Solskjær segir að De Gea þurfi á fleiri titlum að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 07:30 David de Gea hefur haldið marki sínu hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum Manchester United. EPA-EFE/Joe Giddens Spænski markvörðurinn David De Gea hefur verið lengi hjá Manchester United og hann spilar í kvöld sinn 400. leik fyrir félagið komist hann í byrjunarliðið hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Solskjær ræddi þessi tímamót Spánverjans í aðdraganda leiksins og hvað hann haldi að angri helst markvörðinn sinn þessum tímapunkti á ferli hans. David De Gea verður aðeins annar markvörðurinn í sögu Manchester United til að ná fjögur hundruð leikjum fyrir klúbbinn en hinn er Alex Stepney sem varði mark United frá 1966 til 1978. „Ég held að hann verði ekki sáttur með ferilinn sinn fyrr en hann vinnur fleiri titla,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um hinn 29 ára gamla spænska markvörð. David De Gea hefur fjórum sinnum verið valinn leikmaður ársins hjá Manchester United eða einu sinni oftar en Cristiano Ronaldo sem dæmi. David de Gea needs trophies to go with personal milestones, says Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer.Full story https://t.co/kHCfYljPKr #manutd #bbcfootball pic.twitter.com/QRPeasF78x— BBC Sport (@BBCSport) July 12, 2020 „Hann hefur unnið sér inn persónulegar viðurkenningar en David er ekki týpan sem er að hugsa um slíkt. Ég held að hann vilji að liðið vinni titla. Hann er búinn að vera svona lengi hjá Manchester United og hefur ekki unnið meira. Honum finnst það örugglega vera svartur blettur á ferli sínum, sagði Solskjær. De Gea hefur verið í níu tímabil hjá Manchester United og hefur bara orðið enskur meistari einu sinni auk þess að vinna einn bikarmeistaratitil, enska deildabikarinn einu sinni og svo Evrópudeildina einu sinni. De Gea var samt á bekknum í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Peter Schmeichel vann ellefu stóra titla með Manchester United þar af ensku deildina fimm sinnum en hann var í átta ár hjá Manchester United og lék 398 leiki fyrir félagið. David De Gea fékk á sig gagnrýni fyrir mark sem hann fékk á sig á móti Tottenham en hefur síðan haldið markinu hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum United liðsins. Manchester United liðið er líka farið að líta út eins og lið sem getur farið að blanda sér aftur í baráttuna um enska meistaratitilinn. Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira
Spænski markvörðurinn David De Gea hefur verið lengi hjá Manchester United og hann spilar í kvöld sinn 400. leik fyrir félagið komist hann í byrjunarliðið hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Solskjær ræddi þessi tímamót Spánverjans í aðdraganda leiksins og hvað hann haldi að angri helst markvörðinn sinn þessum tímapunkti á ferli hans. David De Gea verður aðeins annar markvörðurinn í sögu Manchester United til að ná fjögur hundruð leikjum fyrir klúbbinn en hinn er Alex Stepney sem varði mark United frá 1966 til 1978. „Ég held að hann verði ekki sáttur með ferilinn sinn fyrr en hann vinnur fleiri titla,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um hinn 29 ára gamla spænska markvörð. David De Gea hefur fjórum sinnum verið valinn leikmaður ársins hjá Manchester United eða einu sinni oftar en Cristiano Ronaldo sem dæmi. David de Gea needs trophies to go with personal milestones, says Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer.Full story https://t.co/kHCfYljPKr #manutd #bbcfootball pic.twitter.com/QRPeasF78x— BBC Sport (@BBCSport) July 12, 2020 „Hann hefur unnið sér inn persónulegar viðurkenningar en David er ekki týpan sem er að hugsa um slíkt. Ég held að hann vilji að liðið vinni titla. Hann er búinn að vera svona lengi hjá Manchester United og hefur ekki unnið meira. Honum finnst það örugglega vera svartur blettur á ferli sínum, sagði Solskjær. De Gea hefur verið í níu tímabil hjá Manchester United og hefur bara orðið enskur meistari einu sinni auk þess að vinna einn bikarmeistaratitil, enska deildabikarinn einu sinni og svo Evrópudeildina einu sinni. De Gea var samt á bekknum í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Peter Schmeichel vann ellefu stóra titla með Manchester United þar af ensku deildina fimm sinnum en hann var í átta ár hjá Manchester United og lék 398 leiki fyrir félagið. David De Gea fékk á sig gagnrýni fyrir mark sem hann fékk á sig á móti Tottenham en hefur síðan haldið markinu hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum United liðsins. Manchester United liðið er líka farið að líta út eins og lið sem getur farið að blanda sér aftur í baráttuna um enska meistaratitilinn.
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira