Ráðherrar ekki lengur smákonungar með stjórnarskrárbreytingum Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 12. júlí 2020 13:31 Skúli Magnússon héraðsdómari vann að gerð frumvarpsins. Vísir/Þorbjörn Frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar er meðal annars ætlað að sporna gegn því að ráðherrar upplifi sig sem smákonunga að sögn héraðsdómara sem vann frumvarpið. Breytingar á forsetakafla stjórnarskrárinnar myndu ekki hagga við grunnhlutverki forsetans að hans mati. Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskrá og birti forsætisáðuneytið frumvarpsdrög þess efnis í lok síðasta mánaðar. Skúli Magnússon héraðsdómari vann frumvarpið fyrir flokksformennina og segir að tillögurnar sem þar birtast séu ekki óskalisti eins eða neins. „Það er verið að reyna að setja fram hófstilltar tillögur sem hvað flestir geta sætt sig við, þá með þann bakgrunn að leiðarljósi að stjórnarskráin er bæði grundvöllur og umgjörð stjórnmálanna og það er mjög óheppilegt ef hún verður að andlagi stjórnmálanna frekar en að ramma þau inn og fela í sér þær leikreglur sem stjórnmálin verða að lúta á hverjum degi,“ segir Skúli. Ráðherrar verði ekki smákonungar einstakra málaflokka Breytingunum er til að mynda ætlað að festa þingræðisregluna í sessi og tryggja að ríkisstjórn vinni meira sem ein held. „Það er verið að vinna út frá því vandamáli að stundum kemur ríkisstjórnin ekki fram sem ein heild og ráðherrarnir virðast vera að vinna jafnvel á móti hver öðrum frekar en með hver öðrum og þarna er ekki verið að gera neinar grundvallarbreytingar, en það er verið að styrkja umsjónar- og samræmingarhlutverk forsætisráðherra. Þannig að í þessu felst hvatning og ráðagerð til þess að það séu þá hugsanlega settar ítarlegri reglur, og menn upplifi sig frekar sem ráðherrar að þeir séu hluti af ríkisstjórn en ekki svona eins konar smákonungar yfir einhverjum tilteknum málefnasviðum,“ segir Skúli. Nokkrar breytingar eru gerðar á forsetakafla stjórnarskrárinnar, en Skúli segir að þeim sé ekki ætlað að hrófla við stöðu forseta í stjórnsýslunni. „Markmið frumvarpsins hvað varðar stöðu og hlutverk forsetans er alveg skýrt. Það á ekki að breytast. Ástæðan fyrir því er sú að við verðum, held ég, að horfast í augu við það sem þjóð að hér hafa verið uppi, um áratugaskeið, deilur um stöðu og stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands. Við höfum ekki enn þá komist að niðurstöðu um hvert þetta hlutverk á að vera nákvæmlega,“ segir Skúli. Hann segir að í raun kjósi þjóðin um hlutverk forsetans í hverjum forsetakosningum. „Þá er auðvitað gaman að horfa á það bæði hvernig forsetaframbjóðendur tala og líka hvaða hugmyndir fólkið í landinu hefur um forsetann þegar það kýs.“ Frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar má nú nálgast í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem almenningur getur viðrað skoðun sín á hugmyndirnar til tuttugasta og annars þessa mánaðar. Stjórnarskrá Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar er meðal annars ætlað að sporna gegn því að ráðherrar upplifi sig sem smákonunga að sögn héraðsdómara sem vann frumvarpið. Breytingar á forsetakafla stjórnarskrárinnar myndu ekki hagga við grunnhlutverki forsetans að hans mati. Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskrá og birti forsætisáðuneytið frumvarpsdrög þess efnis í lok síðasta mánaðar. Skúli Magnússon héraðsdómari vann frumvarpið fyrir flokksformennina og segir að tillögurnar sem þar birtast séu ekki óskalisti eins eða neins. „Það er verið að reyna að setja fram hófstilltar tillögur sem hvað flestir geta sætt sig við, þá með þann bakgrunn að leiðarljósi að stjórnarskráin er bæði grundvöllur og umgjörð stjórnmálanna og það er mjög óheppilegt ef hún verður að andlagi stjórnmálanna frekar en að ramma þau inn og fela í sér þær leikreglur sem stjórnmálin verða að lúta á hverjum degi,“ segir Skúli. Ráðherrar verði ekki smákonungar einstakra málaflokka Breytingunum er til að mynda ætlað að festa þingræðisregluna í sessi og tryggja að ríkisstjórn vinni meira sem ein held. „Það er verið að vinna út frá því vandamáli að stundum kemur ríkisstjórnin ekki fram sem ein heild og ráðherrarnir virðast vera að vinna jafnvel á móti hver öðrum frekar en með hver öðrum og þarna er ekki verið að gera neinar grundvallarbreytingar, en það er verið að styrkja umsjónar- og samræmingarhlutverk forsætisráðherra. Þannig að í þessu felst hvatning og ráðagerð til þess að það séu þá hugsanlega settar ítarlegri reglur, og menn upplifi sig frekar sem ráðherrar að þeir séu hluti af ríkisstjórn en ekki svona eins konar smákonungar yfir einhverjum tilteknum málefnasviðum,“ segir Skúli. Nokkrar breytingar eru gerðar á forsetakafla stjórnarskrárinnar, en Skúli segir að þeim sé ekki ætlað að hrófla við stöðu forseta í stjórnsýslunni. „Markmið frumvarpsins hvað varðar stöðu og hlutverk forsetans er alveg skýrt. Það á ekki að breytast. Ástæðan fyrir því er sú að við verðum, held ég, að horfast í augu við það sem þjóð að hér hafa verið uppi, um áratugaskeið, deilur um stöðu og stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands. Við höfum ekki enn þá komist að niðurstöðu um hvert þetta hlutverk á að vera nákvæmlega,“ segir Skúli. Hann segir að í raun kjósi þjóðin um hlutverk forsetans í hverjum forsetakosningum. „Þá er auðvitað gaman að horfa á það bæði hvernig forsetaframbjóðendur tala og líka hvaða hugmyndir fólkið í landinu hefur um forsetann þegar það kýs.“ Frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar má nú nálgast í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem almenningur getur viðrað skoðun sín á hugmyndirnar til tuttugasta og annars þessa mánaðar.
Stjórnarskrá Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira