149 laxa dagur í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 11. júlí 2020 09:17 Fallegur lax úr Bátsvaðinu í Eystri Rangá Mynd: www..ranga.is Veiðin í Eystri Rangá hefur verið alveg ótrúleg síðustu daga en dagurinn í gær toppaði tímabilið hingað til. Það er ekkert lát á göngum í Eystri Rangá þessa dagana og toppnum á göngunum er líklega ekki náð þar sem það er nóg eftir af tímabilinu. Dagurinn í gær var hreint úr sagt frábær en alls veiddust 149 laxar í ánni. Við heyrðum í einum af þeim veiðimönnum sem var við veiðar og var okkur tjáð að veiðin hefði verið alveg ótrúleg á sumum svæðum og af þeim var líklega svæði 1 best en þar veiddust 31 lax á tvær stangir í gær. Veiðinni er ennþá aðeins misskipt á milli svæða sem er ekkert óeðlilegt á þessum tíma. Seldir hafa verið stakir dagar og komast veiðimenn þá á tvö svæði. Það er líklega það eina sem einhverjir hafa viljað hafa á annan veg, þ.e.a.s. þriggja tíma skiptingar til að komast betur yfir ánna sem telur alls níu svæði. Það verður spennandi að sjá hvernig tölurnar breytast í Eystri Rangá næstu daga en við spáðum því að hún verði komin yfir 1.000 laxa á mánudaginn og ef þetta mok heldur áfram þá er ljóst að það gæti bara vel ræst. Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Ennþá mikið vatn í Hörgá Veiði
Veiðin í Eystri Rangá hefur verið alveg ótrúleg síðustu daga en dagurinn í gær toppaði tímabilið hingað til. Það er ekkert lát á göngum í Eystri Rangá þessa dagana og toppnum á göngunum er líklega ekki náð þar sem það er nóg eftir af tímabilinu. Dagurinn í gær var hreint úr sagt frábær en alls veiddust 149 laxar í ánni. Við heyrðum í einum af þeim veiðimönnum sem var við veiðar og var okkur tjáð að veiðin hefði verið alveg ótrúleg á sumum svæðum og af þeim var líklega svæði 1 best en þar veiddust 31 lax á tvær stangir í gær. Veiðinni er ennþá aðeins misskipt á milli svæða sem er ekkert óeðlilegt á þessum tíma. Seldir hafa verið stakir dagar og komast veiðimenn þá á tvö svæði. Það er líklega það eina sem einhverjir hafa viljað hafa á annan veg, þ.e.a.s. þriggja tíma skiptingar til að komast betur yfir ánna sem telur alls níu svæði. Það verður spennandi að sjá hvernig tölurnar breytast í Eystri Rangá næstu daga en við spáðum því að hún verði komin yfir 1.000 laxa á mánudaginn og ef þetta mok heldur áfram þá er ljóst að það gæti bara vel ræst.
Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Ennþá mikið vatn í Hörgá Veiði