Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2020 17:28 Hópur nemenda í Polytechnic University í Hong Kong mótmæla við útskrift úr skólanum. Mótmælin fóru fram í byrjun nóvember 2019 en þá var mánuður liðinn frá því að yfirvöld kynntu til sögunnar lög sem banna notkun andlitsgríma á opinberum samkomum. EPA-EFE/JEROME FAVRE Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. Þetta kemur fram í tilskipun frá menntamálaráðherra héraðsins. Þúsundir skólabarna og ungmenna í Hong Kong hafa tekið virkan þátt í baráttu aðgerðarhópa sem hafa krafist aukins lýðræðis í héraðinu frá því á síðasta ári. Um 1.600 stúdentar voru handteknir fyrir að taka þátt í mótmælum síðasta árið. Tilskipunin var gefin út sama dag og ný öryggislög Kína tóku gildi í borginni. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og Kínverjar geta nú komið uppi starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong. Hong Kong var á yfirráðasvæði Breta til ársins 1997 en þá var héraðið rétt aftur til Kína. Í samkomulagi milli Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi að vera tryggð fyrir íbúa héraðsins í minnst 50 ár samkvæmt „eitt land, tvö kerfi“ samkomulaginu. Mörg börn tóku þátt í mótmælunum sem hófust í fyrra og nýttu skólastofurnar til að lýsa yfir stuðningi við kröfur lýðræðissinna. Nemendur gripu meðal annars til þess að yfirgnæfa kínverska þjóðsönginn með því að syngja lagið Glory To Hong Kong sem hefur orðið einkennissöngur mótmælenda. Kevin Yeung, menntamálaráðherra héraðsins, segir að skólar verði að grípa til aðgerða ef nemendur grípa til slíkra ráða. Þá sagði hann að lagið Glory To Hong Kong sé nátengd félagslegum og pólitískum aðgerðum, ofbeldi og ólöglegu athæfi sem farið hafi fram síðustu mánuði. „Skólar mega ekki leyfa nemendum að spila, syngja eða deila því í skólum,“ sagði hann. Þá mega nemendur ekki mynda keðjur í mótmælaskyni, kyrja slagorð eða tjá önnur pólitísk skilaboð. Í síðustu viku voru bækur sem fjalla um eða hvetja til aukins lýðræðis fjarlægðar af bókasöfnum og segja yfirvöld að þeim verði skilað aftur ef í ljós kemur við nánari skoðun að þær séu ekki brot á lögunum. Hong Kong Kína Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. Þetta kemur fram í tilskipun frá menntamálaráðherra héraðsins. Þúsundir skólabarna og ungmenna í Hong Kong hafa tekið virkan þátt í baráttu aðgerðarhópa sem hafa krafist aukins lýðræðis í héraðinu frá því á síðasta ári. Um 1.600 stúdentar voru handteknir fyrir að taka þátt í mótmælum síðasta árið. Tilskipunin var gefin út sama dag og ný öryggislög Kína tóku gildi í borginni. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og Kínverjar geta nú komið uppi starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong. Hong Kong var á yfirráðasvæði Breta til ársins 1997 en þá var héraðið rétt aftur til Kína. Í samkomulagi milli Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi að vera tryggð fyrir íbúa héraðsins í minnst 50 ár samkvæmt „eitt land, tvö kerfi“ samkomulaginu. Mörg börn tóku þátt í mótmælunum sem hófust í fyrra og nýttu skólastofurnar til að lýsa yfir stuðningi við kröfur lýðræðissinna. Nemendur gripu meðal annars til þess að yfirgnæfa kínverska þjóðsönginn með því að syngja lagið Glory To Hong Kong sem hefur orðið einkennissöngur mótmælenda. Kevin Yeung, menntamálaráðherra héraðsins, segir að skólar verði að grípa til aðgerða ef nemendur grípa til slíkra ráða. Þá sagði hann að lagið Glory To Hong Kong sé nátengd félagslegum og pólitískum aðgerðum, ofbeldi og ólöglegu athæfi sem farið hafi fram síðustu mánuði. „Skólar mega ekki leyfa nemendum að spila, syngja eða deila því í skólum,“ sagði hann. Þá mega nemendur ekki mynda keðjur í mótmælaskyni, kyrja slagorð eða tjá önnur pólitísk skilaboð. Í síðustu viku voru bækur sem fjalla um eða hvetja til aukins lýðræðis fjarlægðar af bókasöfnum og segja yfirvöld að þeim verði skilað aftur ef í ljós kemur við nánari skoðun að þær séu ekki brot á lögunum.
Hong Kong Kína Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira