Bætti á sig 20 kg á níu mánuðum og hefur aldrei slegið lengra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2020 15:30 Bryson DeChambeau bregður á leik með verðlaunagripinn sem hann fékk fyrir að vinna Rocket Mortgage Classic mótið. getty/Gregory Shamus Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau hrósaði sigri á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi um helgina. Þetta var fyrsti sigur hans á PGA-mótaröðinni í ár og sá sjötti á ferlinum. DeChambeau lék á 23 höggum undir pari og var þremur höggum á undan landa sínum, Matthew Wolff. Upphafshögg DeChambeaus á mótinu í Detriot um helgina vöktu mikla athygli en þau voru að meðaltali 320 metra löng. DeChambeau virðist allavega vera með krafta í kögglunum. Hann hefur bætt á sig á miklum vöðvamassa og þyngst um rúmlega 20 kg á síðustu níu mánuðum. „Þetta er tilfinningaþrungin stund fyrir mig því ég gerði svolítið öðruvísi. Ég breytti líkama mínum, hugarfarinu og náði að vinna þrátt fyrir að spila á allt annan hátt. Og það var hálf ótrúlegt að sjá það,“ sagði DeChambeau þegar hann sat fyrir svörum eftir mótið í Detroit. DeChambeau ætlaði að halda upp á sigurinn á Rocket Mortage Classic með því að fá sér uppáhalds réttinn sinn. „Ég fæ mér nokkra próteinsjeika því ég á æfingu í fyrramálið. Svo get ég vonandi fengið góða steik og kartöflur einhvers staðar. Það er uppáhalds maturinn minn. Við hljótum að geta fundið hann einhvers staðar,“ sagði kylfingurinn. Klippa: Bryson DeChambeau hrósaði sigri í Detroit Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner, sem endaði í 3. sæti á Rocket Mortage Classic, hrósaði DeChambeau eftir mótið og sagði að hann hefði breytt því hvernig golf er spilað. DeChambeau er með lengstu upphafshögg á PGA-mótaröðinni í ár en þau eru 295 metrar að meðaltali. Miðað við frammistöðuna á Rocket Mortage Classic á sú tala væntanlega eftir að hækka eftir því sem líður á tímabilið. Lengsta högg DeChambeaus á mótinu í Detroit um helgina var 345 metrar. DeChambeau er í 4. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar. Webb Simpson er efstur, Justin Thomas í 2. sæti og Im Sung-jae í því þriðja. Næsta mót, Workday Charity Open, hefst 12. júlí. Klippa: DeChambeau vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau hrósaði sigri á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi um helgina. Þetta var fyrsti sigur hans á PGA-mótaröðinni í ár og sá sjötti á ferlinum. DeChambeau lék á 23 höggum undir pari og var þremur höggum á undan landa sínum, Matthew Wolff. Upphafshögg DeChambeaus á mótinu í Detriot um helgina vöktu mikla athygli en þau voru að meðaltali 320 metra löng. DeChambeau virðist allavega vera með krafta í kögglunum. Hann hefur bætt á sig á miklum vöðvamassa og þyngst um rúmlega 20 kg á síðustu níu mánuðum. „Þetta er tilfinningaþrungin stund fyrir mig því ég gerði svolítið öðruvísi. Ég breytti líkama mínum, hugarfarinu og náði að vinna þrátt fyrir að spila á allt annan hátt. Og það var hálf ótrúlegt að sjá það,“ sagði DeChambeau þegar hann sat fyrir svörum eftir mótið í Detroit. DeChambeau ætlaði að halda upp á sigurinn á Rocket Mortage Classic með því að fá sér uppáhalds réttinn sinn. „Ég fæ mér nokkra próteinsjeika því ég á æfingu í fyrramálið. Svo get ég vonandi fengið góða steik og kartöflur einhvers staðar. Það er uppáhalds maturinn minn. Við hljótum að geta fundið hann einhvers staðar,“ sagði kylfingurinn. Klippa: Bryson DeChambeau hrósaði sigri í Detroit Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner, sem endaði í 3. sæti á Rocket Mortage Classic, hrósaði DeChambeau eftir mótið og sagði að hann hefði breytt því hvernig golf er spilað. DeChambeau er með lengstu upphafshögg á PGA-mótaröðinni í ár en þau eru 295 metrar að meðaltali. Miðað við frammistöðuna á Rocket Mortage Classic á sú tala væntanlega eftir að hækka eftir því sem líður á tímabilið. Lengsta högg DeChambeaus á mótinu í Detroit um helgina var 345 metrar. DeChambeau er í 4. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar. Webb Simpson er efstur, Justin Thomas í 2. sæti og Im Sung-jae í því þriðja. Næsta mót, Workday Charity Open, hefst 12. júlí. Klippa: DeChambeau vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti