Erlent

Meintar mútugreiðslur hafi fjármagnað kosningabaráttu SWAPO

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Namibískur rannsakandi sagði í dómsal þar í landi í dag að rannsókn hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja til þarlendra embættismanna hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu SWAPO, namibíska ríkisstjórnarflokksins. 

Búist er við að dómstóllinn úrskurði brátt um hvort þeir Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Tamson Hatuikulipi, tengdasonur hans, verði leystir úr haldi gegn tryggingu. 

Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að rannsakendur segi að James Hatuikulipi, sem var áður stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, hefði beðið Samherja um hjálp við að hylja slóð sína vegna hinna meintu mútugreiðslna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×