Hafa engar áhyggjur af frekari útbreiðslu í Færeyjum Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2020 10:43 Frá Þórshöfn í Færeyjum Vísir/EPA Bjarni á Steig, yfirlæknir og ráðgjafi hjá heilbrigðisráðuneyti Færeyja, hefur engar áhyggjur af stöðunni þar í landi eftir að fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist við sýnatöku á landamærunum um helgina. Landlæknirinn Lars Fodgaard Møller segist einnig vera rólegur en minnir þó á að stríðið gegn veirunni sé ekki búið. Þetta kemur fram í viðtali Kringvarpsins við Bjarna og Lars um smitið sem greindist um helgina. Um var að ræða fyrsta jákvæða sýnið í Færeyjum frá 22. apríl en viðkomandi fékk jákvæða niðurstöðu eftir skimun á flugvellinum í Vágum. Líkt og greint var frá í færeyskum miðlum í gær er gengið út frá því að um gamalt smit sé að ræða. Niðurstöður úr mótefnamælingu ættu að liggja fyrir í dag en þangað til það er ljóst verður ekki ráðist í frekari smitrakningu. Bjarni á Steig segir ólíklegt að smitið sé nýtt, og þó að svo væri sé ólíklegt að ferðalangurinn hafi smitað aðra um borð í flugvélinni eða á flugvellinum. Alls hafa 188 greinst með kórónuveiruna í Færeyjum frá því að faraldurinn hófst en greint var frá fyrsta smitinu þann 4. mars. Um var að ræða Þórshafnarbúa sem smitaðist að öllum líkindum í Frakklandi, en sá ákvað að fara í sýnatöku eftir að einstaklingar sem hann fundaði með í París greindust með veiruna. Nokkuð vel hefur gengið að ná tökum á útbreiðslunni á eyjunum og er til að mynda enginn í sóttkví eins og er. Enginn liggur á sjúkrahúsi og aðeins einn er í einangrun. 16.336 sýni hafa verið tekin í Færeyjum hafa því 31,1 prósent íbúa farið í sýnatöku. Þá hafa allir náð bata sem hafa greinst með veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl 54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 15. júní 2020 15:03 Landlæknir í neyðarlegri stöðu eftir feluleik með kórónusmit Færeyingar spyrja sig nú hvort landlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að breiða yfir eða jafnvel sagt ósatt um það að kórónusmit væri ástæða þriggja vikna veikindaleyfis landlæknis. 30. apríl 2020 08:04 Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Bjarni á Steig, yfirlæknir og ráðgjafi hjá heilbrigðisráðuneyti Færeyja, hefur engar áhyggjur af stöðunni þar í landi eftir að fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist við sýnatöku á landamærunum um helgina. Landlæknirinn Lars Fodgaard Møller segist einnig vera rólegur en minnir þó á að stríðið gegn veirunni sé ekki búið. Þetta kemur fram í viðtali Kringvarpsins við Bjarna og Lars um smitið sem greindist um helgina. Um var að ræða fyrsta jákvæða sýnið í Færeyjum frá 22. apríl en viðkomandi fékk jákvæða niðurstöðu eftir skimun á flugvellinum í Vágum. Líkt og greint var frá í færeyskum miðlum í gær er gengið út frá því að um gamalt smit sé að ræða. Niðurstöður úr mótefnamælingu ættu að liggja fyrir í dag en þangað til það er ljóst verður ekki ráðist í frekari smitrakningu. Bjarni á Steig segir ólíklegt að smitið sé nýtt, og þó að svo væri sé ólíklegt að ferðalangurinn hafi smitað aðra um borð í flugvélinni eða á flugvellinum. Alls hafa 188 greinst með kórónuveiruna í Færeyjum frá því að faraldurinn hófst en greint var frá fyrsta smitinu þann 4. mars. Um var að ræða Þórshafnarbúa sem smitaðist að öllum líkindum í Frakklandi, en sá ákvað að fara í sýnatöku eftir að einstaklingar sem hann fundaði með í París greindust með veiruna. Nokkuð vel hefur gengið að ná tökum á útbreiðslunni á eyjunum og er til að mynda enginn í sóttkví eins og er. Enginn liggur á sjúkrahúsi og aðeins einn er í einangrun. 16.336 sýni hafa verið tekin í Færeyjum hafa því 31,1 prósent íbúa farið í sýnatöku. Þá hafa allir náð bata sem hafa greinst með veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl 54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 15. júní 2020 15:03 Landlæknir í neyðarlegri stöðu eftir feluleik með kórónusmit Færeyingar spyrja sig nú hvort landlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að breiða yfir eða jafnvel sagt ósatt um það að kórónusmit væri ástæða þriggja vikna veikindaleyfis landlæknis. 30. apríl 2020 08:04 Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl 54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 15. júní 2020 15:03
Landlæknir í neyðarlegri stöðu eftir feluleik með kórónusmit Færeyingar spyrja sig nú hvort landlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að breiða yfir eða jafnvel sagt ósatt um það að kórónusmit væri ástæða þriggja vikna veikindaleyfis landlæknis. 30. apríl 2020 08:04
Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00