Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 13:51 Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. Hvorki hann né tengdasonur hans, Tamson Hatuikulipi, hyggjast bera vitni eða kalla til vitni máli þeirra til stuðnings í dómsmáli yfirvalda í Namibíu gegn þeim í tengslum við ásakanir sem fyrst komu fram í umfjöllun um Samherjaskjölin svokölluðu. Namibíski fjölmiðillin New Era Live greinir frá. Þeim Esau, Hatuikulipi, Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er meðal annars gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Málið er nú rekið fyrir dómstólum í Namibíu og í dag lögðu þeir Esau og Hatuikulipi fram eiðsvarna yfirlýsingu sem lesinn var upp í dómsal. Þar sakar Esau Spillingarlögregluna í Namibíu um að útmála hann sem sökudólginn í málinu þegar yfirvöld ættu í raun að vera að eltast við lögfræðinga sem hafi þegið peninga frá Fishcor og gangi nú lausir. Esau og Hatuikulipi óskuðu eftir því að dómari myndi láta þá lausa gegn tryggingu og segist Esau vera reiðubúinn til þess að leggja nær allar sínar eignir fram sem tryggingu. Þá muni hann skila inn vegabréfi sínu, ekki skipta sér af rannsókn málsins og mæta reglulega á lögreglustöðina í Omaheke til þess að sýna fram á að hann sé ekki á leiðinni úr landi. Í yfirlýsingunni segir að það sé ekkert nema „goðsögn“ að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem ráðherra til þess að hagnast persónulega og að ásakanir um slíkt séu ekkert nema tilraunir til þess að ata nafn hans auri. Sagði hann enga spillingu hafa viðgengist í ráðherratíð hans, hvað þá peningaþvætti eða fjársvik af neinu tagi. Saksóknarar leggjast gegn því að Esau verði látinn laus gegn tryggingu og vilja þeir gjarnan fá að spyrja Esau spjörunum úr í dómsal, eitthvað sem er ólíklegt þar sem bæði Esay og Hatuikulipi segjast ekki ætla að bera vitni né kalla til vitni við málsmeðferðina. Óttast saksóknararnir að þeir félagar muni reyna að flýja land eða að þeir muni reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. Hvorki hann né tengdasonur hans, Tamson Hatuikulipi, hyggjast bera vitni eða kalla til vitni máli þeirra til stuðnings í dómsmáli yfirvalda í Namibíu gegn þeim í tengslum við ásakanir sem fyrst komu fram í umfjöllun um Samherjaskjölin svokölluðu. Namibíski fjölmiðillin New Era Live greinir frá. Þeim Esau, Hatuikulipi, Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er meðal annars gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Málið er nú rekið fyrir dómstólum í Namibíu og í dag lögðu þeir Esau og Hatuikulipi fram eiðsvarna yfirlýsingu sem lesinn var upp í dómsal. Þar sakar Esau Spillingarlögregluna í Namibíu um að útmála hann sem sökudólginn í málinu þegar yfirvöld ættu í raun að vera að eltast við lögfræðinga sem hafi þegið peninga frá Fishcor og gangi nú lausir. Esau og Hatuikulipi óskuðu eftir því að dómari myndi láta þá lausa gegn tryggingu og segist Esau vera reiðubúinn til þess að leggja nær allar sínar eignir fram sem tryggingu. Þá muni hann skila inn vegabréfi sínu, ekki skipta sér af rannsókn málsins og mæta reglulega á lögreglustöðina í Omaheke til þess að sýna fram á að hann sé ekki á leiðinni úr landi. Í yfirlýsingunni segir að það sé ekkert nema „goðsögn“ að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem ráðherra til þess að hagnast persónulega og að ásakanir um slíkt séu ekkert nema tilraunir til þess að ata nafn hans auri. Sagði hann enga spillingu hafa viðgengist í ráðherratíð hans, hvað þá peningaþvætti eða fjársvik af neinu tagi. Saksóknarar leggjast gegn því að Esau verði látinn laus gegn tryggingu og vilja þeir gjarnan fá að spyrja Esau spjörunum úr í dómsal, eitthvað sem er ólíklegt þar sem bæði Esay og Hatuikulipi segjast ekki ætla að bera vitni né kalla til vitni við málsmeðferðina. Óttast saksóknararnir að þeir félagar muni reyna að flýja land eða að þeir muni reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira