Watford og West Ham svo gott sem búin að tryggja sæti sitt í úrvalsdeildinni Ísak Hallmundarson skrifar 11. júlí 2020 13:35 Troy Deeney skoraði bæði mörk Watford í öflugum sigri í dag. getty/Richard Heathcote Watford og West Ham unnu mikilvæga sigra í ensku úrvalsdeildinni í dag, sem fleyta báðum liðum langt með að tryggja sér öruggt sæti í deildinni á næstu leiktíð. Watford tók á móti Newcastle á Vicarege Road. Gestirnir komust yfir á 23. mínútu með marki frá Dwight Gayle og staðan 0-1 í hálfleik. Troy Deeney var hetja heimamanna í síðari hálfleik, en hann skoraði bæði mörk liðsins úr vítaspyrnu, það síðara á 82. mínútu sem reyndist sigurmarkið. Lokatölur 2-1 Watford í vil. Watford er með sigrinum komið í 34 stig, sex stigum fyrir ofan Bournemouth sem situr í fallsæti. Afar ólíklegt er að Bournemouth takist að vinna upp þann mun í fjórum leikjum. West Ham vann þá stórsigur á útivelli gegn Norwich en með sigri West Ham er Norwich fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Michael Antonio skoraði öll fjögur mörk West Ham í leiknum í 4-0 sigri. West Ham er með 34 stig líkt og Watford, en er sæti ofar en Watford á markatölu. Þeir eru líkt og Watford sex stigum fyrir ofan Bournemouth og því þarf mikið að gerast til að liðið falli um deild. Norwich er með 21 stig í neðsta sæti og formlega fallið úr deildinni. Enski boltinn
Watford og West Ham unnu mikilvæga sigra í ensku úrvalsdeildinni í dag, sem fleyta báðum liðum langt með að tryggja sér öruggt sæti í deildinni á næstu leiktíð. Watford tók á móti Newcastle á Vicarege Road. Gestirnir komust yfir á 23. mínútu með marki frá Dwight Gayle og staðan 0-1 í hálfleik. Troy Deeney var hetja heimamanna í síðari hálfleik, en hann skoraði bæði mörk liðsins úr vítaspyrnu, það síðara á 82. mínútu sem reyndist sigurmarkið. Lokatölur 2-1 Watford í vil. Watford er með sigrinum komið í 34 stig, sex stigum fyrir ofan Bournemouth sem situr í fallsæti. Afar ólíklegt er að Bournemouth takist að vinna upp þann mun í fjórum leikjum. West Ham vann þá stórsigur á útivelli gegn Norwich en með sigri West Ham er Norwich fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Michael Antonio skoraði öll fjögur mörk West Ham í leiknum í 4-0 sigri. West Ham er með 34 stig líkt og Watford, en er sæti ofar en Watford á markatölu. Þeir eru líkt og Watford sex stigum fyrir ofan Bournemouth og því þarf mikið að gerast til að liðið falli um deild. Norwich er með 21 stig í neðsta sæti og formlega fallið úr deildinni.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti