Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina í næstu viku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2020 22:00 Tiger Woods með Jack Nicklaus eftir sigurinn á Memorial mótinu 2012. getty/Scott Halleran Tiger Woods snýr aftur á PGA-mótaröðina um næstu helgi þegar hann keppir á Memorial mótinu í Ohio í Bandaríkjunum. Hann greindi frá þessu á Twitter í dag. I m looking forward to playing in the @MemorialGolf next week. I ve missed going out and competing with the guys and can t wait to get back out there.— Tiger Woods (@TigerWoods) July 9, 2020 Tiger hefur ekki enn keppt á PGA-mótaröðinni síðan hún hófst á ný fyrir mánuði eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Enginn kylfingur hefur unnið Memorial mótið jafn oft og Tiger, eða fimm sinnum. Hann vann það þrjú ár í röð (1999-2001), svo 2009 og loks 2012. Tiger keppti síðast með Peyton Manning, fyrrverandi NFL-stjörnu, í góðgerðareinvíginu „The Match: Champions for Charity“ í Flórída í maí. Þeir unnu þá sigur á Phil Mickelson og Tom Brady. Tiger hefur ekki keppt á PGA-mótaröðinni síðan á Genesis Invitational í febrúar. Hann varð þá neðstur af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn. Meðal annarra kylfinga sem keppa á Memorial mótinu eru Brooks Koepka, Jon Rahm og Rory McIlroy, efsti maður heimslistans. Patrick Cantlay er á titil að verja en hann vann Memorial mótið í fyrra. Tiger hefur unnið 82 mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum og deilir metinu yfir flesta sigra með Sam Snead. Klukkan 19:00 í kvöld hefst bein útsending á fyrsta degi Workday Charity Open á PGA-mótaröðinni á Stöð 2 Golf. Einnig verður sýnt beint frá Memorial mótinu í næstu viku. Það hefst fimmtudaginn 16. júlí. Golf Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods snýr aftur á PGA-mótaröðina um næstu helgi þegar hann keppir á Memorial mótinu í Ohio í Bandaríkjunum. Hann greindi frá þessu á Twitter í dag. I m looking forward to playing in the @MemorialGolf next week. I ve missed going out and competing with the guys and can t wait to get back out there.— Tiger Woods (@TigerWoods) July 9, 2020 Tiger hefur ekki enn keppt á PGA-mótaröðinni síðan hún hófst á ný fyrir mánuði eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Enginn kylfingur hefur unnið Memorial mótið jafn oft og Tiger, eða fimm sinnum. Hann vann það þrjú ár í röð (1999-2001), svo 2009 og loks 2012. Tiger keppti síðast með Peyton Manning, fyrrverandi NFL-stjörnu, í góðgerðareinvíginu „The Match: Champions for Charity“ í Flórída í maí. Þeir unnu þá sigur á Phil Mickelson og Tom Brady. Tiger hefur ekki keppt á PGA-mótaröðinni síðan á Genesis Invitational í febrúar. Hann varð þá neðstur af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn. Meðal annarra kylfinga sem keppa á Memorial mótinu eru Brooks Koepka, Jon Rahm og Rory McIlroy, efsti maður heimslistans. Patrick Cantlay er á titil að verja en hann vann Memorial mótið í fyrra. Tiger hefur unnið 82 mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum og deilir metinu yfir flesta sigra með Sam Snead. Klukkan 19:00 í kvöld hefst bein útsending á fyrsta degi Workday Charity Open á PGA-mótaröðinni á Stöð 2 Golf. Einnig verður sýnt beint frá Memorial mótinu í næstu viku. Það hefst fimmtudaginn 16. júlí.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira