„Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2020 22:30 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. „Ég sendi ríkisstjórninni bréf og benti á að ég liti svo á að þetta væri mjög brátt mál. Þeir yrðu að byrja strax í dag að setja saman einhverja aðstöðu til þess að taka við þessu. Í bréfi sínu segir Katrín Jakobsdóttir mér að hún ætlar að setja yfir þetta verkefnastjóra sem eigi að skila af sér ekki síðar en 15. september,“ sagði Kári og bætti við, „Mín tilfinning fyrir því sem er að gerast, fyrir þeim tíma sem við höfum er allt, allt, önnur en hún hefur. Hún hefur tíma til 15. september, ég hef það ekki.“ Kári segir aðferðina sem ríkisstjórnin beitir í málinu ekki vera þá réttu, segir hann halda því fram að ríkisstjórnin ætti að geta sett saman stofnun sem þessa á ekki lengri tíma en einni mínútu. „Aðferðin til að gera þetta er ósköp einfaldlega að þú lýsir því yfir að þú sért kominn með svona stofnun og svo dregur þú að þessu hæfileika og fólk og byggir þetta upp hægt og bítandi. Þú leggst ekki undir feld í miðjum faraldri og segi nú ætla ég að hugsa þetta fram til 15. september og kannski fæ ég þá góðar hugmyndir sem við byrjum að hrinda í framkvæmd,“ sagði Kári. „Ef þú hins vegar heldur að þú getir gengið að því sem vísu að þú hafir eitthvað fyrirtæki út í bæ sem vegna meðvirkni sinnar tekur að sér svona verkefni og lætur ganga um sig eins og skít. Þá auðvitað þarftu ekki að flýta þér í að koma á fót svona stofnun,“ bætti forstjórinn við. Kári sagði í byrjun viðtalsins sem tekið var fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 að það væri ekki hans mál að tjá sig um aðferðir ríkisstjórnarinnar vegna tillögu hans um stofnun Faraldsfræðistofnunnar. Það væri þeirra mál og hann hefði í raun og veru enga skoðun á því sem ríkisstjórnin væri að gera. Hann sagði þá að engin ástæða væri til þess, hvorki fyrir ÍE eða stjórnvöld, að fyrirtækið kæmi að stofnun stofnunarinnar. „Það er engin ástæða til þess hvorki fyrir okkur né ríkisstjórnina að við komum að því. Það er fullt af hæfileikaríku vel menntuðu fólki hér á Íslandi sem getur aðstoðað við það. Við erum búin með þann tíma, búin með þann kvóta sem við höfum afgangs handa þessari ríkisstjórn þegar kemur að þessum faraldri,“ sagði Kári. Kári sagðist þá telja að Landspítalinn sé í stakk búinn að taka við þunganum af kórónuveiruskimuninni sem ÍE skilur eftir að sjö dögum liðnum. „Landspítalinn hefur sjö daga til að auka við tækjabúnað og ná til sín fólki til að sinna þessu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta góða fólk komi til með að sinna þessu vel,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. „Ég sendi ríkisstjórninni bréf og benti á að ég liti svo á að þetta væri mjög brátt mál. Þeir yrðu að byrja strax í dag að setja saman einhverja aðstöðu til þess að taka við þessu. Í bréfi sínu segir Katrín Jakobsdóttir mér að hún ætlar að setja yfir þetta verkefnastjóra sem eigi að skila af sér ekki síðar en 15. september,“ sagði Kári og bætti við, „Mín tilfinning fyrir því sem er að gerast, fyrir þeim tíma sem við höfum er allt, allt, önnur en hún hefur. Hún hefur tíma til 15. september, ég hef það ekki.“ Kári segir aðferðina sem ríkisstjórnin beitir í málinu ekki vera þá réttu, segir hann halda því fram að ríkisstjórnin ætti að geta sett saman stofnun sem þessa á ekki lengri tíma en einni mínútu. „Aðferðin til að gera þetta er ósköp einfaldlega að þú lýsir því yfir að þú sért kominn með svona stofnun og svo dregur þú að þessu hæfileika og fólk og byggir þetta upp hægt og bítandi. Þú leggst ekki undir feld í miðjum faraldri og segi nú ætla ég að hugsa þetta fram til 15. september og kannski fæ ég þá góðar hugmyndir sem við byrjum að hrinda í framkvæmd,“ sagði Kári. „Ef þú hins vegar heldur að þú getir gengið að því sem vísu að þú hafir eitthvað fyrirtæki út í bæ sem vegna meðvirkni sinnar tekur að sér svona verkefni og lætur ganga um sig eins og skít. Þá auðvitað þarftu ekki að flýta þér í að koma á fót svona stofnun,“ bætti forstjórinn við. Kári sagði í byrjun viðtalsins sem tekið var fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 að það væri ekki hans mál að tjá sig um aðferðir ríkisstjórnarinnar vegna tillögu hans um stofnun Faraldsfræðistofnunnar. Það væri þeirra mál og hann hefði í raun og veru enga skoðun á því sem ríkisstjórnin væri að gera. Hann sagði þá að engin ástæða væri til þess, hvorki fyrir ÍE eða stjórnvöld, að fyrirtækið kæmi að stofnun stofnunarinnar. „Það er engin ástæða til þess hvorki fyrir okkur né ríkisstjórnina að við komum að því. Það er fullt af hæfileikaríku vel menntuðu fólki hér á Íslandi sem getur aðstoðað við það. Við erum búin með þann tíma, búin með þann kvóta sem við höfum afgangs handa þessari ríkisstjórn þegar kemur að þessum faraldri,“ sagði Kári. Kári sagðist þá telja að Landspítalinn sé í stakk búinn að taka við þunganum af kórónuveiruskimuninni sem ÍE skilur eftir að sjö dögum liðnum. „Landspítalinn hefur sjö daga til að auka við tækjabúnað og ná til sín fólki til að sinna þessu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta góða fólk komi til með að sinna þessu vel,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira