Matarkompaníið sendir ferskan og góðan mat á vinnustaði í hádeginu alla daga. Fyrirtækjaþjónustan fer aldrei í frí og er því frábær valmöguleiki fyrir þá vinnustaði þar sem mötuneyti er ekki starfrækt yfir sumartímann. Fyrsta vikan er á 10 % afslætti.
„Við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil þar sem hver og einn getur valið á milli kjötrétta, fiskrétta, veganrétta, súpu, salats og fleira og við reynum ávallt að koma til móts við séróskir í mataræði viðskiptavina,“ segir Guðmundur Óli Sigurjónsson matreiðslumaður og eigandi Matarkompanísins.
„Við leggjum áherslu á að matreiða úr ferskasta hráefni sem völ er á á hverjum degi og eldum allt frá grunni.“

Auðvelt að panta á netinu
Pantað er á netinu á Matarkompani.is. Matseðilinn má sjá hér og neðst á síðunni er smellt á „panta mat“ til að velja daga og fjölda skammta. Panta þarf með tveggja sólarhrings fyrirvara og er maturinn keyrður út til viðskiptavina milli klukkan 11.30 og 12. Allur maturinn kemur í umhverfisvænum umbúðum og er keyrður á staðinn í hitakössum.
Matar Kompaní sérhæfir sig í veisluþjónustu og hádegismat fyrir fyrirtæki. Pantaðu heitan mat í hádeginu hér eða með því að hringja í síma 6266400. Allar nánari upplýsingar um þjónustuna eru á matarkompani.is og á facebook.