kom á fleygiferð úr hinni áttinni. Innlent 18.7.2025 18:38 „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Bifhjólafólk er orðið langþreytt á að bíða eftir að meira tillit sé tekið til þeirra í vegakerfinu. Þau hafi áhyggjur af stöðunni og vilji að rödd þeirra heyrist. Bifhjólamaður lést í umferðarslysi í Reykjavík í vikunni. Innlent 13.7.2025 20:51 Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Flutningagámur liggur á akrein hringtorgs í Hveragerði eftir að gámurinn féll af flutningabíl. Innlent 13.7.2025 12:29 Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur nú birt samráðsgátt uppfærslu á verklagsreglum fyrir rafhlaupahjólaleigur. Samráðið stendur til 15. ágúst og er óskað eftir athugasemdum frá almenningi og hagaðilum. Í umsögnum er að finna ákall um safnstæði, aukinn sýnileika hjólanna og að ekki megi leggja þeim á hjóla- og göngustíga. Innlent 10.7.2025 15:41 Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Átta ökumenn eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda, auk sektar, og 246 ökumenn til viðbótar von á sekt vegna hraðaksturs við framkvæmdasvæði hjá Kringlumýrarbraut á vegarkafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar á móts við Bólstaðarhlíð. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 8.7.2025 14:20 Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Þrír milljarðar verða settir til viðbótar í viðhald vega á landsbyggðinni árið 2025. Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnarinnar þess efnis þegar fjáraukalög voru afgreidd á laugardag. Innlent 7.7.2025 15:37 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 18 ›
Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Reiknað er með að framkvæmdum á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls ljúki í vikunni. Ljósastýring á að verða sveigjanlegri og betra jafnvægi að nást á milli akstursstefna. Árbæingar hafa kvartað sáran yfir töfum á umferð undanfarnar vikur. Borgin vonast til að breytingarnar skili sér í betra flæði fyrir alla vegfarendur. Innlent 24.9.2025 11:00
Fólk hvatt til að taka strætó Bíllausi dagurinn er í dag og eru landsmenn hvattir til að skilja bílinn eftir heima. Til að auðvelda fólki þá er frítt í strætó um allt land. Innlent 22.9.2025 12:46
Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Á morgun, mánudaginn 22. september, verður frítt í Strætó bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tilefnið er bíllausi dagurinn sem er hluti af Evrópsku samgönguvikunni, sem hófst 16. september. Innlent 21.9.2025 13:19
Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Ótrúlegur árekstur átti sér stað á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ í upphafi september þar sem fólksbíll tókst á loft og skoppaði nánast yfir jeppa. Mildi þykir að enginn hafi slasast í árekstrinum. Innlent 16.9.2025 12:36
Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Mikil umferðarteppa myndaðist á Kringlumýrarbraut vegna áreksturs tveggja bíla á fimmta tímanum. Slysið var minniháttar og enginn slasaðist illa. Búið er að færa bílana yfir á N1 bensínstöðina rétt hjá og greiða fyrir umferð um svæðið. Innlent 9.9.2025 16:50
Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Hringvegurinn, í austurátt við Ingólfsfjall, hefur verið opnaður á ný eftir umferðarslys. Innlent 7.9.2025 18:55
Umferðaröryggi barna í Kópavogi Í síðustu viku hófst grunnskólinn aftur eftir gott sumarfrí. Götur bæjarins fylltust af ungum og óreyndum vegfarendum – börnum sem ganga eða hjóla í skólann, sum í fyrsta sinn án fylgdar. Þetta ætti að vera gleðistund. Í staðinn upplifa margir foreldrar kvíða: eru leiðirnar nógu öruggar? Skoðun 4.9.2025 22:05
Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Vesturbæingar sem áttu ferð um Hofsvallagötuna síðdegis í gær ráku eflaust upp stór augu þegar við blasti friðsæll fundur kattar og rottu. Kötturinn virtist saddur og rottan óhrædd. En hvað entist friðurinn lengi? Lífið 4.9.2025 13:04
Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Íbúar í Árbænum óttast að umdeildar vegaframkvæmdir við Höfðabakka leiði til mikilla tafa í umferð og öngþveitis á háannatíma. Framkvæmdirnar eru á fimm stöðum við Höfðabakka. Innlent 2.9.2025 23:56
Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Byggingarfulltrúa Múlaþings var heimilt að synja fyrirtækinu Vök Baths ehf., sem rekur samnefnt baðlón, að koma upp baklýstu skilti á horni þjóðvegarins og vegarins sem leiðir að baðlóninu. Innlent 2.9.2025 16:31
Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Umhverfis- og skipulagssvið og skrifstofa samgangna og borgarhönnunar leggur til að þar til ljósastýringu verður komið upp á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis verði settar upp þrengingar og gatnamótunum breytt þannig að fléttun akreina gerist fyrr. Banaslys varð á gatnamótunum fyrir tveimur árum þegar ökumaður sendibíls lést í kjölfar áreksturs við lyftara. Innlent 30.8.2025 08:32
Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Til stendur að afnema ljósastýringu á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík. Til skoðunar er svokölluð „hægri inn og hægri út lausn“, sem myndi gera það að verkum að hvorki væri hægt að komast inn á né út af Bústaðavegi ef ekið er Reykjanesbrautina í norður. Fyrsti valkostur Vegagerðarinnar er þó brú yfir Reykjanesbraut til vinstri inn á Bústaðaveg. Enginn valkostur býður upp á vinstribeygju inn á Reykjanesbrautina af Bústaðavegi. Innlent 28.8.2025 13:02
Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. Innlent 23.8.2025 09:32
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ný göngubrú er risin yfir Sæbraut og hafa margir skoðun á útliti hennar. Einn þeirra sem klórar sér í kollinum yfir brúnni er rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem telur hönnunina merki um of afgerandi áhrif íslenskrar verkfræði í borgarlandslaginu. Fjölmargir leggja orð í belg. Menning 19.8.2025 15:09
Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Göngubrú yfir Sæbraut verður opnuð fyrir gangandi og hjólandi síðdegis í dag. Búið er að gera öryggisúttekt á brúnni og verða girðingar umhverfis framkvæmdasvæði fjarlægðar síðdegis í dag. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. Innlent 18.8.2025 14:17
Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Grjót hrundi úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun og stór hnullungur fór yfir þjóðveginn. Þetta var á svipuðum stað og banaslys varð vegna grjóthruns í mars á þessu ári. Innlent 17.8.2025 17:36
Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn. Innlent 5.8.2025 18:46
Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Þyrluáhöfn Landhelgsisgæslunnar hefur sinnt umferðareftirliti í dag í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi. Þrettán voru í dag sektaðir fyrir ölvunarakstur á Suðurlandi og um tvö hundruð stöðvaðir vegna hraðaksturs á Austurlandi. Umferðin um helgina hefur gengið stórslysalaust fyrir sig. Innlent 4.8.2025 19:39
„Þetta er hættuleg helgi“ Stærsta ferðahelgi ársins, Verslunarmannahelgin, er að hefjast og umferðin á þjóðvegum landsins þegar farin að þyngjast. Forvarnasérfræðingur hvetur fólk til að vera varkárt og hafa hugann við aksturinn. Innlent 31.7.2025 19:51
Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Verslunarmannahelgin er fjölmennasta ferðahátíð ársins á Íslandi. Þá leggja þúsundir landsmanna í hann, margir á leið á útihátíðir, í sumarhús eða til vina og vandamanna. Skoðun 31.7.2025 14:00
Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Lokað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls. Ástæðan eru miklir vatnavextir og breytingar á árfarvegi. Um er að ræða vegakaflann frá Hólmsá að Mælifelli. Allur akstur er bannaður. Innlent 30.7.2025 10:09
Hvalfjarðargöng opin á ný Hvalfjarðargöngunum var lokað síðdegis eftir að ekið var á hæðarslár við báða enda ganganna. Innlent 26.7.2025 16:54
Umferð beint um Þrengslin í dag Til stendur að malbika veginn frá hringtorgi við Hveragerði að Kömbum frá klukkan níu til fjögur síðdegis í dag. Hellisheiði verður lokað til vesturs á meðan framkvæmdum stendur og umferð verður beint um Þrengslaveg. Innlent 23.7.2025 07:26
Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Bifvélavirkjameistari í Þorlákshöfn þakkar sínum sæla fyrir að hann sjálfur, eiginkona og níu mánaða barn séu ekki stórslösuð og hreinlega enn á lífi. Mæðgurnar voru nærri heimaslóðum þar sem ferðamaður ók skyndilega í veg fyrir þær. Nokkrum vikum fyrr var eiginmaðurinn á fleygiferð á Hringveginum þegar sendiferðabíll blasti allt í einu við á röngum vegarhelmingi. Bæði atvikin eru til á upptöku. Innlent 22.7.2025 15:55
Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Ekki miklu mátti muna þegar ökumaður tók fram úr öðrum á þjóðveginum fyrir norðan. Bíllinn komst aftur á sinn vegarhelming augnablikum áður en að bíll kom á fleygiferð úr hinni áttinni. Innlent 18.7.2025 18:38
„Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Bifhjólafólk er orðið langþreytt á að bíða eftir að meira tillit sé tekið til þeirra í vegakerfinu. Þau hafi áhyggjur af stöðunni og vilji að rödd þeirra heyrist. Bifhjólamaður lést í umferðarslysi í Reykjavík í vikunni. Innlent 13.7.2025 20:51
Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Flutningagámur liggur á akrein hringtorgs í Hveragerði eftir að gámurinn féll af flutningabíl. Innlent 13.7.2025 12:29
Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur nú birt samráðsgátt uppfærslu á verklagsreglum fyrir rafhlaupahjólaleigur. Samráðið stendur til 15. ágúst og er óskað eftir athugasemdum frá almenningi og hagaðilum. Í umsögnum er að finna ákall um safnstæði, aukinn sýnileika hjólanna og að ekki megi leggja þeim á hjóla- og göngustíga. Innlent 10.7.2025 15:41
Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Átta ökumenn eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda, auk sektar, og 246 ökumenn til viðbótar von á sekt vegna hraðaksturs við framkvæmdasvæði hjá Kringlumýrarbraut á vegarkafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar á móts við Bólstaðarhlíð. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 8.7.2025 14:20
Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Þrír milljarðar verða settir til viðbótar í viðhald vega á landsbyggðinni árið 2025. Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnarinnar þess efnis þegar fjáraukalög voru afgreidd á laugardag. Innlent 7.7.2025 15:37