Aftur þykir Boris ruglingslegur Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2020 16:05 Boris Johnson skartaði grímu þegar hann heimsótti höfuðstöðvar sjúkraflutninga Lundúna í morgun. ap/Ben Stansall Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. Hann segir að ríkisstjórn sín muni ákveða á næstu dögum hvort þörf verði á því að taka upp grímuskyldu en þangað til verður höfðað til samvisku landsmanna. Breska ríkisútvarpið setur hvatningu Boris Johnson forsætisráðherra í samhengi við dagsgamlar fullyrðingar fjármálaráðherra Bretlands. Michael Gove sagði fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að þvinga Breta til að setja upp grímur fyrir verslunarferðina. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir þessu nýjustu ummæli forsætisráðherrans til þess fallin að valda ruglingi. Það væri ekki í fyrsta sinn sem Johnson og aðrir í stjórnarliðinu þættu senda misvísandi skilaboð í faraldrinum, en síðast um helgina kölluðu þingmenn eftir því að þeir myndu skýra mál sitt. Ræða forsætisráðherrans um afléttingu samkomutakmarkana í maí þótti til að mynda svo ruglingsleg að Matt Lucas úr Little Britain mátti til með að senda frá sér myndbandið hér að neðan, sem horft hefur verið á rúmlega 6 milljón sinnum. pic.twitter.com/k6Sr4Iac15— MATT LUCAS (@RealMattLucas) May 10, 2020 Sem stendur er andlitsgrímuskylda í almenningssamgöngum á Norður-Írlandi, Englandi og Skotlandi auk þess sem Wales-verjar ætla sér að taka upp sömu grímuskyldu 27. júlí. Þá þurfa viðskiptavinir skoskra verslana að bera grímu en ekki kúnnar verslana annars staðar á Bretlandseyjum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur fólk til að ganga um með grímu þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli manna. Sú hvatning er þó tiltölulega ný tilkomin, en áður hafði stofnunin sagt að vísindalegar sannannir skorti til að réttlæta grímuskyldu fyrir ósmitaða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. Hann segir að ríkisstjórn sín muni ákveða á næstu dögum hvort þörf verði á því að taka upp grímuskyldu en þangað til verður höfðað til samvisku landsmanna. Breska ríkisútvarpið setur hvatningu Boris Johnson forsætisráðherra í samhengi við dagsgamlar fullyrðingar fjármálaráðherra Bretlands. Michael Gove sagði fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að þvinga Breta til að setja upp grímur fyrir verslunarferðina. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir þessu nýjustu ummæli forsætisráðherrans til þess fallin að valda ruglingi. Það væri ekki í fyrsta sinn sem Johnson og aðrir í stjórnarliðinu þættu senda misvísandi skilaboð í faraldrinum, en síðast um helgina kölluðu þingmenn eftir því að þeir myndu skýra mál sitt. Ræða forsætisráðherrans um afléttingu samkomutakmarkana í maí þótti til að mynda svo ruglingsleg að Matt Lucas úr Little Britain mátti til með að senda frá sér myndbandið hér að neðan, sem horft hefur verið á rúmlega 6 milljón sinnum. pic.twitter.com/k6Sr4Iac15— MATT LUCAS (@RealMattLucas) May 10, 2020 Sem stendur er andlitsgrímuskylda í almenningssamgöngum á Norður-Írlandi, Englandi og Skotlandi auk þess sem Wales-verjar ætla sér að taka upp sömu grímuskyldu 27. júlí. Þá þurfa viðskiptavinir skoskra verslana að bera grímu en ekki kúnnar verslana annars staðar á Bretlandseyjum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur fólk til að ganga um með grímu þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli manna. Sú hvatning er þó tiltölulega ný tilkomin, en áður hafði stofnunin sagt að vísindalegar sannannir skorti til að réttlæta grímuskyldu fyrir ósmitaða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira