Stefna Hval og vilja fá rúmlega einn og hálfan milljarð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 08:13 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals. Getty/Arnaldur Halldórsson Þrír hluthafar í Hval hf. hafa stefnt félaginu, og krefjast þess að hlutir þeirra verði innleystir. Þeir vilja fá samtal 1,56 milljarða í sinn hlut, auk dráttarvaxta. Samtals nemur hlutur þeirra 5,3% í félaginu. Frá þessu er greint í Markaðnum. Þar kemur fram að hluthafarnir, sem eru félög í eigu þeirra Einars Sveinssonar, Benedikts Einarssonar og Ingimundar Sveinssonar, saki Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra og stærsta einstaka hluthafa félagsins um að hafa, með kaupum sínum á hlutum í Hval „á verulegu undirverði“ og fráfalli forkaupsréttar stjórnar félagsins að þeim, aflað sér „ótilhlýðilegra hagsmuna,“ á kostnað annarra hluthafa. Telja kröfuhafarnir að Kristján hafi með þessu brotið gegn ákvæðum laga um hlutafélög. Því eigi félög þeirra rétt á innlausn hluta sinna, samkvæmt 26. grein laganna. Í umfjöllun Markaðarins er því slegið föstu að ekki hafi áður reynt á umrætt ákvæði fyrir dómstólum, en í því segir að hluthafi geti krafist dóms, standi veigamikil rök til þess að honum verði gert kleift að losna úr félaginu. Markaðurinn hefur eftir Kristjáni að verði gengið að kröfum hluthafanna gæti það falið í sér að Hvalur hf. verði leyst upp, þar sem eiga mætti von á því að fleiri hluthafa krefðust þess að vera keyptir út á sama gengi, og félaginu slitið í kjölfarið. Segist hann þó ekki telja að það sé vilji meirihluta annarra hluthafa félagsins. Aðalmeðferð hefjist í haust Í málsvörn Hvals er þess krafist að því sé hafnað að lögbundin skilyrði innlausnar séu til staðar. Þá krefst Hvalur þess til vara, ef fallist verður á innlausn hlutanna, að ekki verði eingöngu litið til upplausnarvirðis félagsins eins og hluthafarnir hafa farið fram á. Heldur verði litið til verðs í síðustu þekktu viðskuptum, auk sjónarmiða um minnihlutaafslátt og seljanleikaafslátt frá upplausnarvirði. Þau sjónarmið myndu leiða til þess að verð hlutanna stæði nærri verði síðustu viðskipta, en Hvalur hefur aflað verðmats hjá Deloitte vegna málsins. Markaðurinn segir gert ráð fyrir því að aðalmeðferð málsins hefjist í héraðsdómi Vesturlands í september á þessu ári. Hvalveiðar Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þrír hluthafar í Hval hf. hafa stefnt félaginu, og krefjast þess að hlutir þeirra verði innleystir. Þeir vilja fá samtal 1,56 milljarða í sinn hlut, auk dráttarvaxta. Samtals nemur hlutur þeirra 5,3% í félaginu. Frá þessu er greint í Markaðnum. Þar kemur fram að hluthafarnir, sem eru félög í eigu þeirra Einars Sveinssonar, Benedikts Einarssonar og Ingimundar Sveinssonar, saki Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra og stærsta einstaka hluthafa félagsins um að hafa, með kaupum sínum á hlutum í Hval „á verulegu undirverði“ og fráfalli forkaupsréttar stjórnar félagsins að þeim, aflað sér „ótilhlýðilegra hagsmuna,“ á kostnað annarra hluthafa. Telja kröfuhafarnir að Kristján hafi með þessu brotið gegn ákvæðum laga um hlutafélög. Því eigi félög þeirra rétt á innlausn hluta sinna, samkvæmt 26. grein laganna. Í umfjöllun Markaðarins er því slegið föstu að ekki hafi áður reynt á umrætt ákvæði fyrir dómstólum, en í því segir að hluthafi geti krafist dóms, standi veigamikil rök til þess að honum verði gert kleift að losna úr félaginu. Markaðurinn hefur eftir Kristjáni að verði gengið að kröfum hluthafanna gæti það falið í sér að Hvalur hf. verði leyst upp, þar sem eiga mætti von á því að fleiri hluthafa krefðust þess að vera keyptir út á sama gengi, og félaginu slitið í kjölfarið. Segist hann þó ekki telja að það sé vilji meirihluta annarra hluthafa félagsins. Aðalmeðferð hefjist í haust Í málsvörn Hvals er þess krafist að því sé hafnað að lögbundin skilyrði innlausnar séu til staðar. Þá krefst Hvalur þess til vara, ef fallist verður á innlausn hlutanna, að ekki verði eingöngu litið til upplausnarvirðis félagsins eins og hluthafarnir hafa farið fram á. Heldur verði litið til verðs í síðustu þekktu viðskuptum, auk sjónarmiða um minnihlutaafslátt og seljanleikaafslátt frá upplausnarvirði. Þau sjónarmið myndu leiða til þess að verð hlutanna stæði nærri verði síðustu viðskipta, en Hvalur hefur aflað verðmats hjá Deloitte vegna málsins. Markaðurinn segir gert ráð fyrir því að aðalmeðferð málsins hefjist í héraðsdómi Vesturlands í september á þessu ári.
Hvalveiðar Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira