Leikkonan Jennifer Aniston en án efa þekktust fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum vinsælu Friends.
Þar fór hún með hlutverk Rachel Green í tíu ár eða frá árinu 1994-2004. Hún segist aldrei geta hrist Rachel Green af sér.
„Þetta var alltaf í sjónvarpinu og ég var bara þekkt fyrir það að vera Rachel í Friends. Hættið að sýna þessa helvítis þætti. Ég hef í raun stanslaust þurft að sanna fyrir öllum í þessum bransa að ég get leikið annan karakter,“ segir Aniston í samtali við aðra leikara hjá miðlinum Hollywood Reporter í fjarsamtali.