Telur tímabært að breyta löggjöf um getraunir Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 11:32 Magnús Sigurbjörnsson ræddi stöðu getrauna hér á landi í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi, telur mörg tækifæri felast í því að breyta löggjöf í kringum getraunir og veðmálasíður. Ríkið verði af töluverðum tekjum í núverandi ástandi á meðan fólk nýtir sér erlendar veðmálasíður til þess að veðja á íþróttaleiki. Þetta kemur fram í grein Magnúsar sem birtist í Morgunblaðinu fyrir helgi. Hann var gestur Bítisins í morgun þar sem hann ræddi þessi mál. „Það er búið að vera umræða um þetta, aðallega eftir að Þórsarar settu á sig derhúfu sem var kannski ekki alveg lögleg samkvæmt lögunum, frá erlendum veðbönkum. Svo eru til hátt í tvöhundruð erlendir veðbankar sem gætu alveg séð sér fært að koma hingað til lands,“ sagði Magnús um stöðu getrauna hér á landi. Vísaði hann þar til atviks þar sem bæði þjálfari og leikmenn Þórs mættu með húfur merktar erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl eftir leik gegn Grindavík í júní. Félaginu var gert að greiða 50 þúsund króna sekt. Hann segir ljóst að áhuginn sé til staðar, bæði hjá veðbönkum og íslenskum notendum sem nýta sér nú þegar þjónustu þeirra í gegnum internetið. Það hafi bara verið tímaspursmál hvenær íþróttafélög myndu nýta sér þann áhuga. „Það þýðir þó ekki að sakast við Þórsara, önnur íþróttafélög hafa fengið freistandi tilboð frá erlendum veðbönkum og oft munað litlu að þau hafi hoppað á vagninn og auglýst. En það er bara bannað,“ skrifar Magnús í greininni. Erlendar veðmálasíður njóta töluverðra vinsælda hér á landi.Vísir/Getty Gæti verið jákvætt fyrir íþróttafélög og fjölmiðla Magnús telur tilefni til þess að breyta löggjöfinni og opna frekar á starfsemi veðbanka hér á landi. Nú þegar séu Íslendingar að nota slíkar síður, en á meðan starfsemin fer fram á erlendri grundu sé samfélagið að verða af tekjum. „Talið er að um 3-4 milljarðar fari árlega til erlendra veðbanka án þess að neinn fái neitt. Sem dæmi að þá er helmingur liða í ensku úrvalsdeildinni með samstarfssamning við veðmálafyrirtæki og 17 af 24 liðum ensku B-deildarinnar,“ skrifar Magnús, sem telur að margir geti hagnast á því að breyta leikreglunum. „Það væri skemmtilegra að opna aðeins á þetta og það væri kannski hagur í því fyrir íþróttafélögin fjárhagslega, og fjölmiðla líka,“ sagði Magnús um málið í Bítinu. Hann segir Íslenskar getraunir standa sig vel í þessum málum en þau séu í einokunarstöðu á íslenskum getraunamarkaði. Það væri hægt að breyta löggjöfinni þannig að auglýsingar yrðu leyfðar og íþróttafélögin gætu átt í samstarfi við fyrirtækin sem gera út á getraunir. „Svo er ríkið líka að verða af tekjum. Yngri kynslóðin gerir svolítið það sem hún vill á netinu og það er ekkert mál fyrir ungu kynslóðina að fara á einhvern veðbanka og skrá sig og fá þar miklu fleiri markaði og betri möguleika til þess að veðja á. Þau hundsa svolítið það sem Íslenskar getraunir eru að bjóða upp á.“ Íþróttir Fjárhættuspil Bítið Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi, telur mörg tækifæri felast í því að breyta löggjöf í kringum getraunir og veðmálasíður. Ríkið verði af töluverðum tekjum í núverandi ástandi á meðan fólk nýtir sér erlendar veðmálasíður til þess að veðja á íþróttaleiki. Þetta kemur fram í grein Magnúsar sem birtist í Morgunblaðinu fyrir helgi. Hann var gestur Bítisins í morgun þar sem hann ræddi þessi mál. „Það er búið að vera umræða um þetta, aðallega eftir að Þórsarar settu á sig derhúfu sem var kannski ekki alveg lögleg samkvæmt lögunum, frá erlendum veðbönkum. Svo eru til hátt í tvöhundruð erlendir veðbankar sem gætu alveg séð sér fært að koma hingað til lands,“ sagði Magnús um stöðu getrauna hér á landi. Vísaði hann þar til atviks þar sem bæði þjálfari og leikmenn Þórs mættu með húfur merktar erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl eftir leik gegn Grindavík í júní. Félaginu var gert að greiða 50 þúsund króna sekt. Hann segir ljóst að áhuginn sé til staðar, bæði hjá veðbönkum og íslenskum notendum sem nýta sér nú þegar þjónustu þeirra í gegnum internetið. Það hafi bara verið tímaspursmál hvenær íþróttafélög myndu nýta sér þann áhuga. „Það þýðir þó ekki að sakast við Þórsara, önnur íþróttafélög hafa fengið freistandi tilboð frá erlendum veðbönkum og oft munað litlu að þau hafi hoppað á vagninn og auglýst. En það er bara bannað,“ skrifar Magnús í greininni. Erlendar veðmálasíður njóta töluverðra vinsælda hér á landi.Vísir/Getty Gæti verið jákvætt fyrir íþróttafélög og fjölmiðla Magnús telur tilefni til þess að breyta löggjöfinni og opna frekar á starfsemi veðbanka hér á landi. Nú þegar séu Íslendingar að nota slíkar síður, en á meðan starfsemin fer fram á erlendri grundu sé samfélagið að verða af tekjum. „Talið er að um 3-4 milljarðar fari árlega til erlendra veðbanka án þess að neinn fái neitt. Sem dæmi að þá er helmingur liða í ensku úrvalsdeildinni með samstarfssamning við veðmálafyrirtæki og 17 af 24 liðum ensku B-deildarinnar,“ skrifar Magnús, sem telur að margir geti hagnast á því að breyta leikreglunum. „Það væri skemmtilegra að opna aðeins á þetta og það væri kannski hagur í því fyrir íþróttafélögin fjárhagslega, og fjölmiðla líka,“ sagði Magnús um málið í Bítinu. Hann segir Íslenskar getraunir standa sig vel í þessum málum en þau séu í einokunarstöðu á íslenskum getraunamarkaði. Það væri hægt að breyta löggjöfinni þannig að auglýsingar yrðu leyfðar og íþróttafélögin gætu átt í samstarfi við fyrirtækin sem gera út á getraunir. „Svo er ríkið líka að verða af tekjum. Yngri kynslóðin gerir svolítið það sem hún vill á netinu og það er ekkert mál fyrir ungu kynslóðina að fara á einhvern veðbanka og skrá sig og fá þar miklu fleiri markaði og betri möguleika til þess að veðja á. Þau hundsa svolítið það sem Íslenskar getraunir eru að bjóða upp á.“
Íþróttir Fjárhættuspil Bítið Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira