Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 23:20 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. EPA-EFE/YURI GRIPAS Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. Trumpstjórnin kynnti ákvörðunina sem tilraun til að hægja á Kínverjum á svæðinu. Þó er talið að ákvörðunin muni aðeins reita Kínverja til reiði sem þegar hafa svarað fyrir hinar ýmsu viðskiptaþvinganir sem Bandaríkjamenn beita þá. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð stjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum og í kjölfarið hefur Trump í auknum mæli gagnrýnt kínversk stjórnvöld. Þá hefur hann ítrekað sagt mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum, Joe Biden, ekki sterkan gagnvart Kínverjum. Stefna Bandaríkjanna hingað til hefur verið að deilur Kína og nágranna þeirra í Suður-Kínahafi skyldu leystar friðsamlega með aðkomu sáttanefnda Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að í augum Bandaríkjanna sé allt tilkall Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi utan þeirra lögsögu ólögmætt. Það á ekki við land ofan sjávarmáls, aðeins hafsvæðið. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Sjá einnig: Drekinn sýnir klærnar Bandaríkin segjast enn þá vera hlutlaus í deilum Suður-Kínahafsríkjanna um landsvæði en samkvæmt fréttaflutningi AP má lesa úr yfirlýsingunni að Bandaríkin munu styðja við Brúnei, Indónesíu, Malasíu, Filippseyjar og Víetnam, sem öll hafa mótmælt tilraunum Kína til að gera tilkall til hafsvæða í kring um eyjar, rif og grynningar á svæðinu. Umsvif Kínverja hafa aukist á undanförnum árum með hernaðaruppbyggingu þeirra í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Sömuleiðis hefur ríkið byggt sína fyrstu herstöð utan Asíu og var það gert í Djibútí. Þá hafa Bandaríkin sakað yfirvöld í Kína um að hervæða hafsvæðið með því að byggja upp hernaðarmannvirki á eyjum í hafinu. Til þess að stemma í stigu við kröfu Kínverja sigla Bandaríkin herskipum sínum reglulega um svæðið, auk þess sem að með því vilja Bandaríkjamenn tryggja frjálsa för um hafsvæðið. Fjölmörg ríki gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu en um það liggja mikilvægar skipaleiðir. Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. Trumpstjórnin kynnti ákvörðunina sem tilraun til að hægja á Kínverjum á svæðinu. Þó er talið að ákvörðunin muni aðeins reita Kínverja til reiði sem þegar hafa svarað fyrir hinar ýmsu viðskiptaþvinganir sem Bandaríkjamenn beita þá. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð stjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum og í kjölfarið hefur Trump í auknum mæli gagnrýnt kínversk stjórnvöld. Þá hefur hann ítrekað sagt mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum, Joe Biden, ekki sterkan gagnvart Kínverjum. Stefna Bandaríkjanna hingað til hefur verið að deilur Kína og nágranna þeirra í Suður-Kínahafi skyldu leystar friðsamlega með aðkomu sáttanefnda Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að í augum Bandaríkjanna sé allt tilkall Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi utan þeirra lögsögu ólögmætt. Það á ekki við land ofan sjávarmáls, aðeins hafsvæðið. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Sjá einnig: Drekinn sýnir klærnar Bandaríkin segjast enn þá vera hlutlaus í deilum Suður-Kínahafsríkjanna um landsvæði en samkvæmt fréttaflutningi AP má lesa úr yfirlýsingunni að Bandaríkin munu styðja við Brúnei, Indónesíu, Malasíu, Filippseyjar og Víetnam, sem öll hafa mótmælt tilraunum Kína til að gera tilkall til hafsvæða í kring um eyjar, rif og grynningar á svæðinu. Umsvif Kínverja hafa aukist á undanförnum árum með hernaðaruppbyggingu þeirra í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Sömuleiðis hefur ríkið byggt sína fyrstu herstöð utan Asíu og var það gert í Djibútí. Þá hafa Bandaríkin sakað yfirvöld í Kína um að hervæða hafsvæðið með því að byggja upp hernaðarmannvirki á eyjum í hafinu. Til þess að stemma í stigu við kröfu Kínverja sigla Bandaríkin herskipum sínum reglulega um svæðið, auk þess sem að með því vilja Bandaríkjamenn tryggja frjálsa för um hafsvæðið. Fjölmörg ríki gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu en um það liggja mikilvægar skipaleiðir.
Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira